Friday, March 24, 2006

Ritgerðarskrif = Dauði

Það er eins gott að ég fór ekki í bóklegra nám en hljóðfærabraut Listaháskólans, því þá væri ég að minnsta kosti 100 kílóum þyngri en nú.
Það er svo sannarlega ekki af því að ég æfi mig svo mikið að ég brenni heldur einfaldelga af því að þegar ég þarf að læra eða skrifa ritgerðir þá veit ég ekkert betra en að éta og éta og éta.

Í dag er ég búin að borða 3 máltíðir, Dorítos, 2 lítra pepsi Max, lakkrís, tvo íspinna, of marga turkish pepper brjóstsykra og núna var nóa kropps pokinn að rifna yfir skrifborðið mitt og ég verð að drífa mig að borða það allt því það rúllar í átt að ofninum :-S
Dans í kvöld verður ekki þægilegt...

Ritgerðin er hins vegar bara rétt hálfnuð svo hver veit hvernig þetta endar allt saman?? Er nú þegar orðin það steikt að ég skrifaði "password" í password reitinn þegar ég var að sæna mig inn!

No comments: