Thursday, September 28, 2006

ruglukolla

Þáer maður komin til Berlínar. Kom á mánudaginn en var fyrst að komaheim til mín og getiði afhverju?? Guðný snillingur gleymdi auðvitað húslyklunum sínum á íslandi og hann elsku stjáni minn er fastur í Köben fram á sunnudag! Sem betur fer á ég nú góða að hérna svo ég fékk að kúra í rúminu hennar helgu meðan hún var í París. Bendik var heima ti að hleypa mér inn. En shit hvað mér er búið að leiðast. Er búin að þurfa að bíða þar eftir sendingu með lyklunum, ætlaði sko ekki að taka sénsinn á því að missa af þeim pakka sem átti að koma í gær en kom ekki fyrr en í dag.
Stalst reyndar út í gær með Heather(einu ekki tónlistarvinkonu minni hér) og kíkti á Weinerei, það er yndislegur staður. Maður borgar 1 evru fyrir glasið þegar maður kemur inn og svo eru bara vínflöskur og ólífur á borðunum og enginn að fylgjast með því hvað maður drekkur. Svo setur maður bara samviskusamlega pening í bauk á leiðinni út, eftir því sem manni sjálfum fannst maður drekka mikið. Ótrúlega næs og af því sem ég hef heyrt gengur bara vel með svona staði hérna. Þeir eru allavega orðnir þrír talsins. Er ekki viss um að þetta myndi virka heima... .

Allavega Helga mín er komin, ég er komin heim í unaðslega húsið mitt sem er yndislegra en mig minnti. Svo kemur dísa á morgunn og biðin í Kristján styttist ört. Svo lífið er gott á ný :D