Saturday, March 31, 2007

Ferðalag

veiveiveivei, ég er að koma til Íslands....

Er samt í algjöru flugveseni. En þetta verður bara að ganga upp. Getur einhver hýst mig í London 10.-11. apríl????????


Er búin að sitja við tölvuna í ALLAN dag að reyna að finna út úr þessu. Tíminn alveg flýgur í burtu bara. Ætti svosem að vera að æfa mig fyrir nýju spennandi sellótímana mína. En það verður að bíða. Þetta er of spennandi...

Monday, March 26, 2007

Engill

Ég held að pabbi minn sé engill :-)

ofmetnaður

Næsta vika verður rosaleg eða það vona ég allavega. Er búin að venja mig samt á mjög hæg vinnubrögð síðustu mánuði þar sem ég hef haft allan tíman í heiminum til þess að æfa mig. Alltaf gott að taka þannig tímabil en núna er semsagt komið að því samt að mig langi til að taka upp fyrri vinnubrögð þar sem ég næ að æfa fullan vinnudag en líka ná að gera ýmislegt annað.

Þar sem þetta er síðasta vikan mín í berlín er mjög stíft menningarprógram. Ætla að komast allavega einu sinni í óperuna. Helst á tónleika, en er ekki ennþá búin að finna réttu tónleikana. Svo eru allavega tvö myndlistarsöfn, helst fleiri sem mig langar á.

Næturlífið var semsagt tekið núna síðustu helgi svo það þarf ekki að hugsa um það meira ;)
Það var semsagt uppselt á Madame Butterfly sem við ætluðum á á laugardagskvöldið svo við Dísa bara skelltum okkur út á lífið, mikið dansað og MIKIÐ fjör.

Svo þarf víst að pakka búslóðinni! Hélt það yrði ekkert mál, en er nú þegar búin að pakka í 5 blýþunga kassa og það sést ekki högg á vatni. Svo já það kom smá nett pirrings/stressáfall um 1 leytið í nótt þegar ég komst að því að ég hafði sett kassana vitlaust saman og það hrundi allt úr þeim þegar ég lyfti þeim, sem ég gat með naumindum gert!

Allavega best að koma sér í gang. Æfi æfi spæfi og svo er það deutsche Guggenheim í eftimiðdaginn. (ókeypis inn á mánudögum)

Thursday, March 15, 2007

fréttir

Ákvað að skella inn smá fréttum af síðasta mánuði berlínarlífsins. Hefur svosem ekki mikið gerst en við Magnús tókum massatúristahelgi í geðveikt góðu veðri og skapi. Síðan leigðum við Stjáni bíl og keyrðum til Lübeck að skoða íbúð sem var bæ the way æðisleg og við fáum hana líklega:-D Svo fór ég í endajaxlatöku í gær og var undibúin fyrir svaka aðgerð þar sem neðri jaxlarnir liggja illa og farnir að ýta verulega á neðri tanngarðinn. Fór til hans í desember og þá sagði hann mér að þetta væri soldið stór aðgerð og ég þyrfti að taka mér tvær vikur í frí. Fannst svo eitthvað skrýtið hvað hann vara eitthvað tjillaður kallinn þegar ég kom í gær, þá sagði hann að þetta tæki bara korter að gera og einn dag að gróa. Kom svo í ljós að hann tók báða efri! Sem var ekkert mál því þeir voru komnir hálfa leið niður og ég er nú þegar búin að jafna mig:-). Er reyndar stökk með þessa neðri og hef þá ekki tíma til að láta taka neðri fyrr en eftir næsta semester.

Thursday, March 08, 2007

Íbúð til leigu

Jæja þá er uppsögn á íbúð gengin í gegn. Væri samt best að þurfa ekki að borga leigu í 3 mánuði í viðbót svo við erum að leita af einhverjum að taka við sem fyrst. Vonandi að það gangi. Látið vita kæru lesendur ef þið vitið um einhvern sem myndi vilja búa í húsinu mínu hérna í Berlíninni minni sem ég mun sakna endalaust :(

Sunday, March 04, 2007

VALIÐ

Jæja, ég komst semsagt inn í Freiburg og Lübeck. Nú er það bara að velja :-S