Wednesday, October 18, 2006

komin tími á blogg hmm?

já það er sko aldeilis komin tími á blogg.Alveg fullt búið að gerast. Engjagatan er orðin skínandi fín og mubleruð. ALLIR hlutir eiga stað núna. Það er góð tilfinning. Svo var partýhelgin mikla. Eftirtóneikadjamm á föstudaginn hjá kalaidoskóp og svo partý hjá helgsu í tilefni heimsóknar þriggja stærstu djammaragellum Íslands á laugardag. Brjálað að gera semsagt. Og bæ the wei krakow var æði. Eini almennilegi minjagripurinn sem ég kom með heim er reyndar bara MJÖG óhugnalega bók um Auschwitz. Alveg hryllingur að lesa þetta. Úff úff og aftur úff. En frábær ferð, hef aldrei fengið svona rosalega miklar upplýsingar um menningu og sögu beint í æð.

Allavega allt að komast í fastar skorður núna. Komin rútína í mann og svona. Rosalega langir dagar. Úff. Þessi þýskuskóli gerir það ekki auðvelt að æfa sig, en með mikilli skipulagningu og miklum einbeitingarvilja þá tekst það nú samt. Er bara svo langt síðan maður þurfti að einbeita sér að einhverju öðru líka. Því þetta þýskunám er ekkert grín. Alveg full time stúdía þannig séð. Og ég komst sko að því fyrsta daginn að ég á MJÖG langt í land! Var greinilega eitthvað að ofmeta kunnáttu mína þarna. Ég sem er búin að babla og babla hérna í alveg næstum því ár. Það hefur nú varla meikað mikið sens. En það mun sko breytast með þessu áframhaldi.

Þessu kvöldi verður hins vegar eytt uppí sófa í utanafbókarlærdóm af piatti caprísu og bachpælingar. Þjösnaðist víst aðeins á aumingjans pulsunum í gær og í morgunn svo þeir fá frí frá æfingum í kvöld. Hefur annars verið mjög erfitt að komast í gang með almennilegar æfingar vegna aðstöðuleysis en þetta er allt að koma. Er búin að leigja mér kvöldaðstöðu í einhverjum slagverksskóla, brjálað pönkarastuð þar;) og deili morgunaðstöðu með öðrum annars staðar. Er eftir að sjá hvort að það gangi upp.

over and out...

No comments: