Sunday, October 29, 2006

kósýkós

Sunnudagar eru svo ljúfir að það er aveg yndislegt. Í dag vorum við Stjáni með pönnsuboð sem var óskaplega huggulegt og svo horfðum við á vídeó fram eftir degi. (Geymdum semsagt uppvaskið :S) Það er bara svo kósý þegar það er rok og rigning úti. Núna á ég hins vegar eftir að læra...

Reyndum að fara á tónleika með fílnum í gær en fengum ekki miða. Stóðum í röð í tvo heila tíma. Við Helga gerðum báðar þau mistök að vera á háumhælum sem gerði þessa stöðu ekki mikið betri. En það var ekki séns að fá miða svo við löbbuðum út með skottið á milli lappanna en gerðum gott úr kvöldinu og skelltum okkur á White Trash og Qba. Þetta er nú samt alveg sjúkt með þessa fílharmóníu sko. Síðustu helgi fórum við stjáni á brückner tónleika þar sem var uppselt þrjú kvöld í röð og sko EKKERT sæti laust. Við fengum standmiða enda vorum við mætt þegar hurðin opnaði klukkan 6 tveimur tímum fyrir tónleika en þá var strax komin töð fyrir utan. Í gær var aftur búið að vera uppsellt þrjá daga í röð á sama prógram. Reyndar Gidon Kremer að spila og svona en samt, það er bara sjúkt og 50 manns sem var vísað í burtu klukkan átta þegar það kom í ljós að það voru ENGAR ósóttar pantanir og ENGINN leið til að troða fleirum inn í. Allavega gaman að svona áhugi skuli vera fyrir klassískri tónlist. Konsert gærkvöldsins var nú kannski ekki sá aðgengilegasti, Gubaidulinu Offertum fyrir fiðlu. En ég hefði samt viljað fá miða. Gleði mín yfir þessum almenna áhuga nær ekki lengra en það.

En nú byrjar ný vinnuvika hérna í berlín. Æfa æfa æfa, læra, læra, læra. Hann Niykos minn ætlar að hjálpa mér að undirbúa mig fyrir inntökuprófin sem er mikill léttir, var ekki alveg að sjá hvert sellótíma mál væru að stefna. Og ég má spila Haydn C :D Það er líka MIKILL léttir. Það bíður þá samt mikil vinna á stuttum tíma...

No comments: