Saturday, December 09, 2006

Ísland, sinfó, mamma og meiddið mitt.

Ísland var ótrúlega kósý, takk fyrir góðar móttökur allir. Sinfó var æði, ótrúlega gaman. Hefði kannski viljað spila aðeins fleiri nótur í strauss en annars held ég að mér hafi ekki tekist að eyðileggja allt fyrir þessari yndislegu sellógrúppu.

Svo kom mamma með mér út og við versluðum úr okkur allt vit og höfðum það gott með glühwein og ristaðar möndlur á flestum jólamörkuðum Berlínar.
Núna á ég allt sem ég hef ekki tímt að kaupa mér síðustu mðánuði, takk mamma.

Slæmu fréttirnar eru að ég er ennþá að drepast í öxlinni. Er að verða frekar ráðalaus. Soldið mikið stress svona fyrir þessi blessuðu inntökupróf sem nálgast dálítið ört í miðað við að ég hef ekki skilað fullum æfingardegi í meira en þrjár vikur. Svo geðheilsan er að nálgast sama stig og öxlin :-S Boðar ekki gott... en núna ætla ég í ræktina. Verð að fá útrás einhversstaðar!

Sunday, November 26, 2006

shit shit shit

hef ekki mikið annað að segja... Don Juan eftir strauss er bara ekki málið, úff úff úff.

Sunday, November 19, 2006

á Íslandi

... er gott að vera. Búin að borða ótrúlega mikin og góðan m&p mat alla helgina, ásamt því að liggja í leti og æfa hljómsveitarparta á milljón. Það er svosem alveg gaman, brjáluð dramatík hjá þessum Wagner alltaf hreint. Eða já það væri gaman ef mér væri ekki svona endalaust illt allstaðar. Líkaminn ætlar bara ekki að fyrirgefa mér ofkeyrslu síðust vikna. Er bara ennþá í bölvaðri fýlu blessaður Körperinn. Það hefði líka verið skemmtilegra að eyða kröftunum í að æfa þáttinn úr Parsifal sem actually á að spila á fimmtudaginn!!!! Ég er klaufi... En vonandi reddast þetta allt. Hef nægan tíma í vikunni til að æfa líka.

Elsku vinir og vandamenn á Íslandi, endilega hafið þið samband. Er alltaf til í hittinga...

Wednesday, November 15, 2006

Rússar

Var að koma úr ótrúlegum tíma hjá Natöshu Prischepenko sem er mesti snillingur í heimi. Spiluðum fyrir hana Shostakovich píanótríó og fengum í staðin aðgang að hinni eiginlegu Natusche, rússneskt blóð, rússnesk saga, klikkað og geðbilað ímyndunarafl og ég bara veit ekki hvað, í þrjá og hálfan tíma takkför.
Allavega ég er inspireruð og feiri tímar á næstunni, sellótími hjá Niykos á morgunn svo shostakovich á föst og líka Ravel hjá öðrum aðeins skipulagðari snillingi. Svo mig langar ekkert annað en að æfa mig í allan dag og alla nótt en nei...puttinn rifnaður og vöðvabólga frá helvíti búin að hertaka líkama minn svo ég neyðist til að liggja uppí sófa með te. Vonandi getur tailenska nuddið á sjúkraþjálfunarstofu hverfisins kippt þessu í lag...á tíma í dag :D

Tuesday, October 31, 2006

ÍSLAND KALLAR

Elsku fólk, ég er að koma heim:D
Það verður nú aldeilis næs. Eða kannski ekki næs því spilastress bíður mín þar en það verður vonandi bara gaman.
Fékk skemmtilegt símtal í gær og er víst á leiðinni heim að spila með sinfó í seinni tvo tónleikana í Nóvember.
Svaka prógram á boðstólnum svo ég verð víst límd við sellókall þessa daga en mun auðvitað reyna að hitta sem flesta. Ef einhver veit um æfingaraðstöðu fyrir svona flakkara væri ekki verra að vita af því. Hlíðarhjallinn hefur takmarkaða þolinmæði fyrir sargi...

SJÁUMST :-D

Sunday, October 29, 2006

kósýkós

Sunnudagar eru svo ljúfir að það er aveg yndislegt. Í dag vorum við Stjáni með pönnsuboð sem var óskaplega huggulegt og svo horfðum við á vídeó fram eftir degi. (Geymdum semsagt uppvaskið :S) Það er bara svo kósý þegar það er rok og rigning úti. Núna á ég hins vegar eftir að læra...

Reyndum að fara á tónleika með fílnum í gær en fengum ekki miða. Stóðum í röð í tvo heila tíma. Við Helga gerðum báðar þau mistök að vera á háumhælum sem gerði þessa stöðu ekki mikið betri. En það var ekki séns að fá miða svo við löbbuðum út með skottið á milli lappanna en gerðum gott úr kvöldinu og skelltum okkur á White Trash og Qba. Þetta er nú samt alveg sjúkt með þessa fílharmóníu sko. Síðustu helgi fórum við stjáni á brückner tónleika þar sem var uppselt þrjú kvöld í röð og sko EKKERT sæti laust. Við fengum standmiða enda vorum við mætt þegar hurðin opnaði klukkan 6 tveimur tímum fyrir tónleika en þá var strax komin töð fyrir utan. Í gær var aftur búið að vera uppsellt þrjá daga í röð á sama prógram. Reyndar Gidon Kremer að spila og svona en samt, það er bara sjúkt og 50 manns sem var vísað í burtu klukkan átta þegar það kom í ljós að það voru ENGAR ósóttar pantanir og ENGINN leið til að troða fleirum inn í. Allavega gaman að svona áhugi skuli vera fyrir klassískri tónlist. Konsert gærkvöldsins var nú kannski ekki sá aðgengilegasti, Gubaidulinu Offertum fyrir fiðlu. En ég hefði samt viljað fá miða. Gleði mín yfir þessum almenna áhuga nær ekki lengra en það.

En nú byrjar ný vinnuvika hérna í berlín. Æfa æfa æfa, læra, læra, læra. Hann Niykos minn ætlar að hjálpa mér að undirbúa mig fyrir inntökuprófin sem er mikill léttir, var ekki alveg að sjá hvert sellótíma mál væru að stefna. Og ég má spila Haydn C :D Það er líka MIKILL léttir. Það bíður þá samt mikil vinna á stuttum tíma...

Friday, October 20, 2006

OJ ég er kvefilíus og með einhvers konar sýkingu í sellóputta. Loksins búin að koma lífinu í gang, búin að fá þokkalega æfingaraðstöðu og alles en þá bara gerir líkaminn uppreisn. Týpískt, Vonandi lagast þetta STRAX, helst í dag því ég var búin að lofa glansandi shostakovich á sunnudaginn á tríóæfingu. Og það er víst ekkert sem gerist meðan ég læri þýskar málfræðireglur.

Hins vegar á ég yndislegan kærasta/sambýlismann sem kann allt. Fékk næringarbombumáltíð í hádeginu í gær í tilefni af kvefinu. Svo var kvöldmatur líka í hans höndum og eftir matinn litaði maðurinn á mér hárið og viti menn ég er hörkusæt bara. Svona ef maður mínusar rauða snýtinefið sko. Ætla samt ekkert að fara að auglýsa kosti hans eitthvað nánar hérna þar sem hann er ekki til sölu;)

Wednesday, October 18, 2006

komin tími á blogg hmm?

já það er sko aldeilis komin tími á blogg.Alveg fullt búið að gerast. Engjagatan er orðin skínandi fín og mubleruð. ALLIR hlutir eiga stað núna. Það er góð tilfinning. Svo var partýhelgin mikla. Eftirtóneikadjamm á föstudaginn hjá kalaidoskóp og svo partý hjá helgsu í tilefni heimsóknar þriggja stærstu djammaragellum Íslands á laugardag. Brjálað að gera semsagt. Og bæ the wei krakow var æði. Eini almennilegi minjagripurinn sem ég kom með heim er reyndar bara MJÖG óhugnalega bók um Auschwitz. Alveg hryllingur að lesa þetta. Úff úff og aftur úff. En frábær ferð, hef aldrei fengið svona rosalega miklar upplýsingar um menningu og sögu beint í æð.

Allavega allt að komast í fastar skorður núna. Komin rútína í mann og svona. Rosalega langir dagar. Úff. Þessi þýskuskóli gerir það ekki auðvelt að æfa sig, en með mikilli skipulagningu og miklum einbeitingarvilja þá tekst það nú samt. Er bara svo langt síðan maður þurfti að einbeita sér að einhverju öðru líka. Því þetta þýskunám er ekkert grín. Alveg full time stúdía þannig séð. Og ég komst sko að því fyrsta daginn að ég á MJÖG langt í land! Var greinilega eitthvað að ofmeta kunnáttu mína þarna. Ég sem er búin að babla og babla hérna í alveg næstum því ár. Það hefur nú varla meikað mikið sens. En það mun sko breytast með þessu áframhaldi.

Þessu kvöldi verður hins vegar eytt uppí sófa í utanafbókarlærdóm af piatti caprísu og bachpælingar. Þjösnaðist víst aðeins á aumingjans pulsunum í gær og í morgunn svo þeir fá frí frá æfingum í kvöld. Hefur annars verið mjög erfitt að komast í gang með almennilegar æfingar vegna aðstöðuleysis en þetta er allt að koma. Er búin að leigja mér kvöldaðstöðu í einhverjum slagverksskóla, brjálað pönkarastuð þar;) og deili morgunaðstöðu með öðrum annars staðar. Er eftir að sjá hvort að það gangi upp.

over and out...

