Thursday, January 24, 2008

jæja

Enn og aftur barst bloggkvörtun frá klakanum....

Mér finnst bara ekki svo mikið spennandi að gerast...prófin fara að hefjast, svo núna er bara lognið á undan storminum. Ég er allavega voða róleg núna, en hef á tilfinningunni að það breytist á næstu dögum. Píanóprófið er fyrst, þarf að flytja heil 4 lög á einhvern snilldarlegan músíkalskan hátt svo ég verði ekki rekin úr skólanum fyrir að geta bara spilað barnalög:-/ er reyndar búin að gera díl við nýju nágrannana mína, þær mariu og astrid vinkoinur mínar úr skóla num að þær megi nota þvottavélina okkar og ég má æfa mig á píanóið þeirra...ágætis díll :)

Annars er eitt MJÖG vandræðalegt "próf" að baki. Hélt semsagt í gær mjög flókin og fræðilegan fyrirlestur á þýsku um c-moll trío mendelsohns og greiningu á fyrsta kafla...það voru meðal pínlegustu stundum lífs míns, þesi klukkutími var eins og fimm að líða. Ég þarna að reyna að lýsa einhverju með einhverjum orðum sem ég fann í orðabók og get engan veginn borið fram...stam stam stam. fyrir utan bara almenna vanþekkingu í greiningu sem gerði þetta ekki auðveldara...

En svona er lífið í skóla í Þýskalandi, best að kyngja því bara og reyna á svona stundum að gleyma allri virðingu sem maður hafði fyrir sjálfum sér.

Gaman samt að segja frá því að í næstu viku er ég að spila Strauss ljóð í eigin "útsetningu" fyrir selló og verð bara að fá að koma því opinberlega á framfæri að þetta er fallegast í heimi. (Takk fyrri dísa að benda mér a þetta). Vonandi tekst mér að koma þessu líka þannig frá mér...

Jæja læt þetta nægja, bið bara að heilsa ykkur :)

Monday, January 07, 2008

SELLÓIÐ MITT!!!!!!!

Þá er ég komin heim til mín í Lübeck til sellósins míns yndislega. Skólinn byrjar ekki fyrr en á miðvikudag svo ég hef nokkra daga il að koma mér í spilaform og tíma til að fara í yndislegu ræktina...troðið þar alveg núna eftir jólin. Allir að reyna að hrista af sér jólaspikið, ég ætla að joina. Annars var að koma upp ótrúlega skemmtilegt gigg sem innifelur tveggja vikna ferð til Kína svo ég er að springa úr spenningi. En þetta er alls ekkert allt komið á hreint svo ég ætla að láta það eiga sig að springa fyrr en ég veit meira:-)