Saturday, February 10, 2007

lagt í langferð

þá er komið að ferðalaginu mikla. Er að fara til Stuðgarðs á morgunn og svo beint þaðan til Freiburgar. Engar skemmtiheimsóknir svosem, er að fara að háskólatúristast eins og kennarinn minn orðaði það. En er að fara í heimsókninr til góðra vina svo þetta verður líka gaman.

Við Helga höfum oft talað um það hvernig við misstum "kúlið" í Berlín. Höfum þurft að gera ýmisslegt hér sem við hefðum kannski ekki gert heima, eitt af því er til dæmis þegar við fórum með 30 fermetra af gólfteppi fyrir æfingarherbergið með okkur í lestina og helga settist á gangstéttarkant og beið með það meðanég fór heim og náði í hjólið! Við mamma upplifðum slíkt hið sama í vikunni. Við keyptum bedda í höffner og vissum ekki hvernig átti að koma honum heim, sáum enga leigubíla og ég var inneignarlaus svo við tökum hann úr umbúðunum á bílastæðinu, skrúfum undir hann hjólin og rúllum honum heim...Síðan fer hún mamma mín í árshátíðarkjólaleit, mátar gallaðan kjól í Mangó og endar með því að það þarf að klippa hann utan af henni því rennílásinn var ónýtur...Á leiðinni heim úr þeirri bæjarferð brotnar svo lykilinn af hjólinu mínu inní lásnum og við dröslum hjólinu læstu í lestina og alla leið heim eins og verstu þjófar... Gamanaðessu!

En í kvöld ætla Dísa, Guðný og Bendik að koma í afganga í hreina og velskipulagða húsinu mínu:-)

No comments: