Monday, April 28, 2008

sóðavikan mikla

klukkan er 11.30 og ég er búin að gera massív alþrif á íbúðinni. Kristján smellti sér í burtu í viku og ég nýtti tíman til að sóða eins mikið út og hægt er! Samt er það sko ég sem er takatileftirsig tuðarinn á þessu heimili. Skrýtið. En ég er sem sagt núna búin að hylja öll ummerki um sóðavikuna mína og vona að hún haldi sér í burtu í framtíðinni.

Sit núna í sófanum með morgunmat og kaffi og bíð eftir að gólfin þorni:)

Annars er ekki mikið að frétta. Helgin fór í að spila straussljóðin mín á bekkjartónleikum, gekk bara sæmilega en einhverra hluta vegna langaði mig ekkert rosalega að selebreita og er eiginlega fyrst núna að finna svona eftirstressléttirinn. Og svo var sko kvartettmaraþon í gær. Það er alltaf gaman, en líkamlega soldið þreytandi.

Svo er það bara brahms festival sem tekur við. ENDALAUSAR hljómsveitaræfingar og þar á milli kammer og einleikstónleikar með stjörnukennurum skólans. Ekki amalegt;)

Wednesday, April 23, 2008

held ég sé kannski að tjá mig aðeins of harkalega hérna...

myndi samt annars hella þessu öllu yfir kristján, sem er kannski bara ágætlega feginn að sleppa...

píanónám

Píanókennarinn minn er ein af þessum manneskjum sem hittir alltaf á fínustu pirringstaugarnar í líkamanum á mér...Ég veit hún meinar vel en það er eitthvað við hana sem ergir mig alveg þar til ég fer að iða af pirringi og bræði. Hef ekki misst stjórn á mér ennþá við hana og er nú hálfnuð með píanónámið en ég veit ekki hversu lengi ég held þetta út. Er loksins farin að njóta þess að spila smá á píanó en smámunasemin í henni er svo svakaleg að það drepur niður ALLT! Hún er svo að reyna að kenna mér músík að í staðinn fyrir að ég sé að komast eitthvað áfram er ég alltaf að spila sama einfalda frasann aftur og aftur með annarri hendi því hann er ekki perfectly fullkomlega mótaður og rétt artikuleraður!!!! Get orðið KREIZÝ!!!!!!!

Er semsagt búin að spila á píanó í 2 og hálfan tima því ég mætti fyrir til að æfa mig og svo kom hún hálftíma of seint sem þýðir sko ekki að tíminn styttist heldur bara lengist um hálftíma!!!!!!

URRRR

Monday, April 21, 2008

ein hljómsveitartörn búin

Jæja, þá er ein hljómsveitarhelgi búin. ein eftir...
Þetta voru 15 tímar samtals og þar á milli tróð ég kvartett æfingu og æfingu með meðleikara fyrir bekkjartónleikana næstu helgi! Enda æfði ég mig ekki í mínútu. Það þarf víst að gerast í vikunni...
En mér finnst nú alltaf gaman að hafa mikið af gera. Þá alveg tvöfaldast orkan mín og lífið verður svo skemmtilegt.

Ég hef líka nógan tíma til að æfa mig hérna í rólegheitunum í vikunni. Stjáninn á Íslandi og ekkert að gerast. Dramadrottningarnar hérna hinum meginn við ganginn sjá alveg til þess að mér leiðist ekki :-)

Ég er eitthvað voðalega hæper og überhamingjusöm þessa dagana. Krísur gera manni alveg gott líka. Maður kann svo vel að meta lífið eftir þær að það verður allt tíu sinnum skemmtilegra og betra en áður...

Friday, April 11, 2008

smá lægð

já í gær náði stressið hápunkti, vaknað klukkan 7 til að læra fyrir hið ógurlega endurtektarpróf í Brahms áfangum mínum. Bóklega prófið sem allir fóru í í lok síðustu annar var víst alveg erfitt hafði ég heyrt og hann ætlaði að prófa mig núna munnlega svo ég lærði og lærði. Fullt af flottum orðum sem ég ætlaði að nota til að lýsa hinu og þessu en svo í prófinu fékk ég einhverjar skítaspurningar sem ég gat svarað með einu orði, eins og hvort Brahms hefði skrifað óperur? Hver Joseph Joachim hefði verið? og hvenær hann samdi sína fyrstu? og fleira í þá áttina. Hefði getað lært í svona klukkutíma og náð!!!! pínu pirrandi. Svo var aukatími í kontrapunkti sem ég vissi ekki af svo ég gat ekkert hitað mig upp fyrir fyrsta sellótíma þessara annar þar sem ég ætlaði að reyna loksins að sýna að ég gæti eitthvað í þessari tvígripaballöðu þótt ég hafi sprengt þumalputtablöðruna mína og fengið sár.

EN allavega ég lifði þetta allt af og fór auðvitað á barinn í lok dagsins. Það var semsagt kneipentour fyrir fyrsta árs nema. Þá er farið skipulagðan hring um bari bæjarins og drukkið bjór. Alveg kósý hefð, æji Lübeck er bara næs og kósý, yndislegt að vera hérna.
Í kvöld er svo dinner hinum megin við gangin hjá Maríu vinkonu sem á afmæli. Hún var eitthvað að fýlupokast í gær svo ég lofaði að elda eittvhað litríkt handa henni í kvöld,
það verður semsagt Tandoori kjúklingur og fullt af litríkum salötum:-D

Tuesday, April 08, 2008

stress

Eftir alltof mikið tjill í Berlín er stressið gengið í garð hérna í Lübeck. Skólinn að byrja, endurtektarpróf nálgast, hljómsveitarprojekt með endalausum æfingum því það er sko Brahms Festival og þetta SKAL verða fullkomið. Svo eru bekkjartónleikar sem ég er skyldug til að spila á þar sem ég gerði lítið af því að koma fram á síðustu önn en þar sem ég er nú ekkert með neitt of mörg verk í puttunum eftir fríið er ekkert auðvelt að finna eitthvað til að spila. Ég tilkynnti kennaranum mínum að með mikilli vinnu gæti ég kannski gert einn tvo kafla úr chopin sónötunni minni en nei þá er það ekki hægt því einn yndislegi asíski virtúósinn í bekknum ætlar að spila hana alla takkfyrir! svo ég er í ruglinu...

Ég fór líka með sellóið mitt í viðgerð í Berlín, lét alveg stytta mensuruna um 1 og 1/2 sentimeter. Það er slatti og ekkert rosalega auðveld breyting þó að þetta muni auðvelda mér lífið þó nokkuð í framtíðinni, ásamt því að auka möguleikana á að selja hljóðfærið þegar þar að kemur. Er einnig komin með franskan stól og akkustiskan strengjahaldara og bara allan pakkan. Það er semsagt bara einsog nýtt þessi elska.

Annars bara langar mig að þakka húseigendum á Gleim- og Torstrasse kærlega fyrir gistiplássið í Berlín. Höfðum það ekkert smá gott:-)