Friday, November 18, 2005

Snjór

Það er KALT í Berlín og í dag snjóaði. Það var æði samt, þá borgar kuldinn sig. En það verður samt alveg fáránlega kalt hérna, svo rakt að það nístir alveg inn að beini. Maður er ekki svo mikill víkingur after all. Labbaði einmitt í lestina í dag með nýja Debussy sónötu meðleikara mínum, sem er alveg hardcore Norsari (líka skiptinemi).

Ég: sokkabuxur, gallabuxur, ullasokkar, stígvél, síðermapeysa, ullarpeysa, úlpa með loðhettu, ullarvetlingar.
Hann: Stuttermabolur og síðerma bómullarbolur, gallabuxur og strigaskór.

Ég svona spurði í kurteisisskyni hvort að hann væri ekki AÐ DEYJA úr kulda? Han svaraði því með að spurja hvort ég væri ekki örugglega íslensk...Kom svo í ljós að hann er víst frá stað í Noregi þar sem er 30-40 stiga frost á veturna. Ég er samt bara kuldaskræfa og viðurkenni það alveg.

En jæja planið er víst að kíkja á einhvern bar þar sem maður borgar bara það sem maður vill fyrir drykkina sína....Gaman gaman. Hentugt fyrir námsmenn :-)

Bis später...

No comments: