Thursday, October 25, 2007

billiard

það er búið að vera frekar dautt í Lübeck undafarna viku en núna er stefnt á billiardkvöld, svo á að skella sér enn eina ferðina enn til Berlínar. Ammlispartý, tónleikar og ýmislegt skemmtilegt.

En fyrst matur! (er semsagt ekki búin að nenna í búðina alla vikunna, er búin að vera á kantínufæði skólans en núna ætla ég að skella mér út að fá mér eitthvað GOTT í gogginn)

Friday, October 19, 2007

Helgarstemming

Enn einu sinni var kvartað yfir bloggleysi :-/

Hérna er vikan að klárast, föstudagar rólegir í skólanum svo maður er bara komin í helgarfílingin og meira segja spurnig um að smella sér til berlínar í eftirmiðdaginn. Þarf hinsvegar að vera dugleg að æfa mig til að mega það :) ætla því að halda því áfram...

Annars eru systkyni mín bæði að keppa í Svíþjóð um helgina svo ég ætla að nýta tækifærið hérna onlæn og óska þeim báðum góðs gengis og í guðanna bænum að meiða sig ekki...

Wednesday, October 10, 2007

ferðalag

Í gær keyrðum við Astrid vinkona 500 km til að sjá Rigoletto með kristjáni í flensburg. Þetta hefði reyndar ekki þurft að vera svona langt en við keyrðum 80 kílómetra í vitlausa átt og þurftum að snúa við þar. Við semsagt enduðum með að sjá einungis 2. og 3. Akt af Rigoletto í flensburg. En mér tókst einnig að stela nokkrum kossum svo þetta var allt saman þess virði:)

Ágætis ævintýri fyrir tvær óvanar á pínulítilli opel druslu á hraðbrautum þýskalands....

En núna er sko skólin byrjaður á milljón og miðvikudagar verða þokkalega ekki vinsælir hjá mér í vetur. 2 tveggja tíma fyrirlestrar um rómantíska tónlist (annar brahms almennt og hinn Mendelsohn kammermusik) reyndar allt mjög áhugavert en mjög fræðilegt og á þýsku takför og síðan dauði hverrar viku: PÍANÓTÍMI :-S

Wednesday, October 03, 2007

komin hitt "heim"

Þá er ég aftur komin til Lübeck og byrjuð í skólanum og alles. Það er náttlega bara yndislegt og hér er sko gott að vera. Fallegt veður og gott fólk. Held að þetta verði bara hin fínasta önn. Hins vegar þarf ég að vera rosalega dugleg að æfa mig til að bæta fyrir æfingarleysi í "fríinu" en það voanandi reddast. Fyrsti selló og píanótíminn ekki fyrr en í næstu viku svo stressið er ekki farið að hellast neitt alvarlega í mann.
Í dag er hins vegar frídagur í Þýskalandi (Tag der deutschen Einheit ,hvorki meira né minna) en það virðist ekki hafa nein áhrif á æfingar og er stenft á hálfs dags kammeræfingu sem fer að hefjast hvað og hverju. Við erum að æfa Mendelsohn c-moll tríóið sem er æði, en ég sakna samt Helgu minnar og Bendiks og bestu kammertímum í heimi...

Jæja elsku fólk sem ennþá flækist inn á þessa síðu, hafið þið það sem allra best :-)