Tuesday, January 30, 2007

Detmold

...er krúttlegur bær ekki eins langt frá Berlín og ég hélt. Fór semsagt þangað í gær til að spila inntökupróf í dag. Fékk gistingu hjá nemanda í skólanum sem var kínversk og bjó á Woldemortstrasse! Hún var MJÖG indæl við mig en ég kannski ekki alveg hressasta manneskjan til að kynnast á íslensku/kínversku blönduðu þýsku svona kvöldinu fyrir próf. En hún setti á fallega jólatónlist sem var soldið súrt en það var víst uppáhalds þýska tónlistin hennar!

Ég komst því miður ekki áfram í þessum skóla enda bara tveir heppnir af mörgum mörgum hæfileikaríkum sellistum sem gerðu það. En það er stappast í mig smá stál. Held alveg a´ð maður geti vanist stressi og svona leiðindaaðstæðum...naut þess meira að segja pínulítið að spila haydeninn minn fyrir þetta lið (þótt reyndar bach hafi klúðrast soldið vel tónlega séð). En þetta er allt að koma.

Svo átti ég bara yndislegan dag með sjálfri mér á labbi í Detmold sem er ótrúlega falleg en kannski ekki mest spennandi borg í heiminum. Ótrúlega fallegur hallargarður og litlar göngugötur og gönguleiðir út um allt.

Bis später...

Thursday, January 25, 2007

eitt búið....FIMM eftir

Inntökupróf hafin!!! Fór í fyrsta prófið mitt í dag. Það var í Hans-Eisler í Berlín. Ég var stressuð og ekkert ýkja góð en panikkaði ekkert alvarlega svo þetta vara bara jákvæð reynsla. Ég allavega komst "áfram" en veit ekkert meira.

Átti annars mjög kósý dag með sjálfri mér þegar þetta var búið og hitti svo Guðnýju hina og Dísí á æðislega sushi pleisinu með færibandinu...

En núna er bara svefn og æfingar fyrir næsta próf!

Sunday, January 21, 2007

blómabörn

já berlín er og verður alltafsmá hippaborg. Þegar ég flutti á Wiesenstrasse var tóbakssjálfsali, örugglega síðan fyrir stríð á húsinu, við hiðina á inngangnum. Hann var síðan fjarlægður fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég hef svosem ekki saknað hans mikið en hann skildi eftir sig frekar ljótan skítablett á stærð við sig á veggnum. Svo núna þegar ég var að koma heim úr æfingarherbreginu mínu, um sirka 23.00 á staðartíma, er ekki bara stelpa mætt með pallettuna og farin að mála blóm á vegginn... Reyndar er gatan mín sama sem ekkert upplýst svo ég sá ekki nákvæmlega smáatriðin í þessu listaverki en hún bauð kurteisislega góða kvöldið og spurði hvort mér væri sama.

Allavega, annars er ekki mikið að frétta af mér. Er farin að getað æft mig, er orðin sérfræðingur í umbúðum og plástrum af öllum tegundum og gerðum. Ef ég kemst ekki inn í skóla get ég kannski snúið mér að plástraiðnaðinum...

Thursday, January 18, 2007

oooo

ooo ég skar mig í alvörunni í puttan og það er ekki gróið :-(

Blekking

Í dag fór ég í hádegismat til Helgu Þóru í þeim tilgangi að spila í gegn fyrir hana. Á leiðinni keypti ég beyglur. Svo kom að því að borða og þá þurfti að skera þær. Þá skar ég þvert í gegnum 1.puttann minn!!!!!!!!!

Hröð viðbrögð Helgu gerði það að verkum að ég er enn á lífi því áður en ég náði að panikka, gráta og taka andlegt kast dreif hún mig út og er búin að vera með skemmtiprógramm það sem eftir er dags. Við kíktum í bæin og í eplaköku til Freyju, borðuðum núðlur og horfðum á vídeó.

Ég er samt núna komin heim í háttinn og lifi enn í þeirri unaðslegu blekkingu að ekkert hafi gerst og ég vakni í fyrrmálið og puttinn sé búin að gróa og ég geti þurrkað þennan dag úr minni mínu. Ef ekki megið þið kæru lesendur gjarnan byrja að leita að plássi á góðu hæli fyrir andlega veika...

Tuesday, January 16, 2007

Komin hitt heim

Ég er komin til Berlínar þar sem bíða mín ekki neitt rosalega skemmtilegar vikur þar sem ég er Stjánalaus og með brjálað inntökuprófsstress. Er samt að reyna að taka þessu létt, það hlýtur einhver kennari í einhverjum af þessum 6 skólum að sjá eitthvað örlítið spennandi við mig. Fór í sellótíma í morgunn og fékk raunveruleikasjokkið. Samkvæmt kenningum Niykos þarf maður að spila FULLKOMIÐ, ALLTAF! Allavega það verður semsagt markmið vikunnar ;)
Hef ró og næði hér til að koma þessu í lag vona ég. Allavega ég ætla ekkert að gera næstu daga og vikur nema að undirbúa þetta svo ég geri ráð fyrir að þetta blogg verði ekki mikið spennandi þetta tímabil. Reyndar fór dagurinn í dag í stússerí eftir langa fjarveru. Á samt ennþá eftir að hringja nokkur símtöl og klára að pakka upp.
Kom jólunum mínum fyrir í þremur plastpokum í dag. Jólaskrautið mitt tók frekar vesældarlega á móti mér í gærkvöldi. Og eitt mjög gott og mikilvægt verkefni dagsins var að borða sushi með helgu minni í hádeginu...langþráð það eftir allar þessar kjötveislur.
Elsku Ísland og allir: Ég sakna ykkar strax!!

Saturday, January 13, 2007

Panik!!!

Jæja ég berst enn við sviðskrekkinn. Er í fínu jafnvægi annars og kann held ég allt sem ég á að kunna fyrir þessi inntökupróf en þarf eitthvað að finna lausn við fyrstu mínútna panikinu sem virðist er svoldið alvarlegt. Það kom aftur núna þótt að ég sé komin yfir flesta mína komplexa síðan í fyrra og hefur gengið nokkuð vel að koma mínu frá mér í vetur. En ætli þetta komi ekki bara með æfingunni. Þarf bara að vera dugleg að setja mig undir mikið álag og spila rosa stressuð og svona. Verð orðin góð í svona þriðja inntökuprófinu;) Þá verð ég komin í stressþjálfun vonandi. Allavega þúsund þakkir fyrir að mæta og gera mig stressaða:D

Monday, January 08, 2007

Rennsli

Núna er akkúrat mánuður síðan ég bloggaði síðast. En ég er á Íslandi svo fólk getur nú bara hringt ef það vill heyra fréttir af mér. Verð hér í akkúrat viku í viðbót. Flýg semsagt til Berlínar 15.janúar.
Annars er ekki mikið að frétta nema að ég er komin á fullt í einhverja kírópraktors meðferð, læt braka allsvakalega í rifbeinum og fleiru annan hvern dag núna og er að æfa mig eins mikið og mögulegt er með því. Þetta virðist vera að virka svo ég er glöð :D

Svo langar mig til að bjóða þeim lesendum þessa blogs sem ennþá hafa trú á því eftir allt þetta bloggleysi að koma og hlusta á mig spila í gegnum inntökuprófsprógrammið mitt á laugardaginn klukkan 16 í salnum í Listaháskólanum. Matthildur ætlar að spila með mér skemmtilegasta og heilbrigðasta sellókonsert í heimi nefnilega haydn C-dúr og svo verður eitthvað einleiksgotterí á borð við bach og hindemith og svoleiðis á dagskránni. Þetta er ekkert rosalega langt og það væri yndislegt að fá sem flesta svo ég verði nú almennilega stressuð fyrir þetta;)