Friday, June 30, 2006

Stórafmælisárið

Þetta ár er nú svolítið merkilegt, allavega svona innan fjölskyldunnar minnarr. Við Kristján, pabbi minn og ásdís systir mín eigum öll stórafmæli. 10, 20, 30, 40. Gaman af því. Hann Stjáni minn átti semsagt sinn dag í dag. Erum búin að hafa það rosalega gott, fórum rosa fínt út að borða og nutum lífsins til hins ýtrasta. Svo núna er ég heima að jafna mig á fullnægjingarbitum kvöldsins.

En ásamt því er ég líka að komast í inntökuprófsstressið. Það er semsagt miðvikudaginn 5.júlí. Hugsa fallega til mín þá gott fólk. Fékk frekar óhugnaregar tölur frá kennaranum mínum í gær. En annars var hann bara jákvæður. Vona auðvitað bara að alt smelli; ég spili vel, enginn asíusnillingur heilli kennarinn minn meira og að administration hleypi fleiri en 4 af þessum 70 sem eru að sækja um inn. Þá á ég séns:-D...:-S

Tríótónleikarnir gengu fínt og ég er strax farin að hlakka til næsta projekts. Kammermúsík er æði! Og ég elska Helgu og Bendik.

Jæja, nú hefst hitt raunverulega líf, sofa og ÆFA. Góða nótt.

No comments: