Sunday, January 22, 2006

Kúkað í þvottahúsinu

Í kvöld afskrifaði ég endanlega að þvo þvott í Berlín. Hef borið mjög blendnar tilfinningar gangvart þvottahúsi hverfisins sem er nokkuð langt í burtu, dýrt og subbulegt. Í kvöld hins vegar lenti ég í því að automatinn át peninginn minn fyrir tvær af þreumur vélunum mínum. Ég hringdi í notfall nr. og var tilkynnt að þýskri hefð að ég gæti ekki annað gert en fyllt út kvörtunareyðublað sem ég fyndi í einu horninu. Ég æsti mig pent á minni príma þýsku en neyddist til að hanga í þessu skítapleisi þangað til þessi eina vél mín kláraðist. Þegar ég ætlaði að fara að setja hana í vinduna stendur róninn, sem á heima í þvottahúsinu (og fer oftast mjög lítið fyrir), upp og pissar bara fyrir framan mig. Mér ofbauð vel af þessari hegðun hans og fannst að nærvera mín ætti skilið meiri virðingu en þetta. Ákvað samt bara að láta eins og ég hefði ekkert séð og ignora nöldrið sem virtist vera að æsast aðeins en sný mér svo við....og getiði hvað, minn bara búin að leggja dagblöð á gólfið og sestur í kúk!!!!!!!!!!

Guðný hljóp heim í 12 stiga gaddi með rennandiblautan þvott og fullt af skítugum þvotti og viti menn, mistígur sig í tröppunum heima. Svo nú er ég fötluð, skítug og gjörsamlega ofboðið.
Þennan prís borgar maður fyrir að þykjast vera orðin nógu stór til að flytja að heiman!

No comments: