Wednesday, July 26, 2006

"Lélegasti bloggari í heimi"

Þetta voru skilaboð dagsins frá mömmu til mín. Það bara er ekki svo mikið að frétta að maður nenni þessu. Núna er bara enn ein tríótörninn hjá Móra. Tímar á hverjum degi og svona. Erum farin að vera í tímum hjá píanókennara Bendiks líka. Hann er nú meiri furðufuglinn, en fínn kennari.

Svo fer nú að líða af heimkomu þar sem ég mun njóta íslensks "sumars" í leikskólavinnunni minni í kópavoginum. Það verður örugglega kósý. Alltaf gaman að gera eitthvað allt annað en venjulega. Samt hefur áhugi minn á sellóleik bara vaxið eftir bömmerinn með inntökuprófið. Skrýtið, en allt í einu er bara svo miklu skemmtilegra að fa etýður og dót. Örugglega bara af því að ég þarf þess ekki. Þá er það gaman. Eins gott að það haldist þannig.

Fór líka með helgu í dag í strengjaparadís að prófa fiðlur. Það var sko bara gaman, fyrir utan verðmiðanna. Skrýtin tifinning að vera inn í 10 fermetra herbergi með viðardóti fyrir tugi milljóna. Best að hreyfa sig mjög hægt og varlega.

Úff, þetta var nú meira skylduræknisbloggið.

No comments: