Monday, November 14, 2005

Lífið í Berlín

Jæja svona smá updeit á lífið mitt fyrir þá sem ekki fylgjast með. Núna semsagt er ég skiptinemi í hinni stóru og merkilegu menningarborg Berlín. Þar er lífið náttlega bara fullkomið, svona næstum því allavega. Fullt að gera og kröfurnar á sama stað og standardinn, semsagt í hámarki. Ég bý á Wiesenstrasse í rosa sætri en soldið stórri íbúð með henni Helgsu minni. Soldið krípí hverfi svona inná milli en annars bara ljúft. Ég ætla að koma heim um jólin og hafa það óendanlega gott í faðmi vina og fjölskyldu og svo verð ég nú meira og minna á klakanum á vorönn en er að vinna í samt að flytja hingað alveg við fyrsta tækifæri.

Eg er í sellótímum hjá kennara sem heitir Markus Nyikos. Hann er frábær og mjög reyndur kall og við virðumst ná vel saman. EN GUÐ hvað ég er eftir að læra mikið. Svo er ég í Hochschuleorchester þar sem virðist erfitt að velja viðráðanleg prógrömm og stjórnandinn ekki með neitt rosalega fallegar hugsanir og virðist hafa lært á annað hljóðfæri en taktmæli á tónlistarferli sínum. Síðan er ég í bestu tímum í heimi hjá honum Heime Müller, fiðluleikara úr Artemis kvartettinum. Hann pikkar í hverju EINUSTU nótu sem kvartettinn okkar spilar og gerir það vel. Við allavega erum allavega alltaf bara svífandi af inspirasjón eftir tímana og æfum og æfum við öll möguleg tækifæri.

En lífið gengur allavega vel þrátt fyrir þó nokkra pressu sem ég leysi út með friends, poppi og stöku ódýru rauðvínsglasi. Jæja verð með meiri krassandi fréttir seinna....Bis bald

No comments: