Friday, April 11, 2008

smá lægð

já í gær náði stressið hápunkti, vaknað klukkan 7 til að læra fyrir hið ógurlega endurtektarpróf í Brahms áfangum mínum. Bóklega prófið sem allir fóru í í lok síðustu annar var víst alveg erfitt hafði ég heyrt og hann ætlaði að prófa mig núna munnlega svo ég lærði og lærði. Fullt af flottum orðum sem ég ætlaði að nota til að lýsa hinu og þessu en svo í prófinu fékk ég einhverjar skítaspurningar sem ég gat svarað með einu orði, eins og hvort Brahms hefði skrifað óperur? Hver Joseph Joachim hefði verið? og hvenær hann samdi sína fyrstu? og fleira í þá áttina. Hefði getað lært í svona klukkutíma og náð!!!! pínu pirrandi. Svo var aukatími í kontrapunkti sem ég vissi ekki af svo ég gat ekkert hitað mig upp fyrir fyrsta sellótíma þessara annar þar sem ég ætlaði að reyna loksins að sýna að ég gæti eitthvað í þessari tvígripaballöðu þótt ég hafi sprengt þumalputtablöðruna mína og fengið sár.

EN allavega ég lifði þetta allt af og fór auðvitað á barinn í lok dagsins. Það var semsagt kneipentour fyrir fyrsta árs nema. Þá er farið skipulagðan hring um bari bæjarins og drukkið bjór. Alveg kósý hefð, æji Lübeck er bara næs og kósý, yndislegt að vera hérna.
Í kvöld er svo dinner hinum megin við gangin hjá Maríu vinkonu sem á afmæli. Hún var eitthvað að fýlupokast í gær svo ég lofaði að elda eittvhað litríkt handa henni í kvöld,
það verður semsagt Tandoori kjúklingur og fullt af litríkum salötum:-D

2 comments:

Anonymous said...

Hæ bloggari gott að geta veitt þér "inspiaration", vona að það hafi verið gaman í afmælinu
( fertugs afmælið sem ég var í var bara frábært og maturinn á grillinu enn betri)heyrumst um helgina, knús mamma

Anonymous said...

Hæ! Scherliess eða Sandberger?

Annars bestu kveðjur frá Íslandi, bið að heilsa Tischi . . .