Thursday, July 19, 2007

alein í kotinu

já þá eru allir farnir frá mér. En það er samt bara ágætt því það eru sko harðar æfingarbúðir á leðurgötunni þessa vikuna. Er allavega ekki farið að leiðast ennþá, enda ekki orðin klár.

Fjölskyldyfríið var yndislegt, sáum fullt og fengum ALLS kyns veður. Það er víst ekki hægt að lát sér leiðast með þessari famelíu. Mikið hlegið, öskrað, pirrast og auðvitað einstaka "kúlmissir".

Hins vegar er ég með mýbit eftir einhverja austurþýska mýflugu!

Wednesday, July 11, 2007

sumarfrí!

Sumarfrí, sumarfrí, sumarfrí!!!!!!


Skítaveður í þýskalandi...

Friday, July 06, 2007

Stjáninn farinn

Já þá er hann Kristján minn farinn frá mér í heilan mánuð. Í stað hans koma reyndar 6 yndislegir staðgenglar sem ætla að vera með mér í ljóta veðrinu í Þýskalandi næstu 10 dagana. Það er semsagt fjölskyldan Hlíðarhjalli + amma og afi.

Svo er þetta blessaða semester að taka enda, etýðuvorspielið búið, úff það var nú meiri hryllingurinn...Svo nú er það bara að dúlla sér í viku í viðbót í skólanum áður en fríið skellur á. Ætla að rúlla með famelíina í austurátt í nokkra daga áður en æfingarbúðir frísins taka við.

En ekki örvænta elsku fólk sem er ekki að koma að heimsækja mig, ég mun láta sjá mig á fróni í ágúst í líki háttvirtrar skrifstofudömu.