Saturday, May 19, 2007

Smá fréttir

Ekki svosem mikið að frétta héðan. Er bara að æfa og æfa. Alveg tvö sellóvorspiel á næstu vikum og kammer í þessari viku. Svo er kennarinn minn með regluleg etýðudauðavorspiel. Eitt svoleiðis tileinkað Popper verður 5.júlí og þar er SKYLDUetýða takför og ein að frjálsu vali. Með þetta skyldu dót er ég ekki alveg búin að fatta sko...hljómar einsog samkeppnismyndun stefna. Hmm...Hver veit, kannski er dýpri tilgangur.

Annars var ég að skrifa minn fyrsta fyrirlestur á þýsku/guðnýsku. Um mína reynslu af tónleikastressi og ráðum gegn því. Í næstu viku verður svo fluttur einn slíkur um hryggjasúlu og mjaðmabein. Verður mjög áhugavert...