Wednesday, May 30, 2007

indverskt húsráð

Malasískur félagi minn sagði mér í gær að við magapínu eiga indverjar það til að fínsaxa lauk, troða honum í naflan og vefja svo magaborða utan um!

Spurning hvort þetta virkar...

Tuesday, May 29, 2007

góð helgi búin, stress helgi framundan...

Já helgin var svo sannarlega skemmtileg...vorum með útlendingapartý, fyrir þýskubekkinn hans kristjáns. Þar komu 16 manns, enginn frá sama landi. Mjög athyglisvert, fengum að smakka bæði kínverskt og írakst góðgæti í eftir og fengum eitthvað voða spes áfengi frá dijon héraði í Frakklandi að gjöf. Þar sem að stendur 45% á flöskunni hef ég ekki ennþá lagt í að smakka það...En mér skilst að það eigi að blanda það með vatni:-S

Svo buðum við tónlistarliðinu í afgang og póker á sunnudagskvöld. Svosem engir harðir pókerspilarar þannig að þetta var nú bara gaman og mjög kósý. Við bjuggum nenfilega til súpu oní svona 100 manns myndi ég giska á...erum sjálf semsagt búin að borða súpu í þrjá daga, alltaf verið með einhverja félaga í mat og erum samt með fullan frysti af súpu! Góð súpa samt...

Í gær byrjaði svo heilsuátak guðnýjar og hreyfingarátka Kristjáns. Við hlupum semsagt saman hringinn í kringum eyjuna okkar. ótrúlega fallegt og bara gaman þegar maður er svona tveir saman. Þá er ekkert í boði að vera að aumingjast neitt. Vorum samt bæði alveg búin að því...erum í hryllilegu formi. En nú á að bæta úr því.

Jæja söngvaraliðið uppi er farið að láta heyra verulega í sér. Ég tek það sem merki um að ég eigi að fara að æfa mig. Er sjálf á leiðinni í söngtíma á eftir:-) Það er svo gaman, en ég er svoooooo léleg.

Bis später

Saturday, May 19, 2007

Smá fréttir

Ekki svosem mikið að frétta héðan. Er bara að æfa og æfa. Alveg tvö sellóvorspiel á næstu vikum og kammer í þessari viku. Svo er kennarinn minn með regluleg etýðudauðavorspiel. Eitt svoleiðis tileinkað Popper verður 5.júlí og þar er SKYLDUetýða takför og ein að frjálsu vali. Með þetta skyldu dót er ég ekki alveg búin að fatta sko...hljómar einsog samkeppnismyndun stefna. Hmm...Hver veit, kannski er dýpri tilgangur.

Annars var ég að skrifa minn fyrsta fyrirlestur á þýsku/guðnýsku. Um mína reynslu af tónleikastressi og ráðum gegn því. Í næstu viku verður svo fluttur einn slíkur um hryggjasúlu og mjaðmabein. Verður mjög áhugavert...

Thursday, May 10, 2007

Jæja

Þá er komið að því . Blogg!

Hef ekki verið neitt voðalega dugleg að blogga undanfarið enda ekki mikið um að vera nema bara að æfa æfa æfa á píanó og selló. Píanókennarinn minn er sá metnaðarfyllsti sem ég hef kynnst, gerir meiri kröfur en sellókennarinn í augnablikinu. Sellókenanrinn er soldið furðulegur þýskur kall sem manni langar ekkert endilega að lenda uppá móti en hann virðist vera nokkuð ánægður með vinnu mína hingað til en svo er bara eins gott að haga sér!

Svo er ég líka að eignast nýja vini sem er voðalega gaman. Sakna samt auðvitað "famelíunnar" í Berlín. er aðallega komin með ógeð af að tala þýsku. Er orðin voðalega klár í tjattinu en er að verða geðveik á að stama og beygja vitlaust og svona. Verður voðalega þreytandi og ¨nervig" til lengdar. En ég á þolinmóða vini...

Vá hvað þetta er leiðinlegt og andlaust blogg. Vonandi kemur andinn yfir mig einhverntíman í vikunni.