Sunday, May 11, 2008

sól og sumar

Úff lífið er svo gott! Er reyndar ágætlega einmanna í augnablikinu þar sem að allir vinir mínir stungu af til að fara heim til sín eða í frí eða eitthvað um hvítasunnuna og stjáni er eitthvað að giggast í Dresden. Hefði auðvitað átt að skella mér með honum en mín ákvað að það væri víst komin tími til að æfa sig eitthvað á þetta selló sem ég er að læra á. Svo er samt 30 stiga hiti og sól og ekkert grín að einbeita sér að etýðum með það í glugganum.

Er samt sko búin að vera ýkt dugleg að vakna snemma og vera búin að æfa mig massívt fyrir hádegi (nágrönnum mínum til mikillar ánægju) til að geta eytt eftirmiðdeginum í ræktinni. Þar get ég nefnilega svitnað í svona klukkutíma og skellt mér síðan í laugina og út á þak í sólbað. Það er ekkert smá næs. Þar er útsýni yfir alla Lübeck og fullt af sólbekkjum. LÚXÚS!!!!

Á morgun stefnum við kristján reyndar á ströndina á Travemünde. Tjékka á stemmingunni þar. Fórum alderi þangað í fyrra vegna þess að sumarið kom aldrei í lübeck í fyrra. Semsagt eins gott að nýta það núna:-D

4 comments:

Anonymous said...

ohhhh hvað ég myndi gefa mikið fyrir svona heit sumur á Íslandi....
Gaman að geta fylgst með þér.
knús á þig

Anonymous said...

Hæ krúsina taktu vel út Travemunde mundu að mig dreymdi líka um hana síðasta sumar en náði eldrei þangað get ekki beðið eftir að fara með ykkur þangað nú í ár. Þarf að heyra hvenær þú ferð á námskeið er að skipuleggja camping på enø med Maj, sumarhúsaferð með Hanne og Peter i Maríeløst bara spennandi sumar framundan hjá mér og Ásdísi Birnu. Njóttu blíðunnar og að fara í ræktina vona að þetta vikutilboð sem ég átti þar gildi enn?
knús mamma

Guðný said...

Auðvitað, þarft bara að koma þér hingað!!

Anonymous said...

já já þú átt eftir að fá nóg af mér!