Tuesday, May 30, 2006

Ímyndunarafl

Jæja nú reynir á hugmyndaflugið. Við Helga og feimni norsarinn erum í unaðslegu tríói sem æfir daglega af mikilli alvöru en núna stöndum við frammi fyrir óhugnalegu nafnleysi sem þarf að bæta úr á nokkrum dögum...Kæru blogglesendur sem eru ekki búnir að gefast upp á þessu bloggi mínu ... HJÁLP!! Allar tillögur vel þegnar.

Annars er lífið bara gott sko. Kristján minn komin til Berlínar eftir glæsilegt Abschluss í Köben og Pabbi að koma í túristaheimsókn á morgunn. Þessi vika er meira að segja svona pínu róleg. Reyndar bara svona lognið á undan storminum því í næstu viku fer allt á milljón :-S en þá verður húsið líka fullt af gestum til að halda gleðinni gangandi á Wiesenstrasse:-)

Jæja hósta upp nöfnum fólk!!!

Thursday, May 18, 2006

Vortragsabend

Vortragsabend í kvöld...Oooojjjjj. Segi ekki meira.

Saturday, May 13, 2006

Berlínin mín

Það var ekki langt frí sem beið mín eftir þessa útskriftartörn heima. Hérna er allt komið á fullt. Ég vogaði mér tveggja daga frí í Köben sem samt innihélt flug þangað og rútu til Berlínar og fékk það sko illilega í hausinn þegar kennarinn minn hringdi fyrsta daginn minn hérna klukkan 10:15 og sagði mér að vera komin í skólann klukkan 11 því þá væri masterclass hjá Heinrich Schiff, hvorki meira né minna. Og svo myndi ég fara í sellótíma í eftirmiddagspásunni!!!! Það var reality-check dagur dauðans! Fyrir utan að það var tríó æfing um kvöldið og þessi dagur átti að vera helgaður Beethoven "ghost" tríóinu því það er smá partur get ég sagt ykkur. Svo ég var óundirbúin í sellótíma og tríóæfingu, hlustaði á vírtúósa skólans í 5 tíma og fékk að vita, eftir leiðréttingar á hverjum einasta takti í hindemith sónötunni minni og tvöföldun allra hraðra tempóa, að ég þyrfti að vera búin að laga allt og getað spilað á vortragsabend í næstu viku, og læra nýjan rómantískan konsert fyrir inntökupróf. Góður dagur!

Annars er Berlín ÆÐI. Veðrið er fullkomið (núna), Dönerarnir opnir allar nætur, hægt að hjóla hvert sem er, borða sushi með helgu og gunnhildi. Svo var ég að uppgötva útisundlaug í miðjum garðinum hérna í hverfinu okkar. Svo þrátt fyrir mikið stress er hér gott að vera :-)

Friday, May 05, 2006

Concert guests only

Þar sem að tónleikar laugardagsins eru síðustu tónleikarnir í þessari útskriftartónleikaröð finnst mér varla annað hægt en að halda almennilegt partei!

Það verður semsagt smá skál með tiheyrandi pinnamat og glæsileika í salnum en svo er stuðboltum boðið heim í subbulegt "bring your own boose" partý.

Ég lofa engu með tónleikana en þið skuluð ekki voga ykkur að svíkja mig um djamm!!!
Nei ég bara segi svona...

Monday, May 01, 2006

Brahms í Berlín

Loksins er að koma smá tónleikafílíngur í mína. Keypti mér kjól í gær!!! í Karen Millen!!!! Ætlaði sko að vera bara kúl á því. Vera bara í svörtu og helst bara buxum og einhverju fínu að ofan. En nei Guðný keypti sér væminn blómakjól í búð sem hún stígur varla fæti inní venjulega...Svona fara hlutirnir stundum úr böndunum en ég er hæstánægð með þetta :-)

Svo bara hlakka ég svo rosalega til sumarsins að það er ekki til þess að gantast með. Berlín í öllu sínu veldi, sellótímar hjá Nyikos, kammertímar hjá Artemis nánara tiltekið Nataliu Prischepenko. Komin í hörkugrúppu, við hega semsagt ditjsuðum sænksu vandræðastelpurnar og nældum okkur í einn mjög stilltan norsapínista og ætum að massa eitt stykki Brahmstríó í hitanum ;) Ekki nóg með það heldur ætlar Kent Nagano að æfa upp Brahms sinfóníu nr 4 á einni helgi með skólahljómsveitinni svo Brahms verður heldur betur viðfangsefni sumarsins.

gleði gleði gleði framundan. En fyrst háalvarlegir útskriftartónleikar...