Monday, March 26, 2007

ofmetnaður

Næsta vika verður rosaleg eða það vona ég allavega. Er búin að venja mig samt á mjög hæg vinnubrögð síðustu mánuði þar sem ég hef haft allan tíman í heiminum til þess að æfa mig. Alltaf gott að taka þannig tímabil en núna er semsagt komið að því samt að mig langi til að taka upp fyrri vinnubrögð þar sem ég næ að æfa fullan vinnudag en líka ná að gera ýmislegt annað.

Þar sem þetta er síðasta vikan mín í berlín er mjög stíft menningarprógram. Ætla að komast allavega einu sinni í óperuna. Helst á tónleika, en er ekki ennþá búin að finna réttu tónleikana. Svo eru allavega tvö myndlistarsöfn, helst fleiri sem mig langar á.

Næturlífið var semsagt tekið núna síðustu helgi svo það þarf ekki að hugsa um það meira ;)
Það var semsagt uppselt á Madame Butterfly sem við ætluðum á á laugardagskvöldið svo við Dísa bara skelltum okkur út á lífið, mikið dansað og MIKIÐ fjör.

Svo þarf víst að pakka búslóðinni! Hélt það yrði ekkert mál, en er nú þegar búin að pakka í 5 blýþunga kassa og það sést ekki högg á vatni. Svo já það kom smá nett pirrings/stressáfall um 1 leytið í nótt þegar ég komst að því að ég hafði sett kassana vitlaust saman og það hrundi allt úr þeim þegar ég lyfti þeim, sem ég gat með naumindum gert!

Allavega best að koma sér í gang. Æfi æfi spæfi og svo er það deutsche Guggenheim í eftimiðdaginn. (ókeypis inn á mánudögum)

No comments: