Saturday, May 13, 2006

Berlínin mín

Það var ekki langt frí sem beið mín eftir þessa útskriftartörn heima. Hérna er allt komið á fullt. Ég vogaði mér tveggja daga frí í Köben sem samt innihélt flug þangað og rútu til Berlínar og fékk það sko illilega í hausinn þegar kennarinn minn hringdi fyrsta daginn minn hérna klukkan 10:15 og sagði mér að vera komin í skólann klukkan 11 því þá væri masterclass hjá Heinrich Schiff, hvorki meira né minna. Og svo myndi ég fara í sellótíma í eftirmiddagspásunni!!!! Það var reality-check dagur dauðans! Fyrir utan að það var tríó æfing um kvöldið og þessi dagur átti að vera helgaður Beethoven "ghost" tríóinu því það er smá partur get ég sagt ykkur. Svo ég var óundirbúin í sellótíma og tríóæfingu, hlustaði á vírtúósa skólans í 5 tíma og fékk að vita, eftir leiðréttingar á hverjum einasta takti í hindemith sónötunni minni og tvöföldun allra hraðra tempóa, að ég þyrfti að vera búin að laga allt og getað spilað á vortragsabend í næstu viku, og læra nýjan rómantískan konsert fyrir inntökupróf. Góður dagur!

Annars er Berlín ÆÐI. Veðrið er fullkomið (núna), Dönerarnir opnir allar nætur, hægt að hjóla hvert sem er, borða sushi með helgu og gunnhildi. Svo var ég að uppgötva útisundlaug í miðjum garðinum hérna í hverfinu okkar. Svo þrátt fyrir mikið stress er hér gott að vera :-)

No comments: