Wednesday, February 21, 2007

þreytt

jeminn hvað ég er orðin þreytt á þessu inntökuprófsrugli. Er ekki að fatta af hverju þetta er svona erfitt. Allavega ég á bara eitt eftir og svo ætla ég að hitta einn kennara sem ætlar líklega ekki að taka inn nýja nemendur og hefur ekki tíma til að hitta mig fyrr en eftir lübeck prófið. En hann vill endilega hitta mig samt í Hamburg! frekar skrytið, en þrátt fyrir mikla þreytu á fyrstu blaðsíðunum í þessum verkum þá er lika soldið frustrasjón í gangi því ég er búin að fa 3 nei og ekkert já svo ég ætti að vera að halda mér við efnið en er eiginlega bara alveg komin með nóg. Tokst líka að skemmileggja bogan minn daginn fyrir freiburgpróf en hann hann var lagaður í gær. Samt nenni ég ekki að æfa mig i dag. Finnst allt óþægilegt og skrýtið. Svo ætli ég taki ekki bara tjil mð gróu í dag sem er að klára sitt siðasta próf í dag. Svo er sko saltkjöt og baunir túkall hjá Helga og Freydísi i kvöld :-)

Annars langaði mig bara svona til að þakka vinum mínum opinberlega fyrir yndislega gestrisni síðustu vikur. Er buin að hafa að ótrúlega gott. Fyrst hja Guðrúnu Dalíu við konunglegar móttökur, síðan i fína húsinu hennar gyðu þar sem munnræpur réðu ríkjum. (Gyða er nefnilega lika sellólúði ;) og frábær vinkona) og núna a Schwarzwaldstrasse þar sem ég er i líki Elfu.
Svo vonast eg bara til að geta hitt kærastann minn aðeins bráðum, áður en eg gleymi hvernig hann lítur út...

No comments: