Friday, December 09, 2005

Hress !!

Það er ótrúlegt hvað maður lærir að kunna að meta hluti sem manni áður fannst sjálfsagt. Við Helga erum alltaf að komast að þessu. Til dæmis í gær þá fór um mig sú unaðslega tilfinning að finna ekki til. Er semsagt búin að vera veik í viku með óþarflega miklum þjáningum en eftir LANGA bið hjá lækni tókst mér að útskýra vandamál mitt á þýsku og næla mér í eitt stykki pensilín skammt. Stundum er bara ekkert annað í stöðunni.

En núna er ég allavega hress og kann vel að meta verkjalyfsleysið og sellóið mitt.

Boginn minn fór í hárun í gær bogasmiði, kostaði sitt, en vá hvað hann er fínn. Gaurinn var líka geðveikt pró. Er með margar gerðir af hárum sem maður gat valið á milli. Svo hefur hann sko þrifið bogann hátt og lágt, örugglega olíuborið hann eða eitthvað þí hann sjænar þvílíkt. Svo þegar ég kom að sækja hann í dag bauðst hann til að setja myrru í hann og smyrja hann. Ég þáði það og gaurinn eyddi alveg svona fimm mínútum í að smyrja skrúfuna með einhverju vaxi, blandaði svo eitthvað myrruduft og dundaði sér við að bera það í með mikilli einbeitingu. Þetta vara bara kúl sko. Og boginn einsog nýr :D

Og þar sem ég er ekki með annan boga í Berlín gat ég ekkert æft mig eftir hádegi í gær og neyddist til að jólagjafasjoppa fram á kvöld. Eða þar til Gunnhildur og Kristjana buðu okkur í mat og video...Góður dagur.

No comments: