Thursday, July 13, 2006

sorgarfrelsið

Eftir ógeðslegt inntökupróf í UDK er niðurstaðan sú að ég komst ekki inní skólan. Frekar fúlt þegar maður er búin að vera að stefna að því svona lengi og nú þegar búin að vera í skólanum í næstum heilt ár, búin að kynnast kennaranum og kammergrúppunni og svona. Þá er soldið leiðinlegt að bara hætta en þannig er það nú bara. Það er nú samt ekki alslæmt því það þýðir að ég get í fyrsta skipti á ævinni bara tekið lífinu með smá ró og ekki verið í alvarlegu námi. Ætla samt í intesíft þýskunám svo ég verði altalandi og skrifandi fyrir næstu inntökupróf sem verða í febrúar býst ég við. Ætla þá að sækja um á sem flestum stöðum en líklegast innan Þýskalands samt. Finnst auðvitað sorglegt að hugsa til þess að maður þyrfti kannski að flytja frá Berlín en það yrði í fyrsta lagi á næstu sumarönn svo planið er að njóta Berlínartilverunnar í botns hér í vetur án Hochschuleorkester og fleiru.

Lífið er samt gott núna. Kristján er fluttur til mín með allar sínar lúxúsgræjur, Jói lúður er í heimsókn og tríóið æfir Ravel af krafti. Það er alltaf gaman að æfa Ravel en geðveik vinna. Varla hægt að segja að honum hafi þótt vænt um hljóðfæraleikara!

Núna erum við heimilisfólkið + Bendik píanisti á leiðinni í smá roadtrip til Leipzig þar sem hún Elfus fiddleschnilingur er að fara að taka fænalránd í Bachkepnninni þar. Lúðumst aðeins í leiðinni og skoðum heimaslóðir Bachs og Tómasarkirkjuna og ekki má gleyma að fá sér ís á Schumann café;)

Bis Später

No comments: