klukkan er 11.30 og ég er búin að gera massív alþrif á íbúðinni. Kristján smellti sér í burtu í viku og ég nýtti tíman til að sóða eins mikið út og hægt er! Samt er það sko ég sem er takatileftirsig tuðarinn á þessu heimili. Skrýtið. En ég er sem sagt núna búin að hylja öll ummerki um sóðavikuna mína og vona að hún haldi sér í burtu í framtíðinni.
Sit núna í sófanum með morgunmat og kaffi og bíð eftir að gólfin þorni:)
Annars er ekki mikið að frétta. Helgin fór í að spila straussljóðin mín á bekkjartónleikum, gekk bara sæmilega en einhverra hluta vegna langaði mig ekkert rosalega að selebreita og er eiginlega fyrst núna að finna svona eftirstressléttirinn. Og svo var sko kvartettmaraþon í gær. Það er alltaf gaman, en líkamlega soldið þreytandi.
Svo er það bara brahms festival sem tekur við. ENDALAUSAR hljómsveitaræfingar og þar á milli kammer og einleikstónleikar með stjörnukennurum skólans. Ekki amalegt;)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Dugleg að þrífa! Gaman að heyra að það séu skemmtileg verkefni framundan
kv. mamma
Post a Comment