Wednesday, February 28, 2007

BÚIN!!!!

Ég er semsagt búin í inntökuprófum. Er samt ekki alveg komin í svona eftirtarnargírinn þótt mér hafi tekist að tjilla nokkuð vel í morgunn. Horfði á 3 ER þætti! Langar bara mest að komast í gang með að æfa aftur og þannig. Það er ekkert gaman að vera búin í inntökuprófum þegar maður er ekki búin að fá svör. Þetta er allavega ekki sama tilfinning og vera búin að spila stóra tónleika...Inntökupróf eru líka leiðinleg og eiginlega bara deyfandi. Lífsgleðin alveg bara lekur úr manni. Mars verður samt fínn, fer í skipulagningar og vonandi flutningar. Fer svo líklega í massaendajaxlatöku og fæ bróður minn í heimsókn!! Er búin að vera að bíða eftir því síðan ég flutti og núna er hann loksins að koma og við ætlum að skoða alla berlín á einni helgi :)

Wednesday, February 21, 2007

þreytt

jeminn hvað ég er orðin þreytt á þessu inntökuprófsrugli. Er ekki að fatta af hverju þetta er svona erfitt. Allavega ég á bara eitt eftir og svo ætla ég að hitta einn kennara sem ætlar líklega ekki að taka inn nýja nemendur og hefur ekki tíma til að hitta mig fyrr en eftir lübeck prófið. En hann vill endilega hitta mig samt í Hamburg! frekar skrytið, en þrátt fyrir mikla þreytu á fyrstu blaðsíðunum í þessum verkum þá er lika soldið frustrasjón í gangi því ég er búin að fa 3 nei og ekkert já svo ég ætti að vera að halda mér við efnið en er eiginlega bara alveg komin með nóg. Tokst líka að skemmileggja bogan minn daginn fyrir freiburgpróf en hann hann var lagaður í gær. Samt nenni ég ekki að æfa mig i dag. Finnst allt óþægilegt og skrýtið. Svo ætli ég taki ekki bara tjil mð gróu í dag sem er að klára sitt siðasta próf í dag. Svo er sko saltkjöt og baunir túkall hjá Helga og Freydísi i kvöld :-)

Annars langaði mig bara svona til að þakka vinum mínum opinberlega fyrir yndislega gestrisni síðustu vikur. Er buin að hafa að ótrúlega gott. Fyrst hja Guðrúnu Dalíu við konunglegar móttökur, síðan i fína húsinu hennar gyðu þar sem munnræpur réðu ríkjum. (Gyða er nefnilega lika sellólúði ;) og frábær vinkona) og núna a Schwarzwaldstrasse þar sem ég er i líki Elfu.
Svo vonast eg bara til að geta hitt kærastann minn aðeins bráðum, áður en eg gleymi hvernig hann lítur út...

Saturday, February 10, 2007

lagt í langferð

þá er komið að ferðalaginu mikla. Er að fara til Stuðgarðs á morgunn og svo beint þaðan til Freiburgar. Engar skemmtiheimsóknir svosem, er að fara að háskólatúristast eins og kennarinn minn orðaði það. En er að fara í heimsókninr til góðra vina svo þetta verður líka gaman.

Við Helga höfum oft talað um það hvernig við misstum "kúlið" í Berlín. Höfum þurft að gera ýmisslegt hér sem við hefðum kannski ekki gert heima, eitt af því er til dæmis þegar við fórum með 30 fermetra af gólfteppi fyrir æfingarherbergið með okkur í lestina og helga settist á gangstéttarkant og beið með það meðanég fór heim og náði í hjólið! Við mamma upplifðum slíkt hið sama í vikunni. Við keyptum bedda í höffner og vissum ekki hvernig átti að koma honum heim, sáum enga leigubíla og ég var inneignarlaus svo við tökum hann úr umbúðunum á bílastæðinu, skrúfum undir hann hjólin og rúllum honum heim...Síðan fer hún mamma mín í árshátíðarkjólaleit, mátar gallaðan kjól í Mangó og endar með því að það þarf að klippa hann utan af henni því rennílásinn var ónýtur...Á leiðinni heim úr þeirri bæjarferð brotnar svo lykilinn af hjólinu mínu inní lásnum og við dröslum hjólinu læstu í lestina og alla leið heim eins og verstu þjófar... Gamanaðessu!

En í kvöld ætla Dísa, Guðný og Bendik að koma í afganga í hreina og velskipulagða húsinu mínu:-)

Wednesday, February 07, 2007

hálfnuð

þá er maður hálfnaður með þessi próf. Ennþá þrjú eftir. Þetta tekur vel á skap og taugar. Komst ekki inn í hans-eisler og spilaði langt frá því fullnægjandi í Udk í gær. Var einhvað miklu stressaðri þar en annars staðar. Örugglega bara af því að ég þekki alla þar og er SKÍTHRÆDD við þá til að segja alveg einsog er. Og það kom greinilega fram í Haydeninum mínum :-S

Annars eru mamma, amma og ásdís í heimsókn. Mamma er búin að pússa og sótthreinsa hvern fercentimeter og raða hverju einasta bréfsnifsi sem til er í húsinu. Búið að kaupa box og körfur handa öllu...Þetta kallast semsagt frí hjá henni! En þær eru yndislegar og við höfum það ótrúlega gott. Þvílíkur lúxus á manni.