Wednesday, April 25, 2007

Brjálað að gera

Já nú er BRJÁLAÐ mikið að gera og ekki einu sinni allt byrjað enn. Þetta er verður voðalegt en gaman :)

Svo er sko þokkalega komið sumar 25 stiga hiti og sól.

Hef ekki tíma fyrir meira bloggerí. Meira seinna.

Thursday, April 12, 2007

stuð í lübeck

Núna er allt að verða komið í gang hérna. Er búin að finna ér píanóleikara og tríó. Byrjuð í öllum tímum nema píanói. Rosa margt spennandi að gera. Finnst gaman í öllu eiginlega, er í einhverjum stresslosunartímum, rythmik, söng, tónheyrn (sem ég ræð við ;)), heimstónlistarensamble sem er ógeðslega gaman þótt ég sé ekki með mikla þjálfun í impróvisation og þar af leiðandi ekki sú besta en geðveikt fjör, tangó, klezmer og afríkanskt workshop á næstunni. Allavega gaman gaman gaman.

Hins vegar er ég að fara að láta mig hverfa héðan og ætla að skreppa heim að ungfóníast aðeins og hitta vini og famelí. Það verður líka gaman. Þarf bara að læra nokkra hljómsveitarparta fyrst ;)

Sjáumst. Kem seinni partinn á morgunn svo hafið samband elskurnar...

Friday, April 06, 2007

Guðný hin ex-laglausa

Í bachelor námi í Lübeck er skylda fyrir öll hljóðfæri að vera 2 annir í söngtímum. Þetta er aðallega hugsað til þess að hljóðfæraleikarar ná stjórn á öndun og til að skilja mismunandi "Klang" eins og kennarinn minn orðaði það. Semsagt mjög sniðugt.
Ég hef bara ekki verið þekkt fyrir mikla sönghæfileika eða samkæmt tónheyrnartímum eiginlega bara enga. Svo ég var náttlega á nálum fyrir fyrsta söngtíman sem var bæ the way klukkutími því ég er að fara til íslands og missi út tíma. En Ó MÆ GOD, þetta var ekkert smá gaman. Er hjá snilldarkennara, hef aldrei sungið tónstiga með svona rosalegri innlifun og tilþrifum áður. Fílaði mig í tætlur. Var auðvitað rammfölsk og skvíkhljóðin alveg í hámarki á háu nótunum. En gamangamangaman :)

Wednesday, April 04, 2007

Leðurgatan

Er yndisleg í alla staði eins og einhverjir hafa lesið á Stjánabloggi. Skólinn virðist vera æði en þetta er massanám. úffedí úff... En lítur ógisslega spennadi út. Og allir æðislegir. Er strax búin að kynnast fullt af fólki, á þýsku takför, og líst mjög vel á stemminguna

Flutningar gengu mjög vel fyrir sig þegar upp var staðið og núna er adressan okkar er semsagt Lederstrasse eða Leðurgata sem á vel við því útsýnið er yfir 3 ofuræsandi kynlífsbúðir og bíó...Ekki svo gaman af því en mikið aðhlæjuefni samt.

Pabbi minn á skilið hrós og mikla samúð fyrir dugnað og vægast sagt ömurlegt heimflug. Allir sem hann sjá eiga að kyssa han nog knúsa hiklaust!

Allavega sellótími á eftir. Verð víst að æfa...