Monday, October 02, 2006

FRÍ

ELDSNEMMA í fyrramálið verður lagt af stað í frí! þá erum við að tala, engin hljóðfæri, EKKERT plan, hótel, út að borða ódýrt öll kvöld. FRÍ! Þetta er semsagt útskriftar og stórafmælisgjöf til okkar Kristjáns frá settinu í kópavoginum sem reyndar nýttu tækifærið sjálf og skelltu sér á sólbaðsströnd á Tyrklandi. Við erum reyndar á leiðinni í aðeins öðrvísi stemmingu, útrýmingabúðir, saltnámur og fyrrverandi ghettó... semsagt Krakow.

Í dag var Ikea tekin með trompi og við stjáni að gefa heimilinu meikover...með öðrum orðum, kaupa hirslur fyrir eigur okkar (Kristjáns) sem áður áttu heima á gólfinu. Síðan hefur borvélin verið á lofti... Allt að verða fínt og flott en það munu samt bíða kassar og dót þegar við komum heim.

Annars langar mig bara að biðjast afsökunar á tenglaleysi. Ekki taka þessu nærri ykkur elskurnar. Þetta er allt í vinnslu:-S

Sunday, October 01, 2006

Skynsemi

Er heima að bíða eftir Kristjáni, hef ekki hitt hann í MÁNUÐ!!!! það er ömurlegt, en allavega hann er í lestinni frá fugvellinum og ef ég hefði tímt 4,20 € og klukkutíma af æfingartímanum mínum væri ég í örmum hans nú þegar í stað þess að hanga hér og ganga um gólf...URR. Stundum er ekki gaman að vera skynsamur. Jæja ég ætla að fara að þvo þvott og elda mat...Meiri skynsemi OJJ

Thursday, September 28, 2006

ruglukolla

Þáer maður komin til Berlínar. Kom á mánudaginn en var fyrst að komaheim til mín og getiði afhverju?? Guðný snillingur gleymdi auðvitað húslyklunum sínum á íslandi og hann elsku stjáni minn er fastur í Köben fram á sunnudag! Sem betur fer á ég nú góða að hérna svo ég fékk að kúra í rúminu hennar helgu meðan hún var í París. Bendik var heima ti að hleypa mér inn. En shit hvað mér er búið að leiðast. Er búin að þurfa að bíða þar eftir sendingu með lyklunum, ætlaði sko ekki að taka sénsinn á því að missa af þeim pakka sem átti að koma í gær en kom ekki fyrr en í dag.
Stalst reyndar út í gær með Heather(einu ekki tónlistarvinkonu minni hér) og kíkti á Weinerei, það er yndislegur staður. Maður borgar 1 evru fyrir glasið þegar maður kemur inn og svo eru bara vínflöskur og ólífur á borðunum og enginn að fylgjast með því hvað maður drekkur. Svo setur maður bara samviskusamlega pening í bauk á leiðinni út, eftir því sem manni sjálfum fannst maður drekka mikið. Ótrúlega næs og af því sem ég hef heyrt gengur bara vel með svona staði hérna. Þeir eru allavega orðnir þrír talsins. Er ekki viss um að þetta myndi virka heima... .

Allavega Helga mín er komin, ég er komin heim í unaðslega húsið mitt sem er yndislegra en mig minnti. Svo kemur dísa á morgunn og biðin í Kristján styttist ört. Svo lífið er gott á ný :D

Friday, August 11, 2006

Löglega fullorðinn

Það er nu heldur langt siðan að eg for að stunda alls kyns fullorðins athæfi sem ekki heufr verið löglegt fyrr en nu. Gaman gaman. Var ad koma heim ur vinnunni þar sem kor tveggja ara barna söng afmælissönginn. Það var gaman. Svo var famelidinnerinn i gær, humar og læti...og ut ad borda i kvöld með kristjanui. Eg er ofdekrað "barn" :-D

Tuesday, August 08, 2006

Komin heim i kuldann

Mer er buið að vera stanslaust kalt sidan eg kom heim og það er að verða tæp vika sidan. Er næstum tvi farin ad sakna svitans og menguninni I Berlin.
Annars er lifid buid ad vera mjög ljuft sidustu 10 daga. Vid Kristjan tokum okkur alveg fri, leigðum bil og ferðudumst adeins um Þyskaland. Skoðuðum Dresden og sveitina vid landamæri Tekklands. Enduðum svo a einhverju sveitarhoteli i Frauenstein sem kom skemmtilega a ovart. Fæðingarbær orgelsmiðsins fræga Gottfried Silbermann. Margt ovænt ad sja þar. Svo var Nordulandid tekid með allri sinni drullu og bleytu um helgina i heilum tveimur fjölskylduutilegum.

