Thursday, June 15, 2006

Fussball

Berlín er undirlögð. ALLT snýst um fótbolta. Var á Vortragsabend hjá bekknum í gær og það var spilað pásulaust í tvo tíma til að missa ekki af leiknum. CREIZÝ. Það er samt alveg fjör, svaka stemming náttlega...Verst að ég er víst skráð í einhvern skóla hérna:-S

Gestagangur er búin að vera gífurlegur, sófinn hefur varla losnað eina nótt síðan ég kom, en það er nú bara gaman. Er búin að njóta þess í botn að sjá Berlín með augum túristans og eiga margar ógleymanegar stundir með yndislegu fólki. Íslendingar eru bara án efa skemmtilegasta fólkið til að vera með!

Annars erróleg og æfingarmikil helgi framundan. Þarf að koma inntökuprófsprógramminu í toppstand því í næstu viku er kammertörn dauðans. Tveir tímar hjá Natöshu og svo Masterclass hjá einhverjum sellista æur einhverjum svakakvartett sem ég hafði samt aldrei heyrt um og við erum að spila :-D Loksins verð ég tekin almennilega í gegn...búin að vera hjá fiðlueikurum að níðast á helgu í tvær annir, ætli ég fái ekki að heyra það núna. Annars virðist það nú ekki skipta miklu máli hjá svona kammergrúppum á hvaða hljóðfæri þau spila þegar þau kenna. En samt soldið skarý sko með svona sellógaur. Men meget spændende...

No comments: