Thursday, December 20, 2007

og það sprakk....

já jólaskapið mitt náði svo miklu hámarki á þriðjudagskvöldið eftir síðasta sellótíman á þessu ári að um nóttin aeinfaldlega sprakk ónæmiskerfið mitt og inn flæddi þessi yndislega inflúensa eða víruskvikindi eða hvað sem þetta er sem er búin að halda mér rúmliggjandi í tvo daga...Hinsvegar verða öll ráð (semsagt pillur, brjóstsykrar og spray) notuð til að eiga góðan dag í berlín á morgun fyrir flugið. Við erum semsagt að koma heim í jólafrí :-) Erum eina ferðina enn að passa hús í grafarvoginum, ekki það sama og síðast en það er alveg með ólíkindum hvað fólk hugsar nú fallega til okkar þegar það ákveður að yfirgefa landið yfir hátíðarnar...

Allavega sjáumst á næstu dögum...

Tuesday, December 04, 2007

vei jólaheimsókn :-)

Kjartan frændi og stelpurnar ætla að kíkja í jólamarkaðsheimsókn um helgina...vei vei vei! Börn til að deila jólagleðinni minni:-) það er soldið erfitt að eiga bara fullorðinsvini svona í desember...

Sunday, December 02, 2007

1. des :-)

var reyndar í gær en ég er þokkalega í jólaskapi. Við erum búin að jólaskreyta hjá okkur hérna á leðurgötunni og bærinn orðin algjört jólaland. Meira að segja búðargluggarnir á leðurgötunni eru komnir með jólalúkkið. Við erum með tvo aðventukransa í ár og bæði lítið jólatré og skreytta grein, ég missti mig aðeins:-/ Við Kristján viljum svo þakka henni ömmu minni Dísu fyrir baka bestu smákökur í heimi og senda mig með út og Ásdísi systir fyrir að smíða hættulegasta smákökubakka ever...það er sko svona jólatré sem á að raða kökum á en það er svo fallegt að við klárum alltaf kökurnar af því strax!

Á föstudaginn var hægt að versla til 24.00 í búðum og á mörkuðum svo það var svaka jólastuð með vel af glöggi og brenndum möndlum. Mér reyndar tókst bara að kaupa eina jólagjöf :-/ (en hún er góð) svo var jólapartý í skólanum í gær, reyndar allt of lítil jólastemming að mínu mati, bara eitthvað police eftirlíkingarband að spila og ekkert dansað í kringum jólatré eða neitt...en það tíðkast víst heldur ekki hérna í Þjóðverjalandi, ekki einu sinni hérna allra nyrst. Sussusvei!

En gleðilega aðventu öll sömul:-)

Sunday, November 18, 2007

bömmernum léttir

þá er allt að komast í ágætis farveg á ný. Ég er farin að borða, tríótónleikar búnir (gengu bara sæmilega), sellótímanum var frestað um nokkra daga sem létti aðeins á stressinu og Kristján er komin heim. Ég er semsagt farin að æfa mig aftur, er reyndar löt í dag því það er sunnudagur og mér er það bara líkamlega ómögulegt að vinna á sunnudögum...Ég er að hugsa um að kenna kristjáni pönnukökukalli um það:-)

Monday, November 12, 2007

gubbi gubbi gubb

Helgin: spilaði í fílharmóníunni í München og kúgaðist á sviðinu í öllum verkunum. Tónleikarnir voru succes og mér til mikilla ama voru tekin 3 aukalög...

Síðan eyddi ég nóttinni uppá hótelherbergi að kasta upp. Daginn eftir sat ég síðan 8 tíma í lest að koma mér heim sem var svona álíka skemmtilegt. Hef ekki komið neinu af viti niður ennþá og er þar af leiðandi ekki í miklu stuði til að takast á við stressý viku með tríótónleikum og enn einum óundirbúnum sellótíma...Það er semsagt bömmer í Lübeck!

Thursday, November 08, 2007

Skemmtilegir tímar

Já það er sko gaman að spila á selló þessa dagana. Alltaf gaman þegar nóg er að spila. Tónleikar með sinfó í Berlín og münchen um helgina. Tríótörn og tónleikar í næstu viku. Mendelsohn c-moll er alveg að slá í gegn hjá mér sko. Finnst það æðislegt stykki (fyrir utan nokkra óþægilega staði sem eru að pirra mig núna) og er líka í áfanga að læra um kammermúsik mendelsohns sem gerir ennþá skemmtilegra að vinan verkin hans. Svo er ég að byrja á nýrri sónöru og má velja mér nýjan konsert. Reyndar sko NÝJAN konsert, tuttugustu aldar konsert en það virðist vera alveg nokkuð margir góðir. Er eftir að skoða þetta betur, kannski meira að segja kemst maður í dussman ef einhver laus tími gefst stutt á morgunn.

Eini ókosturinn við þetta allt saman eru ferðalög, hef því miður takmarkaða þolinmæði fyrir þeim. Lest til Berlínar í dag, þarf að fara beint úr tíma út á lestarstöð, svo er það flug til münchen þá laugardaginn og svo 7 tíma lestarferð á sunnudaginn heim. Ullbjakk...en það þýðir ekki að kvarta yfri því. Nýji I-podinn reddar þessu;)

Bæ the wei, nýji i-podinn minn er á japönsku og ég get ekki breyt því!! Fékk nýjan því sá sem ég keypti bilaði og úps allt á japönsku:-/

Friday, November 02, 2007

Stress og stuð :)

A manudagskvöldid kom eg til Islands kofsveitt og treytt eftir mjög stressandi ferðalag þar sem Deutsche Bahn, sem er nu oftast i miklu uppahaldi hja mer sveik mig allsvakalega med tvi ad vera med tveggja og halfs tima seinkunn a lestarferd sem tekur venjulega ekki nema tvo og halfan tima. Tar sem eg var a leidinni i flug aleidarenda lestarinnar kom tessi seinkun ser frekar oheppilega. Var semsagt komin a Hauptbahnhof i Berlin klukkan 19.25 og var ad fljuga fra schönefeld sem er svona 40-50 minutna keyrsla þaðan, allt eftir umferð, klukkan 20.30 (check in lokar 20.00).
Eg er i fyrsta lagi ekki med kronu a mer þvi eg pakkadi og hljop ut a lestarstöð a 20 minutum eftir simtal mitt vid sinfo sem semsagt redu mig i afleysingar med þessum skemmtilega stutta fyrirvara. Þurfti þess vegna að hlaupa inn i tiu leigubila til ad finna einhvern sem vildi taka kreditkortid mitt og þurfti svo ad hækka og hækka upphædina sem hann matti taka af þvi og lofa ad borga hradasektir og fleira þegar leid a timan. En maðurinn keyrði a hradbrautarhrada a flugvöllinn og for yfir a flestum raudu ljosum sem færi gafst til og tokst ad koma mer a flugvöllinn fyrir 19.58. Klukkan 19.59 stod eg semsagt sveittari en allt vid check-in deskið.
Flugið var svo mjög langt, leiðinlegt og seint svo eg vara vel þreytt þegar eg mætti a æfingu 9.30 morguninn eftir og las af blaði programmid sem var spilad a tonleikum i gær. Vikan var svo einnig mjög stressuð þar sem mer var tilkynnt ad eg ætti einnig ad spila Vorblotid a tonleikum i kvöld og ad þad væri bara ein æfing. En þad sem betur fer reddaðist i gærkvöldi en þa var eg nattlega buin ad sitja sveitt og vonlaus yfir partinum alla vikun (tvo daga semsagt), svo eg var nu ekkert yfir mig vel undirbuin fyrir tonleikana i gær...En það verður tækifæri til ad bæta það upp þvi það verða sko tonleikar i Berlin og Muenchen næstu helgi. Það verður örugglega stuð, annars er bara alltaf gaman að vinna við að spila a sello :-D


Uff eg hef sko ekki bloggað svona mikið i meira en ar svo ætli eg lati þetta ekki gott heita i bili.

Thursday, October 25, 2007

billiard

það er búið að vera frekar dautt í Lübeck undafarna viku en núna er stefnt á billiardkvöld, svo á að skella sér enn eina ferðina enn til Berlínar. Ammlispartý, tónleikar og ýmislegt skemmtilegt.

En fyrst matur! (er semsagt ekki búin að nenna í búðina alla vikunna, er búin að vera á kantínufæði skólans en núna ætla ég að skella mér út að fá mér eitthvað GOTT í gogginn)

Friday, October 19, 2007

Helgarstemming

Enn einu sinni var kvartað yfir bloggleysi :-/

Hérna er vikan að klárast, föstudagar rólegir í skólanum svo maður er bara komin í helgarfílingin og meira segja spurnig um að smella sér til berlínar í eftirmiðdaginn. Þarf hinsvegar að vera dugleg að æfa mig til að mega það :) ætla því að halda því áfram...

Annars eru systkyni mín bæði að keppa í Svíþjóð um helgina svo ég ætla að nýta tækifærið hérna onlæn og óska þeim báðum góðs gengis og í guðanna bænum að meiða sig ekki...

Wednesday, October 10, 2007

ferðalag

Í gær keyrðum við Astrid vinkona 500 km til að sjá Rigoletto með kristjáni í flensburg. Þetta hefði reyndar ekki þurft að vera svona langt en við keyrðum 80 kílómetra í vitlausa átt og þurftum að snúa við þar. Við semsagt enduðum með að sjá einungis 2. og 3. Akt af Rigoletto í flensburg. En mér tókst einnig að stela nokkrum kossum svo þetta var allt saman þess virði:)

Ágætis ævintýri fyrir tvær óvanar á pínulítilli opel druslu á hraðbrautum þýskalands....

En núna er sko skólin byrjaður á milljón og miðvikudagar verða þokkalega ekki vinsælir hjá mér í vetur. 2 tveggja tíma fyrirlestrar um rómantíska tónlist (annar brahms almennt og hinn Mendelsohn kammermusik) reyndar allt mjög áhugavert en mjög fræðilegt og á þýsku takför og síðan dauði hverrar viku: PÍANÓTÍMI :-S

Wednesday, October 03, 2007

komin hitt "heim"

Þá er ég aftur komin til Lübeck og byrjuð í skólanum og alles. Það er náttlega bara yndislegt og hér er sko gott að vera. Fallegt veður og gott fólk. Held að þetta verði bara hin fínasta önn. Hins vegar þarf ég að vera rosalega dugleg að æfa mig til að bæta fyrir æfingarleysi í "fríinu" en það voanandi reddast. Fyrsti selló og píanótíminn ekki fyrr en í næstu viku svo stressið er ekki farið að hellast neitt alvarlega í mann.
Í dag er hins vegar frídagur í Þýskalandi (Tag der deutschen Einheit ,hvorki meira né minna) en það virðist ekki hafa nein áhrif á æfingar og er stenft á hálfs dags kammeræfingu sem fer að hefjast hvað og hverju. Við erum að æfa Mendelsohn c-moll tríóið sem er æði, en ég sakna samt Helgu minnar og Bendiks og bestu kammertímum í heimi...

Jæja elsku fólk sem ennþá flækist inn á þessa síðu, hafið þið það sem allra best :-)

Wednesday, August 08, 2007

VINNA!!!!

Jæja þá er mín komin heim á klakann, sest við skrifborð og byrjuð reikna...

STUÐ :-D

Monday, August 06, 2007

namskeid

Jaeja, ta er namskeidid buid. Her er buid ad vera mjög gaman og laerdomsrikt. Fullt af tonleikum og sellotimar a hverjum degi. Brjalad ad gera semsagt en sidasta helgin roleg og ta var sko farid ad bada. Tad er otrulegt ad liggja i solinni og synda i 1000 metra haed og med utsyni yfir alpana...
Hins vegar er ekki svo gaman ad vera solbrunnin og med 15 mybit a fotunum!!!
Eg er hryllilega vinsaelt fodur.

En a morgun kem eg heim....vei :-)

Thursday, July 19, 2007

alein í kotinu

já þá eru allir farnir frá mér. En það er samt bara ágætt því það eru sko harðar æfingarbúðir á leðurgötunni þessa vikuna. Er allavega ekki farið að leiðast ennþá, enda ekki orðin klár.

Fjölskyldyfríið var yndislegt, sáum fullt og fengum ALLS kyns veður. Það er víst ekki hægt að lát sér leiðast með þessari famelíu. Mikið hlegið, öskrað, pirrast og auðvitað einstaka "kúlmissir".

Hins vegar er ég með mýbit eftir einhverja austurþýska mýflugu!

Wednesday, July 11, 2007

sumarfrí!

Sumarfrí, sumarfrí, sumarfrí!!!!!!


Skítaveður í þýskalandi...

Friday, July 06, 2007

Stjáninn farinn

Já þá er hann Kristján minn farinn frá mér í heilan mánuð. Í stað hans koma reyndar 6 yndislegir staðgenglar sem ætla að vera með mér í ljóta veðrinu í Þýskalandi næstu 10 dagana. Það er semsagt fjölskyldan Hlíðarhjalli + amma og afi.

Svo er þetta blessaða semester að taka enda, etýðuvorspielið búið, úff það var nú meiri hryllingurinn...Svo nú er það bara að dúlla sér í viku í viðbót í skólanum áður en fríið skellur á. Ætla að rúlla með famelíina í austurátt í nokkra daga áður en æfingarbúðir frísins taka við.

En ekki örvænta elsku fólk sem er ekki að koma að heimsækja mig, ég mun láta sjá mig á fróni í ágúst í líki háttvirtrar skrifstofudömu.

Friday, June 08, 2007

Berlín

Nú er loksins komið að hinni miklu berlínarferð okkar Stjána, erum búin að hlakka til síðan við fluttum til Luebeck. Nei ég segi svona...Allavega verður yndislegt.

Búið að vera massamikið að gera svo við eigum það þokkalega skilið að taka góða hangsihelgi og gera allt sem okkur finnst gaman í berlín. Ásamt því að spila yndislega falleg lög fyrir hóp af íslenskum læknum auðvitað.

Lestin fer af stað eftir smá...

Wednesday, May 30, 2007

indverskt húsráð

Malasískur félagi minn sagði mér í gær að við magapínu eiga indverjar það til að fínsaxa lauk, troða honum í naflan og vefja svo magaborða utan um!

Spurning hvort þetta virkar...

Tuesday, May 29, 2007

góð helgi búin, stress helgi framundan...

Já helgin var svo sannarlega skemmtileg...vorum með útlendingapartý, fyrir þýskubekkinn hans kristjáns. Þar komu 16 manns, enginn frá sama landi. Mjög athyglisvert, fengum að smakka bæði kínverskt og írakst góðgæti í eftir og fengum eitthvað voða spes áfengi frá dijon héraði í Frakklandi að gjöf. Þar sem að stendur 45% á flöskunni hef ég ekki ennþá lagt í að smakka það...En mér skilst að það eigi að blanda það með vatni:-S

Svo buðum við tónlistarliðinu í afgang og póker á sunnudagskvöld. Svosem engir harðir pókerspilarar þannig að þetta var nú bara gaman og mjög kósý. Við bjuggum nenfilega til súpu oní svona 100 manns myndi ég giska á...erum sjálf semsagt búin að borða súpu í þrjá daga, alltaf verið með einhverja félaga í mat og erum samt með fullan frysti af súpu! Góð súpa samt...

Í gær byrjaði svo heilsuátak guðnýjar og hreyfingarátka Kristjáns. Við hlupum semsagt saman hringinn í kringum eyjuna okkar. ótrúlega fallegt og bara gaman þegar maður er svona tveir saman. Þá er ekkert í boði að vera að aumingjast neitt. Vorum samt bæði alveg búin að því...erum í hryllilegu formi. En nú á að bæta úr því.

Jæja söngvaraliðið uppi er farið að láta heyra verulega í sér. Ég tek það sem merki um að ég eigi að fara að æfa mig. Er sjálf á leiðinni í söngtíma á eftir:-) Það er svo gaman, en ég er svoooooo léleg.

Bis später

Saturday, May 19, 2007

Smá fréttir

Ekki svosem mikið að frétta héðan. Er bara að æfa og æfa. Alveg tvö sellóvorspiel á næstu vikum og kammer í þessari viku. Svo er kennarinn minn með regluleg etýðudauðavorspiel. Eitt svoleiðis tileinkað Popper verður 5.júlí og þar er SKYLDUetýða takför og ein að frjálsu vali. Með þetta skyldu dót er ég ekki alveg búin að fatta sko...hljómar einsog samkeppnismyndun stefna. Hmm...Hver veit, kannski er dýpri tilgangur.

Annars var ég að skrifa minn fyrsta fyrirlestur á þýsku/guðnýsku. Um mína reynslu af tónleikastressi og ráðum gegn því. Í næstu viku verður svo fluttur einn slíkur um hryggjasúlu og mjaðmabein. Verður mjög áhugavert...

Thursday, May 10, 2007

Jæja

Þá er komið að því . Blogg!

Hef ekki verið neitt voðalega dugleg að blogga undanfarið enda ekki mikið um að vera nema bara að æfa æfa æfa á píanó og selló. Píanókennarinn minn er sá metnaðarfyllsti sem ég hef kynnst, gerir meiri kröfur en sellókennarinn í augnablikinu. Sellókenanrinn er soldið furðulegur þýskur kall sem manni langar ekkert endilega að lenda uppá móti en hann virðist vera nokkuð ánægður með vinnu mína hingað til en svo er bara eins gott að haga sér!

Svo er ég líka að eignast nýja vini sem er voðalega gaman. Sakna samt auðvitað "famelíunnar" í Berlín. er aðallega komin með ógeð af að tala þýsku. Er orðin voðalega klár í tjattinu en er að verða geðveik á að stama og beygja vitlaust og svona. Verður voðalega þreytandi og ¨nervig" til lengdar. En ég á þolinmóða vini...

Vá hvað þetta er leiðinlegt og andlaust blogg. Vonandi kemur andinn yfir mig einhverntíman í vikunni.

Wednesday, April 25, 2007

Brjálað að gera

Já nú er BRJÁLAÐ mikið að gera og ekki einu sinni allt byrjað enn. Þetta er verður voðalegt en gaman :)

Svo er sko þokkalega komið sumar 25 stiga hiti og sól.

Hef ekki tíma fyrir meira bloggerí. Meira seinna.

Thursday, April 12, 2007

stuð í lübeck

Núna er allt að verða komið í gang hérna. Er búin að finna ér píanóleikara og tríó. Byrjuð í öllum tímum nema píanói. Rosa margt spennandi að gera. Finnst gaman í öllu eiginlega, er í einhverjum stresslosunartímum, rythmik, söng, tónheyrn (sem ég ræð við ;)), heimstónlistarensamble sem er ógeðslega gaman þótt ég sé ekki með mikla þjálfun í impróvisation og þar af leiðandi ekki sú besta en geðveikt fjör, tangó, klezmer og afríkanskt workshop á næstunni. Allavega gaman gaman gaman.

Hins vegar er ég að fara að láta mig hverfa héðan og ætla að skreppa heim að ungfóníast aðeins og hitta vini og famelí. Það verður líka gaman. Þarf bara að læra nokkra hljómsveitarparta fyrst ;)

Sjáumst. Kem seinni partinn á morgunn svo hafið samband elskurnar...

Friday, April 06, 2007

Guðný hin ex-laglausa

Í bachelor námi í Lübeck er skylda fyrir öll hljóðfæri að vera 2 annir í söngtímum. Þetta er aðallega hugsað til þess að hljóðfæraleikarar ná stjórn á öndun og til að skilja mismunandi "Klang" eins og kennarinn minn orðaði það. Semsagt mjög sniðugt.
Ég hef bara ekki verið þekkt fyrir mikla sönghæfileika eða samkæmt tónheyrnartímum eiginlega bara enga. Svo ég var náttlega á nálum fyrir fyrsta söngtíman sem var bæ the way klukkutími því ég er að fara til íslands og missi út tíma. En Ó MÆ GOD, þetta var ekkert smá gaman. Er hjá snilldarkennara, hef aldrei sungið tónstiga með svona rosalegri innlifun og tilþrifum áður. Fílaði mig í tætlur. Var auðvitað rammfölsk og skvíkhljóðin alveg í hámarki á háu nótunum. En gamangamangaman :)

Wednesday, April 04, 2007

Leðurgatan

Er yndisleg í alla staði eins og einhverjir hafa lesið á Stjánabloggi. Skólinn virðist vera æði en þetta er massanám. úffedí úff... En lítur ógisslega spennadi út. Og allir æðislegir. Er strax búin að kynnast fullt af fólki, á þýsku takför, og líst mjög vel á stemminguna

Flutningar gengu mjög vel fyrir sig þegar upp var staðið og núna er adressan okkar er semsagt Lederstrasse eða Leðurgata sem á vel við því útsýnið er yfir 3 ofuræsandi kynlífsbúðir og bíó...Ekki svo gaman af því en mikið aðhlæjuefni samt.

Pabbi minn á skilið hrós og mikla samúð fyrir dugnað og vægast sagt ömurlegt heimflug. Allir sem hann sjá eiga að kyssa han nog knúsa hiklaust!

Allavega sellótími á eftir. Verð víst að æfa...

Saturday, March 31, 2007

Ferðalag

veiveiveivei, ég er að koma til Íslands....

Er samt í algjöru flugveseni. En þetta verður bara að ganga upp. Getur einhver hýst mig í London 10.-11. apríl????????


Er búin að sitja við tölvuna í ALLAN dag að reyna að finna út úr þessu. Tíminn alveg flýgur í burtu bara. Ætti svosem að vera að æfa mig fyrir nýju spennandi sellótímana mína. En það verður að bíða. Þetta er of spennandi...

Monday, March 26, 2007

Engill

Ég held að pabbi minn sé engill :-)

ofmetnaður

Næsta vika verður rosaleg eða það vona ég allavega. Er búin að venja mig samt á mjög hæg vinnubrögð síðustu mánuði þar sem ég hef haft allan tíman í heiminum til þess að æfa mig. Alltaf gott að taka þannig tímabil en núna er semsagt komið að því samt að mig langi til að taka upp fyrri vinnubrögð þar sem ég næ að æfa fullan vinnudag en líka ná að gera ýmislegt annað.

Þar sem þetta er síðasta vikan mín í berlín er mjög stíft menningarprógram. Ætla að komast allavega einu sinni í óperuna. Helst á tónleika, en er ekki ennþá búin að finna réttu tónleikana. Svo eru allavega tvö myndlistarsöfn, helst fleiri sem mig langar á.

Næturlífið var semsagt tekið núna síðustu helgi svo það þarf ekki að hugsa um það meira ;)
Það var semsagt uppselt á Madame Butterfly sem við ætluðum á á laugardagskvöldið svo við Dísa bara skelltum okkur út á lífið, mikið dansað og MIKIÐ fjör.

Svo þarf víst að pakka búslóðinni! Hélt það yrði ekkert mál, en er nú þegar búin að pakka í 5 blýþunga kassa og það sést ekki högg á vatni. Svo já það kom smá nett pirrings/stressáfall um 1 leytið í nótt þegar ég komst að því að ég hafði sett kassana vitlaust saman og það hrundi allt úr þeim þegar ég lyfti þeim, sem ég gat með naumindum gert!

Allavega best að koma sér í gang. Æfi æfi spæfi og svo er það deutsche Guggenheim í eftimiðdaginn. (ókeypis inn á mánudögum)

Thursday, March 15, 2007

fréttir

Ákvað að skella inn smá fréttum af síðasta mánuði berlínarlífsins. Hefur svosem ekki mikið gerst en við Magnús tókum massatúristahelgi í geðveikt góðu veðri og skapi. Síðan leigðum við Stjáni bíl og keyrðum til Lübeck að skoða íbúð sem var bæ the way æðisleg og við fáum hana líklega:-D Svo fór ég í endajaxlatöku í gær og var undibúin fyrir svaka aðgerð þar sem neðri jaxlarnir liggja illa og farnir að ýta verulega á neðri tanngarðinn. Fór til hans í desember og þá sagði hann mér að þetta væri soldið stór aðgerð og ég þyrfti að taka mér tvær vikur í frí. Fannst svo eitthvað skrýtið hvað hann vara eitthvað tjillaður kallinn þegar ég kom í gær, þá sagði hann að þetta tæki bara korter að gera og einn dag að gróa. Kom svo í ljós að hann tók báða efri! Sem var ekkert mál því þeir voru komnir hálfa leið niður og ég er nú þegar búin að jafna mig:-). Er reyndar stökk með þessa neðri og hef þá ekki tíma til að láta taka neðri fyrr en eftir næsta semester.

Thursday, March 08, 2007

Íbúð til leigu

Jæja þá er uppsögn á íbúð gengin í gegn. Væri samt best að þurfa ekki að borga leigu í 3 mánuði í viðbót svo við erum að leita af einhverjum að taka við sem fyrst. Vonandi að það gangi. Látið vita kæru lesendur ef þið vitið um einhvern sem myndi vilja búa í húsinu mínu hérna í Berlíninni minni sem ég mun sakna endalaust :(

Sunday, March 04, 2007

VALIÐ

Jæja, ég komst semsagt inn í Freiburg og Lübeck. Nú er það bara að velja :-S

Wednesday, February 28, 2007

BÚIN!!!!

Ég er semsagt búin í inntökuprófum. Er samt ekki alveg komin í svona eftirtarnargírinn þótt mér hafi tekist að tjilla nokkuð vel í morgunn. Horfði á 3 ER þætti! Langar bara mest að komast í gang með að æfa aftur og þannig. Það er ekkert gaman að vera búin í inntökuprófum þegar maður er ekki búin að fá svör. Þetta er allavega ekki sama tilfinning og vera búin að spila stóra tónleika...Inntökupróf eru líka leiðinleg og eiginlega bara deyfandi. Lífsgleðin alveg bara lekur úr manni. Mars verður samt fínn, fer í skipulagningar og vonandi flutningar. Fer svo líklega í massaendajaxlatöku og fæ bróður minn í heimsókn!! Er búin að vera að bíða eftir því síðan ég flutti og núna er hann loksins að koma og við ætlum að skoða alla berlín á einni helgi :)

Wednesday, February 21, 2007

þreytt

jeminn hvað ég er orðin þreytt á þessu inntökuprófsrugli. Er ekki að fatta af hverju þetta er svona erfitt. Allavega ég á bara eitt eftir og svo ætla ég að hitta einn kennara sem ætlar líklega ekki að taka inn nýja nemendur og hefur ekki tíma til að hitta mig fyrr en eftir lübeck prófið. En hann vill endilega hitta mig samt í Hamburg! frekar skrytið, en þrátt fyrir mikla þreytu á fyrstu blaðsíðunum í þessum verkum þá er lika soldið frustrasjón í gangi því ég er búin að fa 3 nei og ekkert já svo ég ætti að vera að halda mér við efnið en er eiginlega bara alveg komin með nóg. Tokst líka að skemmileggja bogan minn daginn fyrir freiburgpróf en hann hann var lagaður í gær. Samt nenni ég ekki að æfa mig i dag. Finnst allt óþægilegt og skrýtið. Svo ætli ég taki ekki bara tjil mð gróu í dag sem er að klára sitt siðasta próf í dag. Svo er sko saltkjöt og baunir túkall hjá Helga og Freydísi i kvöld :-)

Annars langaði mig bara svona til að þakka vinum mínum opinberlega fyrir yndislega gestrisni síðustu vikur. Er buin að hafa að ótrúlega gott. Fyrst hja Guðrúnu Dalíu við konunglegar móttökur, síðan i fína húsinu hennar gyðu þar sem munnræpur réðu ríkjum. (Gyða er nefnilega lika sellólúði ;) og frábær vinkona) og núna a Schwarzwaldstrasse þar sem ég er i líki Elfu.
Svo vonast eg bara til að geta hitt kærastann minn aðeins bráðum, áður en eg gleymi hvernig hann lítur út...

Saturday, February 10, 2007

lagt í langferð

þá er komið að ferðalaginu mikla. Er að fara til Stuðgarðs á morgunn og svo beint þaðan til Freiburgar. Engar skemmtiheimsóknir svosem, er að fara að háskólatúristast eins og kennarinn minn orðaði það. En er að fara í heimsókninr til góðra vina svo þetta verður líka gaman.

Við Helga höfum oft talað um það hvernig við misstum "kúlið" í Berlín. Höfum þurft að gera ýmisslegt hér sem við hefðum kannski ekki gert heima, eitt af því er til dæmis þegar við fórum með 30 fermetra af gólfteppi fyrir æfingarherbergið með okkur í lestina og helga settist á gangstéttarkant og beið með það meðanég fór heim og náði í hjólið! Við mamma upplifðum slíkt hið sama í vikunni. Við keyptum bedda í höffner og vissum ekki hvernig átti að koma honum heim, sáum enga leigubíla og ég var inneignarlaus svo við tökum hann úr umbúðunum á bílastæðinu, skrúfum undir hann hjólin og rúllum honum heim...Síðan fer hún mamma mín í árshátíðarkjólaleit, mátar gallaðan kjól í Mangó og endar með því að það þarf að klippa hann utan af henni því rennílásinn var ónýtur...Á leiðinni heim úr þeirri bæjarferð brotnar svo lykilinn af hjólinu mínu inní lásnum og við dröslum hjólinu læstu í lestina og alla leið heim eins og verstu þjófar... Gamanaðessu!

En í kvöld ætla Dísa, Guðný og Bendik að koma í afganga í hreina og velskipulagða húsinu mínu:-)

Wednesday, February 07, 2007

hálfnuð

þá er maður hálfnaður með þessi próf. Ennþá þrjú eftir. Þetta tekur vel á skap og taugar. Komst ekki inn í hans-eisler og spilaði langt frá því fullnægjandi í Udk í gær. Var einhvað miklu stressaðri þar en annars staðar. Örugglega bara af því að ég þekki alla þar og er SKÍTHRÆDD við þá til að segja alveg einsog er. Og það kom greinilega fram í Haydeninum mínum :-S

Annars eru mamma, amma og ásdís í heimsókn. Mamma er búin að pússa og sótthreinsa hvern fercentimeter og raða hverju einasta bréfsnifsi sem til er í húsinu. Búið að kaupa box og körfur handa öllu...Þetta kallast semsagt frí hjá henni! En þær eru yndislegar og við höfum það ótrúlega gott. Þvílíkur lúxus á manni.

Tuesday, January 30, 2007

Detmold

...er krúttlegur bær ekki eins langt frá Berlín og ég hélt. Fór semsagt þangað í gær til að spila inntökupróf í dag. Fékk gistingu hjá nemanda í skólanum sem var kínversk og bjó á Woldemortstrasse! Hún var MJÖG indæl við mig en ég kannski ekki alveg hressasta manneskjan til að kynnast á íslensku/kínversku blönduðu þýsku svona kvöldinu fyrir próf. En hún setti á fallega jólatónlist sem var soldið súrt en það var víst uppáhalds þýska tónlistin hennar!

Ég komst því miður ekki áfram í þessum skóla enda bara tveir heppnir af mörgum mörgum hæfileikaríkum sellistum sem gerðu það. En það er stappast í mig smá stál. Held alveg a´ð maður geti vanist stressi og svona leiðindaaðstæðum...naut þess meira að segja pínulítið að spila haydeninn minn fyrir þetta lið (þótt reyndar bach hafi klúðrast soldið vel tónlega séð). En þetta er allt að koma.

Svo átti ég bara yndislegan dag með sjálfri mér á labbi í Detmold sem er ótrúlega falleg en kannski ekki mest spennandi borg í heiminum. Ótrúlega fallegur hallargarður og litlar göngugötur og gönguleiðir út um allt.

Bis später...

Thursday, January 25, 2007

eitt búið....FIMM eftir

Inntökupróf hafin!!! Fór í fyrsta prófið mitt í dag. Það var í Hans-Eisler í Berlín. Ég var stressuð og ekkert ýkja góð en panikkaði ekkert alvarlega svo þetta vara bara jákvæð reynsla. Ég allavega komst "áfram" en veit ekkert meira.

Átti annars mjög kósý dag með sjálfri mér þegar þetta var búið og hitti svo Guðnýju hina og Dísí á æðislega sushi pleisinu með færibandinu...

En núna er bara svefn og æfingar fyrir næsta próf!

Sunday, January 21, 2007

blómabörn

já berlín er og verður alltafsmá hippaborg. Þegar ég flutti á Wiesenstrasse var tóbakssjálfsali, örugglega síðan fyrir stríð á húsinu, við hiðina á inngangnum. Hann var síðan fjarlægður fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég hef svosem ekki saknað hans mikið en hann skildi eftir sig frekar ljótan skítablett á stærð við sig á veggnum. Svo núna þegar ég var að koma heim úr æfingarherbreginu mínu, um sirka 23.00 á staðartíma, er ekki bara stelpa mætt með pallettuna og farin að mála blóm á vegginn... Reyndar er gatan mín sama sem ekkert upplýst svo ég sá ekki nákvæmlega smáatriðin í þessu listaverki en hún bauð kurteisislega góða kvöldið og spurði hvort mér væri sama.

Allavega, annars er ekki mikið að frétta af mér. Er farin að getað æft mig, er orðin sérfræðingur í umbúðum og plástrum af öllum tegundum og gerðum. Ef ég kemst ekki inn í skóla get ég kannski snúið mér að plástraiðnaðinum...

Thursday, January 18, 2007

oooo

ooo ég skar mig í alvörunni í puttan og það er ekki gróið :-(

Blekking

Í dag fór ég í hádegismat til Helgu Þóru í þeim tilgangi að spila í gegn fyrir hana. Á leiðinni keypti ég beyglur. Svo kom að því að borða og þá þurfti að skera þær. Þá skar ég þvert í gegnum 1.puttann minn!!!!!!!!!

Hröð viðbrögð Helgu gerði það að verkum að ég er enn á lífi því áður en ég náði að panikka, gráta og taka andlegt kast dreif hún mig út og er búin að vera með skemmtiprógramm það sem eftir er dags. Við kíktum í bæin og í eplaköku til Freyju, borðuðum núðlur og horfðum á vídeó.

Ég er samt núna komin heim í háttinn og lifi enn í þeirri unaðslegu blekkingu að ekkert hafi gerst og ég vakni í fyrrmálið og puttinn sé búin að gróa og ég geti þurrkað þennan dag úr minni mínu. Ef ekki megið þið kæru lesendur gjarnan byrja að leita að plássi á góðu hæli fyrir andlega veika...

Tuesday, January 16, 2007

Komin hitt heim

Ég er komin til Berlínar þar sem bíða mín ekki neitt rosalega skemmtilegar vikur þar sem ég er Stjánalaus og með brjálað inntökuprófsstress. Er samt að reyna að taka þessu létt, það hlýtur einhver kennari í einhverjum af þessum 6 skólum að sjá eitthvað örlítið spennandi við mig. Fór í sellótíma í morgunn og fékk raunveruleikasjokkið. Samkvæmt kenningum Niykos þarf maður að spila FULLKOMIÐ, ALLTAF! Allavega það verður semsagt markmið vikunnar ;)
Hef ró og næði hér til að koma þessu í lag vona ég. Allavega ég ætla ekkert að gera næstu daga og vikur nema að undirbúa þetta svo ég geri ráð fyrir að þetta blogg verði ekki mikið spennandi þetta tímabil. Reyndar fór dagurinn í dag í stússerí eftir langa fjarveru. Á samt ennþá eftir að hringja nokkur símtöl og klára að pakka upp.
Kom jólunum mínum fyrir í þremur plastpokum í dag. Jólaskrautið mitt tók frekar vesældarlega á móti mér í gærkvöldi. Og eitt mjög gott og mikilvægt verkefni dagsins var að borða sushi með helgu minni í hádeginu...langþráð það eftir allar þessar kjötveislur.
Elsku Ísland og allir: Ég sakna ykkar strax!!

Saturday, January 13, 2007

Panik!!!

Jæja ég berst enn við sviðskrekkinn. Er í fínu jafnvægi annars og kann held ég allt sem ég á að kunna fyrir þessi inntökupróf en þarf eitthvað að finna lausn við fyrstu mínútna panikinu sem virðist er svoldið alvarlegt. Það kom aftur núna þótt að ég sé komin yfir flesta mína komplexa síðan í fyrra og hefur gengið nokkuð vel að koma mínu frá mér í vetur. En ætli þetta komi ekki bara með æfingunni. Þarf bara að vera dugleg að setja mig undir mikið álag og spila rosa stressuð og svona. Verð orðin góð í svona þriðja inntökuprófinu;) Þá verð ég komin í stressþjálfun vonandi. Allavega þúsund þakkir fyrir að mæta og gera mig stressaða:D

Monday, January 08, 2007

Rennsli

Núna er akkúrat mánuður síðan ég bloggaði síðast. En ég er á Íslandi svo fólk getur nú bara hringt ef það vill heyra fréttir af mér. Verð hér í akkúrat viku í viðbót. Flýg semsagt til Berlínar 15.janúar.
Annars er ekki mikið að frétta nema að ég er komin á fullt í einhverja kírópraktors meðferð, læt braka allsvakalega í rifbeinum og fleiru annan hvern dag núna og er að æfa mig eins mikið og mögulegt er með því. Þetta virðist vera að virka svo ég er glöð :D

Svo langar mig til að bjóða þeim lesendum þessa blogs sem ennþá hafa trú á því eftir allt þetta bloggleysi að koma og hlusta á mig spila í gegnum inntökuprófsprógrammið mitt á laugardaginn klukkan 16 í salnum í Listaháskólanum. Matthildur ætlar að spila með mér skemmtilegasta og heilbrigðasta sellókonsert í heimi nefnilega haydn C-dúr og svo verður eitthvað einleiksgotterí á borð við bach og hindemith og svoleiðis á dagskránni. Þetta er ekkert rosalega langt og það væri yndislegt að fá sem flesta svo ég verði nú almennilega stressuð fyrir þetta;)