Tuesday, October 31, 2006

ÍSLAND KALLAR

Elsku fólk, ég er að koma heim:D
Það verður nú aldeilis næs. Eða kannski ekki næs því spilastress bíður mín þar en það verður vonandi bara gaman.
Fékk skemmtilegt símtal í gær og er víst á leiðinni heim að spila með sinfó í seinni tvo tónleikana í Nóvember.
Svaka prógram á boðstólnum svo ég verð víst límd við sellókall þessa daga en mun auðvitað reyna að hitta sem flesta. Ef einhver veit um æfingaraðstöðu fyrir svona flakkara væri ekki verra að vita af því. Hlíðarhjallinn hefur takmarkaða þolinmæði fyrir sargi...

SJÁUMST :-D

Sunday, October 29, 2006

kósýkós

Sunnudagar eru svo ljúfir að það er aveg yndislegt. Í dag vorum við Stjáni með pönnsuboð sem var óskaplega huggulegt og svo horfðum við á vídeó fram eftir degi. (Geymdum semsagt uppvaskið :S) Það er bara svo kósý þegar það er rok og rigning úti. Núna á ég hins vegar eftir að læra...

Reyndum að fara á tónleika með fílnum í gær en fengum ekki miða. Stóðum í röð í tvo heila tíma. Við Helga gerðum báðar þau mistök að vera á háumhælum sem gerði þessa stöðu ekki mikið betri. En það var ekki séns að fá miða svo við löbbuðum út með skottið á milli lappanna en gerðum gott úr kvöldinu og skelltum okkur á White Trash og Qba. Þetta er nú samt alveg sjúkt með þessa fílharmóníu sko. Síðustu helgi fórum við stjáni á brückner tónleika þar sem var uppselt þrjú kvöld í röð og sko EKKERT sæti laust. Við fengum standmiða enda vorum við mætt þegar hurðin opnaði klukkan 6 tveimur tímum fyrir tónleika en þá var strax komin töð fyrir utan. Í gær var aftur búið að vera uppsellt þrjá daga í röð á sama prógram. Reyndar Gidon Kremer að spila og svona en samt, það er bara sjúkt og 50 manns sem var vísað í burtu klukkan átta þegar það kom í ljós að það voru ENGAR ósóttar pantanir og ENGINN leið til að troða fleirum inn í. Allavega gaman að svona áhugi skuli vera fyrir klassískri tónlist. Konsert gærkvöldsins var nú kannski ekki sá aðgengilegasti, Gubaidulinu Offertum fyrir fiðlu. En ég hefði samt viljað fá miða. Gleði mín yfir þessum almenna áhuga nær ekki lengra en það.

En nú byrjar ný vinnuvika hérna í berlín. Æfa æfa æfa, læra, læra, læra. Hann Niykos minn ætlar að hjálpa mér að undirbúa mig fyrir inntökuprófin sem er mikill léttir, var ekki alveg að sjá hvert sellótíma mál væru að stefna. Og ég má spila Haydn C :D Það er líka MIKILL léttir. Það bíður þá samt mikil vinna á stuttum tíma...

Friday, October 20, 2006

OJ ég er kvefilíus og með einhvers konar sýkingu í sellóputta. Loksins búin að koma lífinu í gang, búin að fá þokkalega æfingaraðstöðu og alles en þá bara gerir líkaminn uppreisn. Týpískt, Vonandi lagast þetta STRAX, helst í dag því ég var búin að lofa glansandi shostakovich á sunnudaginn á tríóæfingu. Og það er víst ekkert sem gerist meðan ég læri þýskar málfræðireglur.

Hins vegar á ég yndislegan kærasta/sambýlismann sem kann allt. Fékk næringarbombumáltíð í hádeginu í gær í tilefni af kvefinu. Svo var kvöldmatur líka í hans höndum og eftir matinn litaði maðurinn á mér hárið og viti menn ég er hörkusæt bara. Svona ef maður mínusar rauða snýtinefið sko. Ætla samt ekkert að fara að auglýsa kosti hans eitthvað nánar hérna þar sem hann er ekki til sölu;)

Wednesday, October 18, 2006

komin tími á blogg hmm?

já það er sko aldeilis komin tími á blogg.Alveg fullt búið að gerast. Engjagatan er orðin skínandi fín og mubleruð. ALLIR hlutir eiga stað núna. Það er góð tilfinning. Svo var partýhelgin mikla. Eftirtóneikadjamm á föstudaginn hjá kalaidoskóp og svo partý hjá helgsu í tilefni heimsóknar þriggja stærstu djammaragellum Íslands á laugardag. Brjálað að gera semsagt. Og bæ the wei krakow var æði. Eini almennilegi minjagripurinn sem ég kom með heim er reyndar bara MJÖG óhugnalega bók um Auschwitz. Alveg hryllingur að lesa þetta. Úff úff og aftur úff. En frábær ferð, hef aldrei fengið svona rosalega miklar upplýsingar um menningu og sögu beint í æð.

Allavega allt að komast í fastar skorður núna. Komin rútína í mann og svona. Rosalega langir dagar. Úff. Þessi þýskuskóli gerir það ekki auðvelt að æfa sig, en með mikilli skipulagningu og miklum einbeitingarvilja þá tekst það nú samt. Er bara svo langt síðan maður þurfti að einbeita sér að einhverju öðru líka. Því þetta þýskunám er ekkert grín. Alveg full time stúdía þannig séð. Og ég komst sko að því fyrsta daginn að ég á MJÖG langt í land! Var greinilega eitthvað að ofmeta kunnáttu mína þarna. Ég sem er búin að babla og babla hérna í alveg næstum því ár. Það hefur nú varla meikað mikið sens. En það mun sko breytast með þessu áframhaldi.

Þessu kvöldi verður hins vegar eytt uppí sófa í utanafbókarlærdóm af piatti caprísu og bachpælingar. Þjösnaðist víst aðeins á aumingjans pulsunum í gær og í morgunn svo þeir fá frí frá æfingum í kvöld. Hefur annars verið mjög erfitt að komast í gang með almennilegar æfingar vegna aðstöðuleysis en þetta er allt að koma. Er búin að leigja mér kvöldaðstöðu í einhverjum slagverksskóla, brjálað pönkarastuð þar;) og deili morgunaðstöðu með öðrum annars staðar. Er eftir að sjá hvort að það gangi upp.

over and out...

Monday, October 02, 2006

FRÍ

ELDSNEMMA í fyrramálið verður lagt af stað í frí! þá erum við að tala, engin hljóðfæri, EKKERT plan, hótel, út að borða ódýrt öll kvöld. FRÍ! Þetta er semsagt útskriftar og stórafmælisgjöf til okkar Kristjáns frá settinu í kópavoginum sem reyndar nýttu tækifærið sjálf og skelltu sér á sólbaðsströnd á Tyrklandi. Við erum reyndar á leiðinni í aðeins öðrvísi stemmingu, útrýmingabúðir, saltnámur og fyrrverandi ghettó... semsagt Krakow.

Í dag var Ikea tekin með trompi og við stjáni að gefa heimilinu meikover...með öðrum orðum, kaupa hirslur fyrir eigur okkar (Kristjáns) sem áður áttu heima á gólfinu. Síðan hefur borvélin verið á lofti... Allt að verða fínt og flott en það munu samt bíða kassar og dót þegar við komum heim.

Annars langar mig bara að biðjast afsökunar á tenglaleysi. Ekki taka þessu nærri ykkur elskurnar. Þetta er allt í vinnslu:-S

Sunday, October 01, 2006

Skynsemi

Er heima að bíða eftir Kristjáni, hef ekki hitt hann í MÁNUÐ!!!! það er ömurlegt, en allavega hann er í lestinni frá fugvellinum og ef ég hefði tímt 4,20 € og klukkutíma af æfingartímanum mínum væri ég í örmum hans nú þegar í stað þess að hanga hér og ganga um gólf...URR. Stundum er ekki gaman að vera skynsamur. Jæja ég ætla að fara að þvo þvott og elda mat...Meiri skynsemi OJJ