En nuna hefst alvara lifsins a ny. Eg a að mæta i vinnu a leikskolanum alfaheiði eftir rumt korter. Og svo þarf vist lika ad æfa sig :-S

Wednesday, July 26, 2006

"Lélegasti bloggari í heimi"

Þetta voru skilaboð dagsins frá mömmu til mín. Það bara er ekki svo mikið að frétta að maður nenni þessu. Núna er bara enn ein tríótörninn hjá Móra. Tímar á hverjum degi og svona. Erum farin að vera í tímum hjá píanókennara Bendiks líka. Hann er nú meiri furðufuglinn, en fínn kennari.

Svo fer nú að líða af heimkomu þar sem ég mun njóta íslensks "sumars" í leikskólavinnunni minni í kópavoginum. Það verður örugglega kósý. Alltaf gaman að gera eitthvað allt annað en venjulega. Samt hefur áhugi minn á sellóleik bara vaxið eftir bömmerinn með inntökuprófið. Skrýtið, en allt í einu er bara svo miklu skemmtilegra að fa etýður og dót. Örugglega bara af því að ég þarf þess ekki. Þá er það gaman. Eins gott að það haldist þannig.

Fór líka með helgu í dag í strengjaparadís að prófa fiðlur. Það var sko bara gaman, fyrir utan verðmiðanna. Skrýtin tifinning að vera inn í 10 fermetra herbergi með viðardóti fyrir tugi milljóna. Best að hreyfa sig mjög hægt og varlega.

Úff, þetta var nú meira skylduræknisbloggið.

Thursday, July 13, 2006

sorgarfrelsið

Eftir ógeðslegt inntökupróf í UDK er niðurstaðan sú að ég komst ekki inní skólan. Frekar fúlt þegar maður er búin að vera að stefna að því svona lengi og nú þegar búin að vera í skólanum í næstum heilt ár, búin að kynnast kennaranum og kammergrúppunni og svona. Þá er soldið leiðinlegt að bara hætta en þannig er það nú bara. Það er nú samt ekki alslæmt því það þýðir að ég get í fyrsta skipti á ævinni bara tekið lífinu með smá ró og ekki verið í alvarlegu námi. Ætla samt í intesíft þýskunám svo ég verði altalandi og skrifandi fyrir næstu inntökupróf sem verða í febrúar býst ég við. Ætla þá að sækja um á sem flestum stöðum en líklegast innan Þýskalands samt. Finnst auðvitað sorglegt að hugsa til þess að maður þyrfti kannski að flytja frá Berlín en það yrði í fyrsta lagi á næstu sumarönn svo planið er að njóta Berlínartilverunnar í botns hér í vetur án Hochschuleorkester og fleiru.

Lífið er samt gott núna. Kristján er fluttur til mín með allar sínar lúxúsgræjur, Jói lúður er í heimsókn og tríóið æfir Ravel af krafti. Það er alltaf gaman að æfa Ravel en geðveik vinna. Varla hægt að segja að honum hafi þótt vænt um hljóðfæraleikara!

Núna erum við heimilisfólkið + Bendik píanisti á leiðinni í smá roadtrip til Leipzig þar sem hún Elfus fiddleschnilingur er að fara að taka fænalránd í Bachkepnninni þar. Lúðumst aðeins í leiðinni og skoðum heimaslóðir Bachs og Tómasarkirkjuna og ekki má gleyma að fá sér ís á Schumann café;)

Bis Später

Friday, June 30, 2006

Stórafmælisárið

Þetta ár er nú svolítið merkilegt, allavega svona innan fjölskyldunnar minnarr. Við Kristján, pabbi minn og ásdís systir mín eigum öll stórafmæli. 10, 20, 30, 40. Gaman af því. Hann Stjáni minn átti semsagt sinn dag í dag. Erum búin að hafa það rosalega gott, fórum rosa fínt út að borða og nutum lífsins til hins ýtrasta. Svo núna er ég heima að jafna mig á fullnægjingarbitum kvöldsins.

En ásamt því er ég líka að komast í inntökuprófsstressið. Það er semsagt miðvikudaginn 5.júlí. Hugsa fallega til mín þá gott fólk. Fékk frekar óhugnaregar tölur frá kennaranum mínum í gær. En annars var hann bara jákvæður. Vona auðvitað bara að alt smelli; ég spili vel, enginn asíusnillingur heilli kennarinn minn meira og að administration hleypi fleiri en 4 af þessum 70 sem eru að sækja um inn. Þá á ég séns:-D...:-S

Tríótónleikarnir gengu fínt og ég er strax farin að hlakka til næsta projekts. Kammermúsík er æði! Og ég elska Helgu og Bendik.

Jæja, nú hefst hitt raunverulega líf, sofa og ÆFA. Góða nótt.

Saturday, June 17, 2006

17.júní

Kæru Íslendingar, gleðilegan þjóðhátíðardag!

