Wednesday, October 03, 2007

komin hitt "heim"

Þá er ég aftur komin til Lübeck og byrjuð í skólanum og alles. Það er náttlega bara yndislegt og hér er sko gott að vera. Fallegt veður og gott fólk. Held að þetta verði bara hin fínasta önn. Hins vegar þarf ég að vera rosalega dugleg að æfa mig til að bæta fyrir æfingarleysi í "fríinu" en það voanandi reddast. Fyrsti selló og píanótíminn ekki fyrr en í næstu viku svo stressið er ekki farið að hellast neitt alvarlega í mann.
Í dag er hins vegar frídagur í Þýskalandi (Tag der deutschen Einheit ,hvorki meira né minna) en það virðist ekki hafa nein áhrif á æfingar og er stenft á hálfs dags kammeræfingu sem fer að hefjast hvað og hverju. Við erum að æfa Mendelsohn c-moll tríóið sem er æði, en ég sakna samt Helgu minnar og Bendiks og bestu kammertímum í heimi...

Jæja elsku fólk sem ennþá flækist inn á þessa síðu, hafið þið það sem allra best :-)

3 comments:

Anonymous said...

Sælar og velkomin "heim" aftur. Ég kíki reglulega á þig og vildi bara kvitta fyrir komu mína. Hafðu það reglulega gott.

Guðný said...

vei alltaf gaman að vita að einhver lítur við:-)hafðu það sömleiðis sem allra best frænka.

Unknown said...

Gott að þú ert ekki hætt að blogga:)