Thursday, October 30, 2008

aftur á íslandi

jæja góða fólk sem ennþá villist inná þessa síðu...

ég er semsagt komin aftur til íslands í stuttan tíma til að klára það sem ég byrjaði hérna með sinfóníunni. Það verður nú örugglega bara gaman því mér heyrist á öllu að það stefni í soldið mikla stemmingu þegar við spilum fyrir landsbyggðina í næstu viku. Prógrammið líka skemmtilegt. Beethoven 5 og svona :-)

Annars er ég eiginlega bara soldið eitthvað eirðalaus og svöng en nenni ekki að elda :-)

Wednesday, October 22, 2008

LÜB

Jæja þá er mín komin til Lübeck, er reyndar síma, selló og dagbókarlaus sem er ekki alveg málið, en stundum verður maður bara að fá útrás fyrir sauðnum í sér. símanum og dagbókinni gleymdi ég en fannst of dýrt að taka sellóið með þar sem ég er bara á leiðinni til íslands aftur um helgina:-)

Þetta er hins vegar búið að vera mjög afkastamikill morgunn hérna, búin að redda bara nánast öllu sem ég þurfti að gera. Fæ reyndar ekki selló fyrr en á morgunn til að æfa mig svo það er bara kósý dagur hjá mér núna:-)

Thursday, September 04, 2008

Á Íslandi

Ég er á landinu svo ef þið viljið vita hvað er að frétta hafið þá bara samband...ennþá með sama gemsa og fyrr :-)

Sunday, August 10, 2008

a lifi

ja elskurnar, eg lifi enn tratt fyrir bloggleysi. Er buin ad vera föst uppi sveit i 3 vikur netlaus! Var semsagt a namskeidum fyrst med kvartettinum minum i einhverju klaustri og sidan sjalf hja gamla kennaranum fra berlin. Voda gaman en otrulega mikil vinna og stress...

Er nuna a leid Kongsins Köben ad heimsaekja brot ur fyrrverrandi fjölskyldunni minni of skelli mer sidan med Magnusi brodir til AMSTERDAM i sma menningarfriferd adur en ferdinni verdur haldid a naesta namskeid!

Thursday, July 17, 2008

ferðasaga

Eftir massívan lokasprett á önninni og margra vikna draumóra um frí var lagt af stað eldsnemma á laugardagsmorguninn í lúxushelgarfrí til Prag. Við vöknuðum öll extra snemma til að vera ekki í neinu stressi og vorum komin niður á teina alveg 10 mínútum fyrir brottför þegar við mundum eftir því hvað það er hryllilega vont kaffi í deutsche Bahn lestunum. Stjáni og Jói voru semsagt sendir eftir kaffi. Stuttu seinna kom lestin, við helga grínuðumst aðeins með það hversu fyndið það væri ef strákarnir myndu missa af lestinni og við myndum bara taka skvísudjammferð á þetta, allavega ég fór inn til að passa sætin okkar og Helga mín beið sallaróleg fyrir utan til að nappa strákana þegar þeir kæmu og sýna þeim hvar væri best að fara inn í stálorminn mikla. En hvað gerðist svo?? Allt í einu fór lestin að hreyfast...Ég auðvitað panikkaði, hélt fyrst að hún væri kannski bara að færa sig til en leit svo á klukkuna og sá að það var örugglega ekki keisið. Semsagt ég var á leiðinni ein í rómantíska helgarferð til Prag...Jei! Helga hringdi bálvond í kristján og komst að því að þeir hefðu semsagt líka náð lestinni, hefðu bara stokkið inn þar sem þeir komu niður til að missa örugglega ekki af henni og ekki séð helgsu sem beið trygg eftir þeim á brautarpallinum...Þá var semsagt helga EIN í Berlín! Við stukkum án þess að hugsa út úr lestinni á Südkreuz og komum okkur aftur á Hauptbahnhof þar sem aumigjans kisukalli beið með tárin í augunu. Sem betur fer var lest sem fór tveimur tímum síðar og við þurftum bara að borga smá breytingargjald til að komast með henni.

Í annarri tilraun komumst við alla leið til Prag og örkuðum upp langa brekku þar til glitti í fullkomnum ferðarinnar...Hótelið okkar. Það var mesta snilld í heimi, ekkert klúður þar. Liggur við rætur kastalans í miðbænum með útsýni yfir allan miðbæin. Herbergin okkar voru tveggja erbergja með svaka dívan, sjónvarpi í báðum herbergjum. Þremur baðherbergjum og allt úr gulli og kristalljósakrónur. Kóngasvítur alveg hreint.

Annars er ekki mikið hægt að segja frá þessari stuttu ferð nema að við bara höfðum það alveg fáránlega gott. Túristuðumst eins og vitleysingar og drukkum fullt af góðum tékkneskum bjór. Hann klikkar


aldrei. Stjáni tók "bjór quiz" á belgískum bjórbar og viti menn, hann gat ALLT rétt!! Þar með vann hann sér inn einn bjór og massívt respect á barnum. Fyrir utan þjóðardrykkinn var líka mikið borðað og ekki var það síðra, kanínukjöt, villisvín, gúllash, bakaður ostur og fleira þjóðlegt góðgæti.


Á myndunum er hótelið fína, viewið góða og svo ég að koma út úr litla sæta húsinu hans Kafka þar sem nú eru seldar bækurnar hans á túristaverðum.


Einn Facebook vinur Stjána hitti okkur og sýndi okkur hluta af Prag sem við hefðum aldrei farið eða skoðað sjálf enda hálfgerð "Indiana Jones" ferð um falda náttúru í miðri Prag. Hælar ekki alveg málið!!!

Við stjáni minn erum núna komin heim í kotið okkar í Lübeck og erum að njóta síðustu dagana okkar saman í frí, ásamt því auðvitað að æfa okkur:-)





Thursday, July 03, 2008

fréttir

loksins getur maður bloggað einhverjar almennilegar fréttir. Núna er nefnilega komið lokaplan frir sumarið og haustið líka og ekkert smá plan sko...Vel þétt! Fer á þrjú námskeið, tvær sellólausar skemmtiferðir og verð þá vel tilbúin til að setjast í afleysingarsætið mitt í háskólabíó í tvo mánuði:-) Já þið lásuð rétt, mín er að koma á klakann í heila tvo mánuði að vinna, og ekki nóg með það heldur er þetta skemmtileg sellóvinna sem einnig inniheldur rúmlega tveggja vikna ferð til JAPAN!!!! gaman gaman. Kem reyndar og seint í skólann í haust og þarf líklega að vera stressuð konstant í 3 mánuði til að vinna þetta upp. En skidt, pyt;-)

Núna er önnin hægt og rólega að klárast. Reyndar aðeins of hægt að mínu mati, það er nú komin smá sumarfrísfílingur í mann. helga í heimsókn og 35 stiga hiti og sól...soldið erfitt að einbeita sér en ennþá tvennir stórir tónleikar eftir og eitt kennslufræðipróf svo það er eins gott að halda á spöðunum. Svo verður sellóinu bara skilað til fiðlusmiðs í berlín sem ætlar að passa það fyrir mig svo eg geti djammað samviskulaust í PRAG!!! En þangað til er ennþá vika svo ég þarf að þrauka aðeins lengur...

Sunday, June 22, 2008

PRÓF :-S

Guð minn almáttugur...ég er að fara í próf á morgunn!!! Mér finnst ekki gaman af sellóprófum. Tónleikar geta verið semmtilegir þrátt fyrir tilheyrandi stress en próf eru bara einfaldlega ömurleg. Semsagt mjög gott þegar það verður búið.

Annars virðist ég vera hætt að gefa Stjána mínum "dauða hluti" því um jólin fékk hann líkamsræktarkort með Spa notkun svo það var bæði fyrir líkama og sál. Síðan var ég að enda við að skipuleggja mergjaða paraferð til prag með helgu og jóa í afmælisgjöf handa honum...Það verður enginn smá lúxus á liðinu.
(Bara svona svo að allir séu með það á hreinu á Kristján samt ekki afmæli fyrr en 29. júní en ég er ömurleg í að halda leyndarmálum svo hann veit alveg af þessu.)

Helga sagði mér líka í dag þær yndislegu fréttir að hún ætlar að heimsækja mig í byrjun júlí svo þótt ungfónía hafi stolið af mér stjánanum mínum (eða reyndar keypt hann því þeir borga víst meira en ég:-/) verð ég sko ekki ein:-) Gaman gaman, stuð í LÜB...

Jæja ætla að skella mér yfir til nágrananna og fá lánaðan poppmais. Það er víst ekki hægt að neita sér um fíknina sína svona kvöldið fyrir próf...

Tuesday, June 17, 2008

Fréttainnskot

Bara að láta vita af mér. Svosem ekki mikið að frétta...

kíkti á mömmu og ásdísi, eða gelgjurnar tvær eins og við magnús köllum þær þessa dagana, (ekki illa meint elskurnar) í Köben um helgina. Voða Kósý, maj eldaði alveg jólamat og allan pakkan svo það var bara DK beint í æð. Yndislegt að geta spurt til vegar og fengið hjálpleg og blíðleg svör og versla í búðum þar sem er ekki urrað á mann því maður var ekki búin að telja peningin fyrirfram. Þessi sæla varði reyndar stutt því að þegar ég mætti í rútuna var þýski kúlturinn búin að finna mig og ég reifst við rútubílstjórann í korter áður en mér var hleypt um borð. Hann vildi semsagt endilega láta mig borga honum prívat og persónulega 10 evrur til að fá sellóið mitt með...ég var ekki alveg á þeim buxunum og með mína nýtilkomnu þýsku frekju tókst mér að koma mér útúr því en bara helv... leiðindi alltaf hreint. Óþolandi lið...

Annars er ég bara komin aftur til Lübeck í smá prófstress því það hefur ekki gengið neitt ýkja vel að redda meðleikara fyrir það. Var búin að spyrja endalaust a píanóleikurum en af því að nóturnar eru handskrifaðar þá var bara mjög kalt nei frá öllum. Endaði með að kennarinn minn skipaði manneskju í starfið og við æfðum í fyrsta skipti í dag (sex dögum fyrir próf), henni til mikillar ánægju.

Svo eru inntökupróf hérna í svo þrátt fyrir að manninn minn skuli vera í Berlín
er ég sko ekki einmanna því hjá mér er allt fullt af strengjaleikurum og meira að segja einn fylgifiskur sem verslar og eldar og þrífur og bara alles... Ljúft!

úff , má ekki gleyma fótboltanum sem virðist stjórna tilverunni í Þýskalandi þessa dagana. Kvartettæfingarplanið okkar alveg komið í rúst og ég veit ekki hvað og hvað. En ég er líka alveg búin að sjá það að júní verður miklu meiri partýmánuður en ella ef Þjóðverjarnir komast áfram svo ég hef líka hagsmunum að gæta í þessum málum og fylgist spennt með.

ÁFRAM ÞÝSKALAND!!!!!!!

Wednesday, June 04, 2008

Sex and the City, selló og Gúllas...

Já ég veit, ég er yfirborðkenndasta manneskja í heimi en án gríns...ég elska Sex and the city...þær eru bestu vinkonur mínar og þær voru sko sýndar í bíó Á ENSKU í Lübeck um helgina. Þar endaði lööööng bið. Núna bíð ég bara eftir að hún komi á dvd svo ég geti horft á hana daglega:-)

En nóg um NY gals...

Hér er steikjandi hiti sem gerir það nánast ómögulegt að hitta á nóturnar sínar því ég syndi í svita á gripbrettinu mínu. Spilaði samt í masterklass í gær Christoph Franzius sem var mjög skemmtilegt. Hann er soldið sérstakur gæji, er mjög ungur og lítur út eins og einhver fótbolltastjarna og ásamt því að vera sólósellisti í Ndr rekur hann læknastofu í Hamburg. Lærði víst læknisfræði og tónlist samtímis. Spes...

Svo eru bekkjartónleikar á morgun, ég ætla að spila Chopin sellósónötuna með litlu sætu japönsku píanóleikarastelpunni sem spilar svo fallega...og svo styttist bara svei mér þá í próf. En það verður nú vonandi ekkert hrikalegt. Þarf bara að spila á selló og píanó og það ágætis tími á milli.

En núna verður eldað Gúllas að íslenskum hætti;-)

Saturday, May 31, 2008

weisswürstchen

Í gær frumflutti kvartettinn minn verk á tónsmíðatónleikum í skólanum. Það var nú soldil lhí stemming yfir því en í staðin fyrir villt tónskáldapartý voru okkur fengnar fjórar gæðavínflöskur. Við héldum þá bara sjálf partý sem var bara mjög vel heppnað. Síðan var okkur sko boðið í ekta Bayrisch Weiswurstfrühstück hjá Barböru. Það eru semsagt hvítar pulsur sem maður klæðir úr skinninu og borðar ásamt skrýtnu sinnepi og nýkökuðum Brezel. Hún flutti semsagt sértaklega pylsurnar og sinnepið með sér frá slátraranum sínum í Regensburg. Svo á maður víst að drekka hveitibjór með en svona eftir nóttina voru ekkert allir í þannig stemmingu, þó sumir. Soldið sérstakur morgunmatur en rosa gott verð ég segja, var ekki með háar væntingar þar sem ég lofaði mér þegar ég flutti til þýskalands að ég myndi aldrei éta þessar ógeðslegu hvítu pylsur sem maður sér hérna. Ég vona samt enn að ég fari aldrei í krukkupylsurnar, það er einum of ógeðslegt.

En núna ÆFA SIG!!

Friday, May 23, 2008

jæja þá er það Berlín

Mín ætlar sko að skella sér til Berlínar að njóta vorsins um helgina, en til þess að þetta verði ekki bara tjill er ég búin að boða mig í sellótíma hjá fyrrverandi. (Sellókennara s.s) Eins og venjulega gistum við Stáni á hótel Elfus og Eygló á Gleiminu. Partý, eurovisionsdjam sunnudagstjill og ýmislegt fleira á dagsskrá. Er búin að eiga soldið bissí viku og mun það líklegast halda þannig áfram næstu vikur. Er að spila í einhverju Mozart projekti, sinfonie Concertante með kreizy sólistum í skólanum og svo tók kvartettinn minn að sér frumflutning á kínversku blómi :-)
Einnig styttist í klassenabend þar sem ég ætla að sullast í gegnum Chopin sónötuna mína, gengur alls ekki nógu vel...Gaman að því!

Annars er ég að reyna að skipuleggja námsskeiðsríkt sumar svo ef einhver veit um einhverja góða sellókennara á vappi má endilega láta vita:-)

Sunday, May 11, 2008

sól og sumar

Úff lífið er svo gott! Er reyndar ágætlega einmanna í augnablikinu þar sem að allir vinir mínir stungu af til að fara heim til sín eða í frí eða eitthvað um hvítasunnuna og stjáni er eitthvað að giggast í Dresden. Hefði auðvitað átt að skella mér með honum en mín ákvað að það væri víst komin tími til að æfa sig eitthvað á þetta selló sem ég er að læra á. Svo er samt 30 stiga hiti og sól og ekkert grín að einbeita sér að etýðum með það í glugganum.

Er samt sko búin að vera ýkt dugleg að vakna snemma og vera búin að æfa mig massívt fyrir hádegi (nágrönnum mínum til mikillar ánægju) til að geta eytt eftirmiðdeginum í ræktinni. Þar get ég nefnilega svitnað í svona klukkutíma og skellt mér síðan í laugina og út á þak í sólbað. Það er ekkert smá næs. Þar er útsýni yfir alla Lübeck og fullt af sólbekkjum. LÚXÚS!!!!

Á morgun stefnum við kristján reyndar á ströndina á Travemünde. Tjékka á stemmingunni þar. Fórum alderi þangað í fyrra vegna þess að sumarið kom aldrei í lübeck í fyrra. Semsagt eins gott að nýta það núna:-D

Monday, April 28, 2008

sóðavikan mikla

klukkan er 11.30 og ég er búin að gera massív alþrif á íbúðinni. Kristján smellti sér í burtu í viku og ég nýtti tíman til að sóða eins mikið út og hægt er! Samt er það sko ég sem er takatileftirsig tuðarinn á þessu heimili. Skrýtið. En ég er sem sagt núna búin að hylja öll ummerki um sóðavikuna mína og vona að hún haldi sér í burtu í framtíðinni.

Sit núna í sófanum með morgunmat og kaffi og bíð eftir að gólfin þorni:)

Annars er ekki mikið að frétta. Helgin fór í að spila straussljóðin mín á bekkjartónleikum, gekk bara sæmilega en einhverra hluta vegna langaði mig ekkert rosalega að selebreita og er eiginlega fyrst núna að finna svona eftirstressléttirinn. Og svo var sko kvartettmaraþon í gær. Það er alltaf gaman, en líkamlega soldið þreytandi.

Svo er það bara brahms festival sem tekur við. ENDALAUSAR hljómsveitaræfingar og þar á milli kammer og einleikstónleikar með stjörnukennurum skólans. Ekki amalegt;)

Wednesday, April 23, 2008

held ég sé kannski að tjá mig aðeins of harkalega hérna...

myndi samt annars hella þessu öllu yfir kristján, sem er kannski bara ágætlega feginn að sleppa...

píanónám

Píanókennarinn minn er ein af þessum manneskjum sem hittir alltaf á fínustu pirringstaugarnar í líkamanum á mér...Ég veit hún meinar vel en það er eitthvað við hana sem ergir mig alveg þar til ég fer að iða af pirringi og bræði. Hef ekki misst stjórn á mér ennþá við hana og er nú hálfnuð með píanónámið en ég veit ekki hversu lengi ég held þetta út. Er loksins farin að njóta þess að spila smá á píanó en smámunasemin í henni er svo svakaleg að það drepur niður ALLT! Hún er svo að reyna að kenna mér músík að í staðinn fyrir að ég sé að komast eitthvað áfram er ég alltaf að spila sama einfalda frasann aftur og aftur með annarri hendi því hann er ekki perfectly fullkomlega mótaður og rétt artikuleraður!!!! Get orðið KREIZÝ!!!!!!!

Er semsagt búin að spila á píanó í 2 og hálfan tima því ég mætti fyrir til að æfa mig og svo kom hún hálftíma of seint sem þýðir sko ekki að tíminn styttist heldur bara lengist um hálftíma!!!!!!

URRRR

Monday, April 21, 2008

ein hljómsveitartörn búin

Jæja, þá er ein hljómsveitarhelgi búin. ein eftir...
Þetta voru 15 tímar samtals og þar á milli tróð ég kvartett æfingu og æfingu með meðleikara fyrir bekkjartónleikana næstu helgi! Enda æfði ég mig ekki í mínútu. Það þarf víst að gerast í vikunni...
En mér finnst nú alltaf gaman að hafa mikið af gera. Þá alveg tvöfaldast orkan mín og lífið verður svo skemmtilegt.

Ég hef líka nógan tíma til að æfa mig hérna í rólegheitunum í vikunni. Stjáninn á Íslandi og ekkert að gerast. Dramadrottningarnar hérna hinum meginn við ganginn sjá alveg til þess að mér leiðist ekki :-)

Ég er eitthvað voðalega hæper og überhamingjusöm þessa dagana. Krísur gera manni alveg gott líka. Maður kann svo vel að meta lífið eftir þær að það verður allt tíu sinnum skemmtilegra og betra en áður...

Friday, April 11, 2008

smá lægð

já í gær náði stressið hápunkti, vaknað klukkan 7 til að læra fyrir hið ógurlega endurtektarpróf í Brahms áfangum mínum. Bóklega prófið sem allir fóru í í lok síðustu annar var víst alveg erfitt hafði ég heyrt og hann ætlaði að prófa mig núna munnlega svo ég lærði og lærði. Fullt af flottum orðum sem ég ætlaði að nota til að lýsa hinu og þessu en svo í prófinu fékk ég einhverjar skítaspurningar sem ég gat svarað með einu orði, eins og hvort Brahms hefði skrifað óperur? Hver Joseph Joachim hefði verið? og hvenær hann samdi sína fyrstu? og fleira í þá áttina. Hefði getað lært í svona klukkutíma og náð!!!! pínu pirrandi. Svo var aukatími í kontrapunkti sem ég vissi ekki af svo ég gat ekkert hitað mig upp fyrir fyrsta sellótíma þessara annar þar sem ég ætlaði að reyna loksins að sýna að ég gæti eitthvað í þessari tvígripaballöðu þótt ég hafi sprengt þumalputtablöðruna mína og fengið sár.

EN allavega ég lifði þetta allt af og fór auðvitað á barinn í lok dagsins. Það var semsagt kneipentour fyrir fyrsta árs nema. Þá er farið skipulagðan hring um bari bæjarins og drukkið bjór. Alveg kósý hefð, æji Lübeck er bara næs og kósý, yndislegt að vera hérna.
Í kvöld er svo dinner hinum megin við gangin hjá Maríu vinkonu sem á afmæli. Hún var eitthvað að fýlupokast í gær svo ég lofaði að elda eittvhað litríkt handa henni í kvöld,
það verður semsagt Tandoori kjúklingur og fullt af litríkum salötum:-D

Tuesday, April 08, 2008

stress

Eftir alltof mikið tjill í Berlín er stressið gengið í garð hérna í Lübeck. Skólinn að byrja, endurtektarpróf nálgast, hljómsveitarprojekt með endalausum æfingum því það er sko Brahms Festival og þetta SKAL verða fullkomið. Svo eru bekkjartónleikar sem ég er skyldug til að spila á þar sem ég gerði lítið af því að koma fram á síðustu önn en þar sem ég er nú ekkert með neitt of mörg verk í puttunum eftir fríið er ekkert auðvelt að finna eitthvað til að spila. Ég tilkynnti kennaranum mínum að með mikilli vinnu gæti ég kannski gert einn tvo kafla úr chopin sónötunni minni en nei þá er það ekki hægt því einn yndislegi asíski virtúósinn í bekknum ætlar að spila hana alla takkfyrir! svo ég er í ruglinu...

Ég fór líka með sellóið mitt í viðgerð í Berlín, lét alveg stytta mensuruna um 1 og 1/2 sentimeter. Það er slatti og ekkert rosalega auðveld breyting þó að þetta muni auðvelda mér lífið þó nokkuð í framtíðinni, ásamt því að auka möguleikana á að selja hljóðfærið þegar þar að kemur. Er einnig komin með franskan stól og akkustiskan strengjahaldara og bara allan pakkan. Það er semsagt bara einsog nýtt þessi elska.

Annars bara langar mig að þakka húseigendum á Gleim- og Torstrasse kærlega fyrir gistiplássið í Berlín. Höfðum það ekkert smá gott:-)

Monday, March 17, 2008

berlin er yndisleg

Ta er min buin ad eiga alveg yndislega helgi i bellunni i godum felagsskap Stjana mins og Dönu vinkonu. Vid erum buin ad gera bara meira og minna allt sem er gaman i tessum heimi...Turistast og shoppa a marködum og i mollum, drekka og djamma og borda fullt af godum mat. Audvitad gerdi lestarverkfallid okkur ekkert rosalega audvelt fyrir og vid bunar ad hjola af okkur rassinn en lika nyta okkur kurzsretcke tjonustu leigubila borgarinnar mikid.

Nuna hefst reyndar sma skynsemisvika tar sem verdur bordad hollt og odyrt og aeft sig alveg heilan helling adur en naesta tjillvika hefst med komu magnusar a föstudaginn, tetta verda semsagt godir paskar. Enda a madur tad alveg skilid eftir allt sem buid er ad ganga a sidustu manudi...

Tuesday, February 19, 2008

Kellingaleikfimi og leikskólalíf:-)

Þá er mín er að komast á lappir á ný eftir dramatík síðustu vikna. Tók mjög óvænt og stjórnlaust djamm á föstudaginn og fékk vel að finna fyrir því um helgina.
Núna byrja hins vegar strangar æfingar, kellingaleikfimi og leikskólavinna. Já mamma píndi mig í einhverja kellingaleikfimi í gær og svei mér þá, mín bara með harðsperur í dag, það er bara ansi góð tilfinning. Hef víst gott af þessu:-/ Svo verður ekki slæmt að komast aðeins í sandkassan og rólurnar, leika smá :-D

Monday, February 11, 2008

Ísland

Þá er það ákveðið, ég verð áfram á Íslandi. Er semsagt búin að missa af prófum og alles úti og endurtektarpróf verða að öllum líkindum ekki fyrr en í byrjun næsta semesters, þ.e.a.s í apríl. Kristján er svo mikið á ferðinni þessa dagana svo að það er víst eins gott að ég verði bara hér. Fæ vonandi eitthvað að gera svo mér leiðist ekki of mikið...

Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar en vonandi fer aðeins að birta til, í dag er allavega merkisdagur því hún móðir mín síunga er nefnilega fertug akkúrat í dag. Tilhamingju með það elsku mamma:-)

Saturday, February 02, 2008

sorg

er ömurleg...

Hef ekkert mikið meira að segja um það.

Thursday, January 24, 2008

jæja

Enn og aftur barst bloggkvörtun frá klakanum....

Mér finnst bara ekki svo mikið spennandi að gerast...prófin fara að hefjast, svo núna er bara lognið á undan storminum. Ég er allavega voða róleg núna, en hef á tilfinningunni að það breytist á næstu dögum. Píanóprófið er fyrst, þarf að flytja heil 4 lög á einhvern snilldarlegan músíkalskan hátt svo ég verði ekki rekin úr skólanum fyrir að geta bara spilað barnalög:-/ er reyndar búin að gera díl við nýju nágrannana mína, þær mariu og astrid vinkoinur mínar úr skóla num að þær megi nota þvottavélina okkar og ég má æfa mig á píanóið þeirra...ágætis díll :)

Annars er eitt MJÖG vandræðalegt "próf" að baki. Hélt semsagt í gær mjög flókin og fræðilegan fyrirlestur á þýsku um c-moll trío mendelsohns og greiningu á fyrsta kafla...það voru meðal pínlegustu stundum lífs míns, þesi klukkutími var eins og fimm að líða. Ég þarna að reyna að lýsa einhverju með einhverjum orðum sem ég fann í orðabók og get engan veginn borið fram...stam stam stam. fyrir utan bara almenna vanþekkingu í greiningu sem gerði þetta ekki auðveldara...

En svona er lífið í skóla í Þýskalandi, best að kyngja því bara og reyna á svona stundum að gleyma allri virðingu sem maður hafði fyrir sjálfum sér.

Gaman samt að segja frá því að í næstu viku er ég að spila Strauss ljóð í eigin "útsetningu" fyrir selló og verð bara að fá að koma því opinberlega á framfæri að þetta er fallegast í heimi. (Takk fyrri dísa að benda mér a þetta). Vonandi tekst mér að koma þessu líka þannig frá mér...

Jæja læt þetta nægja, bið bara að heilsa ykkur :)

Monday, January 07, 2008

SELLÓIÐ MITT!!!!!!!

Þá er ég komin heim til mín í Lübeck til sellósins míns yndislega. Skólinn byrjar ekki fyrr en á miðvikudag svo ég hef nokkra daga il að koma mér í spilaform og tíma til að fara í yndislegu ræktina...troðið þar alveg núna eftir jólin. Allir að reyna að hrista af sér jólaspikið, ég ætla að joina. Annars var að koma upp ótrúlega skemmtilegt gigg sem innifelur tveggja vikna ferð til Kína svo ég er að springa úr spenningi. En þetta er alls ekkert allt komið á hreint svo ég ætla að láta það eiga sig að springa fyrr en ég veit meira:-)