Thursday, February 23, 2006

bloggleysi

Ég er ekki dugleg að blogga....ætti kannski að taka kærastann minn til fyrirmyndar í þeim málum.

Það er svosem ekki mikið að frétta. Er að verða búin að jafna mig á Elgarflippinu mínu. Það tók sinn tíma. En núna er nýtt prógram að læðast inní puttana hægt og rólega. Gaman gaman.

Annars er ég bara flutt heim til mömmu og pabba þar sem maður fyllist alltaf valkvíða við að opna ísskápinn og á hrein föt alla daga :-) Mun vera hér fram að sumri, eða einhvern tíman byrjun maí.

Er samt strax farinn að sakna heimilislegum samverustundum með Helgsu (þót hún sé ekki farin) , rútuferðum til Krsitjáns míns, Wiesenstrasse 30 og að sjálfsögðu Berlínarinnar minnar.

Sunday, February 19, 2006

Rússneski dverghamsturinn Snúður

Þykir leitt að tikynna að gleðigjafi fjölskyldunnar, rússneski dverghamsturinn Snúður lést í dag að völdum vírussýkingu. Blessuð sé minning hans.

Ótrúlegt lítið kvikindi sem virtist alltaf koma manni í gott skap.

Varð bara að koma þessu frá mér.

Meira seinna.

Thursday, February 02, 2006

Pældíðí ef Wagner væri amma þín!!!

Jæja, Vortragsabend, leiðinlegasta uppfinning þýska tónlistarháskólakerfisins. Þá spilar maður stykkin sín fyrir fullan sal af sellónemum og nokkrum prófessorum. Svaka stemming! Allir auðvitað bara að hugsa um hvað þetta sé nú falleg tónlist....RÆT!!!

En svo kem ég heim og það verður svaka gaman. Þar á maður allavega séns á smá klappi eftir Elgarinn.. Hlakka næstum því til :-)