Friday, March 24, 2006

Ritgerðarskrif = Dauði

Það er eins gott að ég fór ekki í bóklegra nám en hljóðfærabraut Listaháskólans, því þá væri ég að minnsta kosti 100 kílóum þyngri en nú.
Það er svo sannarlega ekki af því að ég æfi mig svo mikið að ég brenni heldur einfaldelga af því að þegar ég þarf að læra eða skrifa ritgerðir þá veit ég ekkert betra en að éta og éta og éta.

Í dag er ég búin að borða 3 máltíðir, Dorítos, 2 lítra pepsi Max, lakkrís, tvo íspinna, of marga turkish pepper brjóstsykra og núna var nóa kropps pokinn að rifna yfir skrifborðið mitt og ég verð að drífa mig að borða það allt því það rúllar í átt að ofninum :-S
Dans í kvöld verður ekki þægilegt...

Ritgerðin er hins vegar bara rétt hálfnuð svo hver veit hvernig þetta endar allt saman?? Er nú þegar orðin það steikt að ég skrifaði "password" í password reitinn þegar ég var að sæna mig inn!

Friday, March 17, 2006

Hindesmith

Það er eitthvað hlægilegt við að segja HindeSmith? Sérstaklega þegar maður er búin að lesa SLATTA um þennan alvarlega mann. Ég og Hindesmith eigum ekki alveg jafn margt sameiginlegt og ég hélt. Bömmer þegar maður þarf að skrifa ritgerð um hann að eigin vali! Hann var fínasti gaur samt, kannski bara einum of fínn gaur. Ekkert einhvern veginn nógu klikkað fyrir minn smekk.

En næst á dagskrá eru trylltir Balkandansar fram eftir kvöldi. Enginn Hindemith þar :)

Auf Wiederschreiben....
(hmmm ætli það sé nokkuð til? )

Wednesday, March 15, 2006

Lasarus

Jæja þá er ég líka orðin lasarus eins og allir hinir vinir mínir. Margir virðast samt vera að ná sér en þessa svakalega flensa er búin að vera að ganga.

Ungfóníuhelgin mikla gekk prýðilega og mikil spenna á tónleikum. Varla hægt að segja að þetta væri ofæft. En mjög gaman og lærdómsríkt.

En núna ligg ég í bælinu og aumka mér yfir aumingjans ritgerðinni sem ég á að vera að skrifa. Gengur ekki svo vel. Kemur í ljós eftir að hafa varið óralöngum tíma við heimildarlestur að ég og Hindemith bara eiginlega skiljum ekki hvort annað. Ég er semsagt í ruglinu.