jæja góða fólk sem ennþá villist inná þessa síðu...
ég er semsagt komin aftur til íslands í stuttan tíma til að klára það sem ég byrjaði hérna með sinfóníunni. Það verður nú örugglega bara gaman því mér heyrist á öllu að það stefni í soldið mikla stemmingu þegar við spilum fyrir landsbyggðina í næstu viku. Prógrammið líka skemmtilegt. Beethoven 5 og svona :-)
Annars er ég eiginlega bara soldið eitthvað eirðalaus og svöng en nenni ekki að elda :-)
Thursday, October 30, 2008
Wednesday, October 22, 2008
LÜB
Jæja þá er mín komin til Lübeck, er reyndar síma, selló og dagbókarlaus sem er ekki alveg málið, en stundum verður maður bara að fá útrás fyrir sauðnum í sér. símanum og dagbókinni gleymdi ég en fannst of dýrt að taka sellóið með þar sem ég er bara á leiðinni til íslands aftur um helgina:-)
Þetta er hins vegar búið að vera mjög afkastamikill morgunn hérna, búin að redda bara nánast öllu sem ég þurfti að gera. Fæ reyndar ekki selló fyrr en á morgunn til að æfa mig svo það er bara kósý dagur hjá mér núna:-)
Þetta er hins vegar búið að vera mjög afkastamikill morgunn hérna, búin að redda bara nánast öllu sem ég þurfti að gera. Fæ reyndar ekki selló fyrr en á morgunn til að æfa mig svo það er bara kósý dagur hjá mér núna:-)
Thursday, September 04, 2008
Á Íslandi
Ég er á landinu svo ef þið viljið vita hvað er að frétta hafið þá bara samband...ennþá með sama gemsa og fyrr :-)
Sunday, August 10, 2008
a lifi
ja elskurnar, eg lifi enn tratt fyrir bloggleysi. Er buin ad vera föst uppi sveit i 3 vikur netlaus! Var semsagt a namskeidum fyrst med kvartettinum minum i einhverju klaustri og sidan sjalf hja gamla kennaranum fra berlin. Voda gaman en otrulega mikil vinna og stress...
Er nuna a leid Kongsins Köben ad heimsaekja brot ur fyrrverrandi fjölskyldunni minni of skelli mer sidan med Magnusi brodir til AMSTERDAM i sma menningarfriferd adur en ferdinni verdur haldid a naesta namskeid!
Er nuna a leid Kongsins Köben ad heimsaekja brot ur fyrrverrandi fjölskyldunni minni of skelli mer sidan med Magnusi brodir til AMSTERDAM i sma menningarfriferd adur en ferdinni verdur haldid a naesta namskeid!
Thursday, July 17, 2008
ferðasaga


Annars er ekki mikið hægt að segja frá þessari stuttu ferð nema að við bara höfðum það alveg fáránlega gott. Túristuðumst eins og vitleysingar og drukkum fullt af góðum tékkneskum bjór. Hann klikkar
aldrei. Stjáni tók "bjór quiz" á belgískum bjórbar og viti menn, hann gat ALLT rétt!! Þar með vann hann sér inn einn bjór og massívt respect á barnum. Fyrir utan þjóðardrykkinn var líka mikið borðað og ekki var það síðra, kanínukjöt, villisvín, gúllash, bakaður ostur og fleira þjóðlegt góðgæti.
Á myndunum er hótelið fína, viewið góða og svo ég að koma út úr litla sæta húsinu hans Kafka þar sem nú eru seldar bækurnar hans á túristaverðum.
Einn Facebook vinur Stjána hitti okkur og sýndi okkur hluta af Prag sem við hefðum aldrei farið eða skoðað sjálf enda hálfgerð "Indiana Jones" ferð um falda náttúru í miðri Prag. Hælar ekki alveg málið!!!
Við stjáni minn erum núna komin heim í kotið okkar í Lübeck og erum að njóta síðustu dagana okkar saman í frí, ásamt því auðvitað að æfa okkur:-)
Thursday, July 03, 2008
fréttir
loksins getur maður bloggað einhverjar almennilegar fréttir. Núna er nefnilega komið lokaplan frir sumarið og haustið líka og ekkert smá plan sko...Vel þétt! Fer á þrjú námskeið, tvær sellólausar skemmtiferðir og verð þá vel tilbúin til að setjast í afleysingarsætið mitt í háskólabíó í tvo mánuði:-) Já þið lásuð rétt, mín er að koma á klakann í heila tvo mánuði að vinna, og ekki nóg með það heldur er þetta skemmtileg sellóvinna sem einnig inniheldur rúmlega tveggja vikna ferð til JAPAN!!!! gaman gaman. Kem reyndar og seint í skólann í haust og þarf líklega að vera stressuð konstant í 3 mánuði til að vinna þetta upp. En skidt, pyt;-)
Núna er önnin hægt og rólega að klárast. Reyndar aðeins of hægt að mínu mati, það er nú komin smá sumarfrísfílingur í mann. helga í heimsókn og 35 stiga hiti og sól...soldið erfitt að einbeita sér en ennþá tvennir stórir tónleikar eftir og eitt kennslufræðipróf svo það er eins gott að halda á spöðunum. Svo verður sellóinu bara skilað til fiðlusmiðs í berlín sem ætlar að passa það fyrir mig svo eg geti djammað samviskulaust í PRAG!!! En þangað til er ennþá vika svo ég þarf að þrauka aðeins lengur...
Núna er önnin hægt og rólega að klárast. Reyndar aðeins of hægt að mínu mati, það er nú komin smá sumarfrísfílingur í mann. helga í heimsókn og 35 stiga hiti og sól...soldið erfitt að einbeita sér en ennþá tvennir stórir tónleikar eftir og eitt kennslufræðipróf svo það er eins gott að halda á spöðunum. Svo verður sellóinu bara skilað til fiðlusmiðs í berlín sem ætlar að passa það fyrir mig svo eg geti djammað samviskulaust í PRAG!!! En þangað til er ennþá vika svo ég þarf að þrauka aðeins lengur...
Sunday, June 22, 2008
PRÓF :-S
Guð minn almáttugur...ég er að fara í próf á morgunn!!! Mér finnst ekki gaman af sellóprófum. Tónleikar geta verið semmtilegir þrátt fyrir tilheyrandi stress en próf eru bara einfaldlega ömurleg. Semsagt mjög gott þegar það verður búið.
Annars virðist ég vera hætt að gefa Stjána mínum "dauða hluti" því um jólin fékk hann líkamsræktarkort með Spa notkun svo það var bæði fyrir líkama og sál. Síðan var ég að enda við að skipuleggja mergjaða paraferð til prag með helgu og jóa í afmælisgjöf handa honum...Það verður enginn smá lúxus á liðinu.
(Bara svona svo að allir séu með það á hreinu á Kristján samt ekki afmæli fyrr en 29. júní en ég er ömurleg í að halda leyndarmálum svo hann veit alveg af þessu.)
Helga sagði mér líka í dag þær yndislegu fréttir að hún ætlar að heimsækja mig í byrjun júlí svo þótt ungfónía hafi stolið af mér stjánanum mínum (eða reyndar keypt hann því þeir borga víst meira en ég:-/) verð ég sko ekki ein:-) Gaman gaman, stuð í LÜB...
Jæja ætla að skella mér yfir til nágrananna og fá lánaðan poppmais. Það er víst ekki hægt að neita sér um fíknina sína svona kvöldið fyrir próf...
Annars virðist ég vera hætt að gefa Stjána mínum "dauða hluti" því um jólin fékk hann líkamsræktarkort með Spa notkun svo það var bæði fyrir líkama og sál. Síðan var ég að enda við að skipuleggja mergjaða paraferð til prag með helgu og jóa í afmælisgjöf handa honum...Það verður enginn smá lúxus á liðinu.
(Bara svona svo að allir séu með það á hreinu á Kristján samt ekki afmæli fyrr en 29. júní en ég er ömurleg í að halda leyndarmálum svo hann veit alveg af þessu.)
Helga sagði mér líka í dag þær yndislegu fréttir að hún ætlar að heimsækja mig í byrjun júlí svo þótt ungfónía hafi stolið af mér stjánanum mínum (eða reyndar keypt hann því þeir borga víst meira en ég:-/) verð ég sko ekki ein:-) Gaman gaman, stuð í LÜB...
Jæja ætla að skella mér yfir til nágrananna og fá lánaðan poppmais. Það er víst ekki hægt að neita sér um fíknina sína svona kvöldið fyrir próf...
Subscribe to:
Posts (Atom)