Berlín heldur upp á það með skýjum og smá rigningu Íslendingum til samlætis. En við Helga erum með matarboð, svaka kósý.

Friday, June 16, 2006

HITI

Það er heitt og rakt í Berlín...En við erum búnar að finna útisundlaug í hverfinu svo tanið er alveg að koma. Núna er Helga líka að dúllast við að lita á mér hárið svo ég er að verða rosa sæt;) Enda sænskt partý á morgunn, hefði kannski átt að velja ljósan lit??

Thursday, June 15, 2006

Fussball

Berlín er undirlögð. ALLT snýst um fótbolta. Var á Vortragsabend hjá bekknum í gær og það var spilað pásulaust í tvo tíma til að missa ekki af leiknum. CREIZÝ. Það er samt alveg fjör, svaka stemming náttlega...Verst að ég er víst skráð í einhvern skóla hérna:-S

Gestagangur er búin að vera gífurlegur, sófinn hefur varla losnað eina nótt síðan ég kom, en það er nú bara gaman. Er búin að njóta þess í botn að sjá Berlín með augum túristans og eiga margar ógleymanegar stundir með yndislegu fólki. Íslendingar eru bara án efa skemmtilegasta fólkið til að vera með!

Annars erróleg og æfingarmikil helgi framundan. Þarf að koma inntökuprófsprógramminu í toppstand því í næstu viku er kammertörn dauðans. Tveir tímar hjá Natöshu og svo Masterclass hjá einhverjum sellista æur einhverjum svakakvartett sem ég hafði samt aldrei heyrt um og við erum að spila :-D Loksins verð ég tekin almennilega í gegn...búin að vera hjá fiðlueikurum að níðast á helgu í tvær annir, ætli ég fái ekki að heyra það núna. Annars virðist það nú ekki skipta miklu máli hjá svona kammergrúppum á hvaða hljóðfæri þau spila þegar þau kenna. En samt soldið skarý sko með svona sellógaur. Men meget spændende...

Thursday, June 01, 2006

Flautufordómum blásið burt

Emmanuel Pahud....Bella Fíl. Þarf maður að segja meira? Var semsagt að koma heim af tónleikum. Brahms 4 gerði þá heldur ekki verri. Og gæjinn spilaði bara með í því líka þrátt fyrir brjáluð átök í Nielsen og eiginhandaráritanir í hléinu...Stjarna!

Pabbi var í heimsókn. Það var æði. Núna veit einhver í familíunni minni hvar og hvernig ég bý. Gamangaman.

Svo var keyot ÞVOTTAVÉL. Eftir að hafa stigið í pissupoll fyrir framan vinduna í ógeðslega þvottahúsinu var mér nóg boðið og pabbi og kristján keyptu, báru heim og tengdu þvottavél á rúmum klukkutíma...Það var bara ákveðið og framkvæmt í einu og ekkert verið að slóra við það. Og ef þið kæru lesendu bara vissuð hversu mikil fylling það er í lífið að hafa eignast þvottavél. Verð aldrei óhamingjusöm aftur:-) Nei ég segi svona...dramaið mun ætíð lifa;-)

Tuesday, May 30, 2006

Ímyndunarafl

Jæja nú reynir á hugmyndaflugið. Við Helga og feimni norsarinn erum í unaðslegu tríói sem æfir daglega af mikilli alvöru en núna stöndum við frammi fyrir óhugnalegu nafnleysi sem þarf að bæta úr á nokkrum dögum...Kæru blogglesendur sem eru ekki búnir að gefast upp á þessu bloggi mínu ... HJÁLP!! Allar tillögur vel þegnar.

Annars er lífið bara gott sko. Kristján minn komin til Berlínar eftir glæsilegt Abschluss í Köben og Pabbi að koma í túristaheimsókn á morgunn. Þessi vika er meira að segja svona pínu róleg. Reyndar bara svona lognið á undan storminum því í næstu viku fer allt á milljón :-S en þá verður húsið líka fullt af gestum til að halda gleðinni gangandi á Wiesenstrasse:-)

Jæja hósta upp nöfnum fólk!!!

Thursday, May 18, 2006

Vortragsabend

Vortragsabend í kvöld...Oooojjjjj. Segi ekki meira.

Saturday, May 13, 2006

Berlínin mín

Það var ekki langt frí sem beið mín eftir þessa útskriftartörn heima. Hérna er allt komið á fullt. Ég vogaði mér tveggja daga frí í Köben sem samt innihélt flug þangað og rútu til Berlínar og fékk það sko illilega í hausinn þegar kennarinn minn hringdi fyrsta daginn minn hérna klukkan 10:15 og sagði mér að vera komin í skólann klukkan 11 því þá væri masterclass hjá Heinrich Schiff, hvorki meira né minna. Og svo myndi ég fara í sellótíma í eftirmiddagspásunni!!!! Það var reality-check dagur dauðans! Fyrir utan að það var tríó æfing um kvöldið og þessi dagur átti að vera helgaður Beethoven "ghost" tríóinu því það er smá partur get ég sagt ykkur. Svo ég var óundirbúin í sellótíma og tríóæfingu, hlustaði á vírtúósa skólans í 5 tíma og fékk að vita, eftir leiðréttingar á hverjum einasta takti í hindemith sónötunni minni og tvöföldun allra hraðra tempóa, að ég þyrfti að vera búin að laga allt og getað spilað á vortragsabend í næstu viku, og læra nýjan rómantískan konsert fyrir inntökupróf. Góður dagur!

Annars er Berlín ÆÐI. Veðrið er fullkomið (núna), Dönerarnir opnir allar nætur, hægt að hjóla hvert sem er, borða sushi með helgu og gunnhildi. Svo var ég að uppgötva útisundlaug í miðjum garðinum hérna í hverfinu okkar. Svo þrátt fyrir mikið stress er hér gott að vera :-)

Friday, May 05, 2006

Concert guests only

Þar sem að tónleikar laugardagsins eru síðustu tónleikarnir í þessari útskriftartónleikaröð finnst mér varla annað hægt en að halda almennilegt partei!

Það verður semsagt smá skál með tiheyrandi pinnamat og glæsileika í salnum en svo er stuðboltum boðið heim í subbulegt "bring your own boose" partý.

Ég lofa engu með tónleikana en þið skuluð ekki voga ykkur að svíkja mig um djamm!!!
Nei ég bara segi svona...

Monday, May 01, 2006

Brahms í Berlín

Loksins er að koma smá tónleikafílíngur í mína. Keypti mér kjól í gær!!! í Karen Millen!!!! Ætlaði sko að vera bara kúl á því. Vera bara í svörtu og helst bara buxum og einhverju fínu að ofan. En nei Guðný keypti sér væminn blómakjól í búð sem hún stígur varla fæti inní venjulega...Svona fara hlutirnir stundum úr böndunum en ég er hæstánægð með þetta :-)

Svo bara hlakka ég svo rosalega til sumarsins að það er ekki til þess að gantast með. Berlín í öllu sínu veldi, sellótímar hjá Nyikos, kammertímar hjá Artemis nánara tiltekið Nataliu Prischepenko. Komin í hörkugrúppu, við hega semsagt ditjsuðum sænksu vandræðastelpurnar og nældum okkur í einn mjög stilltan norsapínista og ætum að massa eitt stykki Brahmstríó í hitanum ;) Ekki nóg með það heldur ætlar Kent Nagano að æfa upp Brahms sinfóníu nr 4 á einni helgi með skólahljómsveitinni svo Brahms verður heldur betur viðfangsefni sumarsins.

gleði gleði gleði framundan. En fyrst háalvarlegir útskriftartónleikar...

Thursday, April 20, 2006

Life is what happens when you are busy doing sth else!

Hitti gamlan vin á msn um daginn sem ég hef ekki spjallað við óralengi. Ég fór að segja honum hvað ég hefði verið síðustu árin og fékk þetta svar., tilvitnuna í Lennon Sama kvöld las ég mjög ameríska sjálfshjálparbók sem hann Kristján minn sendi mig með heim "Láttu ekki smámálin ergja þig" (fyrirbyggjandi fyrir komandi sambúð máske). Eftir örstuttan lestur kem ég auga á sömu tilvitnun...

Tilviljun??

Mér finnst að ég eigi að túlka þetta svo að ég eigi að hætta að undirbúa lokatónleika og ekki skila endurbættri ritgerð...og bara stinga af til berlínar þar sem lífið mitt bíður:-D

Nei ég segi svona...svo tekur skynsemin yfir.
Las líka ævisögu Casals um helgina og enduruppgötvaði trú á listina og sellóleik.
En það er náttlega alltaf spurning með þessa ritgerð...hmm!

Tuesday, April 18, 2006

Smá updeit

Ekki mikið um bloggskrif nýlega :-/ Geri nú kannski ráð fyrir að flestir lesendur þessarar síðu séu búnir að gefast upp. En þar sem að ein uppáhaldsfrænka sýndi áhuga á bloggskrifum í páskafjölskylduboðinu ógurlega í gær hef ég ákveðið að gefa þessu séns aftur.

Smá updeit semsagt:

19 dagar í tónleika
0 dagar í skil á öðru uppkasti á ritgerð
21 dagar í lokaskil á ritgerð

og svei mér þá ég er bara í ruglinu með þetta allt saman:-D

Þrátt fyrir stress og ýmsa aðra kvilla fór ég samt í smá lövferðalag fyrir páska að til að skipuleggja fyrirhugað ástarsamband mitt á næsta ári. Nei ég segi svona...er auðvitað í sambandi, meira að segja bara skrambi góðu, bara alltaf skemmtilegra þegar maður er SAMAN í orðsins fylgstu merkingu. Ferðalagið var semsagt ÆÐI!!!

jæja nóg í bili...ætla ekki að ofgera mér í blogginu

Friday, March 24, 2006

Ritgerðarskrif = Dauði

Það er eins gott að ég fór ekki í bóklegra nám en hljóðfærabraut Listaháskólans, því þá væri ég að minnsta kosti 100 kílóum þyngri en nú.
Það er svo sannarlega ekki af því að ég æfi mig svo mikið að ég brenni heldur einfaldelga af því að þegar ég þarf að læra eða skrifa ritgerðir þá veit ég ekkert betra en að éta og éta og éta.

Í dag er ég búin að borða 3 máltíðir, Dorítos, 2 lítra pepsi Max, lakkrís, tvo íspinna, of marga turkish pepper brjóstsykra og núna var nóa kropps pokinn að rifna yfir skrifborðið mitt og ég verð að drífa mig að borða það allt því það rúllar í átt að ofninum :-S
Dans í kvöld verður ekki þægilegt...

Ritgerðin er hins vegar bara rétt hálfnuð svo hver veit hvernig þetta endar allt saman?? Er nú þegar orðin það steikt að ég skrifaði "password" í password reitinn þegar ég var að sæna mig inn!

Friday, March 17, 2006

Hindesmith

Það er eitthvað hlægilegt við að segja HindeSmith? Sérstaklega þegar maður er búin að lesa SLATTA um þennan alvarlega mann. Ég og Hindesmith eigum ekki alveg jafn margt sameiginlegt og ég hélt. Bömmer þegar maður þarf að skrifa ritgerð um hann að eigin vali! Hann var fínasti gaur samt, kannski bara einum of fínn gaur. Ekkert einhvern veginn nógu klikkað fyrir minn smekk.

En næst á dagskrá eru trylltir Balkandansar fram eftir kvöldi. Enginn Hindemith þar :)

Auf Wiederschreiben....
(hmmm ætli það sé nokkuð til? )

Wednesday, March 15, 2006

Lasarus

Jæja þá er ég líka orðin lasarus eins og allir hinir vinir mínir. Margir virðast samt vera að ná sér en þessa svakalega flensa er búin að vera að ganga.

Ungfóníuhelgin mikla gekk prýðilega og mikil spenna á tónleikum. Varla hægt að segja að þetta væri ofæft. En mjög gaman og lærdómsríkt.

En núna ligg ég í bælinu og aumka mér yfir aumingjans ritgerðinni sem ég á að vera að skrifa. Gengur ekki svo vel. Kemur í ljós eftir að hafa varið óralöngum tíma við heimildarlestur að ég og Hindemith bara eiginlega skiljum ekki hvort annað. Ég er semsagt í ruglinu.

Thursday, February 23, 2006

bloggleysi

Ég er ekki dugleg að blogga....ætti kannski að taka kærastann minn til fyrirmyndar í þeim málum.

Það er svosem ekki mikið að frétta. Er að verða búin að jafna mig á Elgarflippinu mínu. Það tók sinn tíma. En núna er nýtt prógram að læðast inní puttana hægt og rólega. Gaman gaman.

Annars er ég bara flutt heim til mömmu og pabba þar sem maður fyllist alltaf valkvíða við að opna ísskápinn og á hrein föt alla daga :-) Mun vera hér fram að sumri, eða einhvern tíman byrjun maí.

Er samt strax farinn að sakna heimilislegum samverustundum með Helgsu (þót hún sé ekki farin) , rútuferðum til Krsitjáns míns, Wiesenstrasse 30 og að sjálfsögðu Berlínarinnar minnar.

Sunday, February 19, 2006

Rússneski dverghamsturinn Snúður

Þykir leitt að tikynna að gleðigjafi fjölskyldunnar, rússneski dverghamsturinn Snúður lést í dag að völdum vírussýkingu. Blessuð sé minning hans.

Ótrúlegt lítið kvikindi sem virtist alltaf koma manni í gott skap.

Varð bara að koma þessu frá mér.

Meira seinna.

Thursday, February 02, 2006

Pældíðí ef Wagner væri amma þín!!!

Jæja, Vortragsabend, leiðinlegasta uppfinning þýska tónlistarháskólakerfisins. Þá spilar maður stykkin sín fyrir fullan sal af sellónemum og nokkrum prófessorum. Svaka stemming! Allir auðvitað bara að hugsa um hvað þetta sé nú falleg tónlist....RÆT!!!

En svo kem ég heim og það verður svaka gaman. Þar á maður allavega séns á smá klappi eftir Elgarinn.. Hlakka næstum því til :-)

Tuesday, January 24, 2006

klukk

Oj klukk. Vá hvað ég kem shallow út úr þessu

A.Fernt sem ég hef unnið við
1. Ræstitæknir á Hrafnistu
2. Ræstitæknir á leikskóla
3. Tónlistarkennari
4. Ritari

B.Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
1. Pretty woman
2. Annie
3. Alle tiders Nisse
4.Allar Disney myndirnar

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér finnast skemmtilegir:
1.Friends
2.Sex and the city
4.Alias
5.Bráðavaktin

(og MARGIR fleiri! Er sjónvarpsþáttarfrík, tekst að verða spennt yfir hvaða rusli sem er)

Fjórar bækur sem ég get lesið aftur og aftur
1. Flestar Alleende bækurnar
2. 600 utroligunödvendige oplysninger
3. H.C Andersen ævintýri
4. Minidisc manualinn. (skil alltaf jafn lítið)

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
1.Langabrekka 2, Kópavogur
2.Kagsaa Kollegiet, Herlev Kaupmannahöfn
3.Hlíðarhjalli 14
4.Wiesenstrasse 30, Berlín

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Calpe, Spánn
2. Nordfjell, Noregur
3. Prag
4. Valencia

Fjórar síður sem ég kíki daglega á:
1. Mína eigin til að athuga komment
2. Kristjáns Blogg
3. Helgu Blogg
4. Elfu Blogg

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
1. Vel kryddaðir kjúklingavængir. (var að slátra fimm svoleiðis)
2. Pastagumsið hans Kristjáns
3. Villibráð með waldorfsalati og ýmsu öðru góðgæti
4. Ýmsar súpur

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1. Á tónleikum eftir mörg ár og langt nám þegar ég hef vald á hljóðfærinu mínu.
2. Gl. Kongevej fjórða hæð til vinstri
3. Í sumarfríi á stað sem ég hef ekki verið á áður
4. Í heitu baði

klukka sóley og dísu ;) læt það nægja.

Monday, January 23, 2006

Kuldi

Það er kalt í Berlín. Kalt kalt kalt!!!! Erum alveg að tala vont að anda kalt sko...

En sumarfrísskipulanging er held ég langbesta meðalið við því. Og kannski eitt rauðvínsglas með sex and the city þætti kvöldsins)

Sunday, January 22, 2006

Kúkað í þvottahúsinu

Í kvöld afskrifaði ég endanlega að þvo þvott í Berlín. Hef borið mjög blendnar tilfinningar gangvart þvottahúsi hverfisins sem er nokkuð langt í burtu, dýrt og subbulegt. Í kvöld hins vegar lenti ég í því að automatinn át peninginn minn fyrir tvær af þreumur vélunum mínum. Ég hringdi í notfall nr. og var tilkynnt að þýskri hefð að ég gæti ekki annað gert en fyllt út kvörtunareyðublað sem ég fyndi í einu horninu. Ég æsti mig pent á minni príma þýsku en neyddist til að hanga í þessu skítapleisi þangað til þessi eina vél mín kláraðist. Þegar ég ætlaði að fara að setja hana í vinduna stendur róninn, sem á heima í þvottahúsinu (og fer oftast mjög lítið fyrir), upp og pissar bara fyrir framan mig. Mér ofbauð vel af þessari hegðun hans og fannst að nærvera mín ætti skilið meiri virðingu en þetta. Ákvað samt bara að láta eins og ég hefði ekkert séð og ignora nöldrið sem virtist vera að æsast aðeins en sný mér svo við....og getiði hvað, minn bara búin að leggja dagblöð á gólfið og sestur í kúk!!!!!!!!!!

Guðný hljóp heim í 12 stiga gaddi með rennandiblautan þvott og fullt af skítugum þvotti og viti menn, mistígur sig í tröppunum heima. Svo nú er ég fötluð, skítug og gjörsamlega ofboðið.
Þennan prís borgar maður fyrir að þykjast vera orðin nógu stór til að flytja að heiman!

Wednesday, January 11, 2006

Komin heim á Wiesenstrasse 30

Ósköp er nú gott að vera komin aftur á Engjagötuna mína. Jólafríið var frábært og ég þakka fjölskyldunni fyrir konunglegar móttökur. Hinsvegar þá líður mér greinilega bara alveg ferlega vel hérna í tyrkjahverfinu mínu með henni helgu minni. Ferðalög eru líka bara svo óendanlega leiðinleg, alltaf gott að komast á leiðarenda.

En núna hamast ég bara á elgar og nokkrum kammeræfingum og nýt stórborgarlífsins í nokkrar vikur í viðbót. Þarf reyndar að fara í mjög langt og stressandi ferðala í næstu viku en það verður að hafa það. Hef örugglega mjög gott af því þegar upp er staðið. Ekkert betra en smá álag;) Nei ég segi svona.

Biðst innilegrar afsökunnar á bloggleysi. Hef bara ekki verið "in the mood" skiljiði...