Wednesday, November 15, 2006

Rússar

Var að koma úr ótrúlegum tíma hjá Natöshu Prischepenko sem er mesti snillingur í heimi. Spiluðum fyrir hana Shostakovich píanótríó og fengum í staðin aðgang að hinni eiginlegu Natusche, rússneskt blóð, rússnesk saga, klikkað og geðbilað ímyndunarafl og ég bara veit ekki hvað, í þrjá og hálfan tíma takkför.
Allavega ég er inspireruð og feiri tímar á næstunni, sellótími hjá Niykos á morgunn svo shostakovich á föst og líka Ravel hjá öðrum aðeins skipulagðari snillingi. Svo mig langar ekkert annað en að æfa mig í allan dag og alla nótt en nei...puttinn rifnaður og vöðvabólga frá helvíti búin að hertaka líkama minn svo ég neyðist til að liggja uppí sófa með te. Vonandi getur tailenska nuddið á sjúkraþjálfunarstofu hverfisins kippt þessu í lag...á tíma í dag :D

No comments: