Monday, May 01, 2006

Brahms í Berlín

Loksins er að koma smá tónleikafílíngur í mína. Keypti mér kjól í gær!!! í Karen Millen!!!! Ætlaði sko að vera bara kúl á því. Vera bara í svörtu og helst bara buxum og einhverju fínu að ofan. En nei Guðný keypti sér væminn blómakjól í búð sem hún stígur varla fæti inní venjulega...Svona fara hlutirnir stundum úr böndunum en ég er hæstánægð með þetta :-)

Svo bara hlakka ég svo rosalega til sumarsins að það er ekki til þess að gantast með. Berlín í öllu sínu veldi, sellótímar hjá Nyikos, kammertímar hjá Artemis nánara tiltekið Nataliu Prischepenko. Komin í hörkugrúppu, við hega semsagt ditjsuðum sænksu vandræðastelpurnar og nældum okkur í einn mjög stilltan norsapínista og ætum að massa eitt stykki Brahmstríó í hitanum ;) Ekki nóg með það heldur ætlar Kent Nagano að æfa upp Brahms sinfóníu nr 4 á einni helgi með skólahljómsveitinni svo Brahms verður heldur betur viðfangsefni sumarsins.

gleði gleði gleði framundan. En fyrst háalvarlegir útskriftartónleikar...

No comments: