Tuesday, January 30, 2007

Detmold

...er krúttlegur bær ekki eins langt frá Berlín og ég hélt. Fór semsagt þangað í gær til að spila inntökupróf í dag. Fékk gistingu hjá nemanda í skólanum sem var kínversk og bjó á Woldemortstrasse! Hún var MJÖG indæl við mig en ég kannski ekki alveg hressasta manneskjan til að kynnast á íslensku/kínversku blönduðu þýsku svona kvöldinu fyrir próf. En hún setti á fallega jólatónlist sem var soldið súrt en það var víst uppáhalds þýska tónlistin hennar!

Ég komst því miður ekki áfram í þessum skóla enda bara tveir heppnir af mörgum mörgum hæfileikaríkum sellistum sem gerðu það. En það er stappast í mig smá stál. Held alveg a´ð maður geti vanist stressi og svona leiðindaaðstæðum...naut þess meira að segja pínulítið að spila haydeninn minn fyrir þetta lið (þótt reyndar bach hafi klúðrast soldið vel tónlega séð). En þetta er allt að koma.

Svo átti ég bara yndislegan dag með sjálfri mér á labbi í Detmold sem er ótrúlega falleg en kannski ekki mest spennandi borg í heiminum. Ótrúlega fallegur hallargarður og litlar göngugötur og gönguleiðir út um allt.

Bis später...

No comments: