Wednesday, October 10, 2007

ferðalag

Í gær keyrðum við Astrid vinkona 500 km til að sjá Rigoletto með kristjáni í flensburg. Þetta hefði reyndar ekki þurft að vera svona langt en við keyrðum 80 kílómetra í vitlausa átt og þurftum að snúa við þar. Við semsagt enduðum með að sjá einungis 2. og 3. Akt af Rigoletto í flensburg. En mér tókst einnig að stela nokkrum kossum svo þetta var allt saman þess virði:)

Ágætis ævintýri fyrir tvær óvanar á pínulítilli opel druslu á hraðbrautum þýskalands....

En núna er sko skólin byrjaður á milljón og miðvikudagar verða þokkalega ekki vinsælir hjá mér í vetur. 2 tveggja tíma fyrirlestrar um rómantíska tónlist (annar brahms almennt og hinn Mendelsohn kammermusik) reyndar allt mjög áhugavert en mjög fræðilegt og á þýsku takför og síðan dauði hverrar viku: PÍANÓTÍMI :-S

5 comments:

Anonymous said...

Hæ þú mannst miklu fljótlegra að fara sveitarvegi frá Lubeck til Flensburg!

Guðný said...

nei ég vissi það náttlega ekki. Og google maps greinilega ekki heldur...

Unknown said...

hvenær kemurðu til Berlínar?

Guðný said...

hmmm góð spurning. Kristján verður þrjár helgar þarna á næstu vikum, ég ætlaði bara að velja eina eða tvær af þeim...einhverjar uppástungur??

Unknown said...

þú ert náttútulega ávalt velkomin!