Saturday, May 31, 2008

weisswürstchen

Í gær frumflutti kvartettinn minn verk á tónsmíðatónleikum í skólanum. Það var nú soldil lhí stemming yfir því en í staðin fyrir villt tónskáldapartý voru okkur fengnar fjórar gæðavínflöskur. Við héldum þá bara sjálf partý sem var bara mjög vel heppnað. Síðan var okkur sko boðið í ekta Bayrisch Weiswurstfrühstück hjá Barböru. Það eru semsagt hvítar pulsur sem maður klæðir úr skinninu og borðar ásamt skrýtnu sinnepi og nýkökuðum Brezel. Hún flutti semsagt sértaklega pylsurnar og sinnepið með sér frá slátraranum sínum í Regensburg. Svo á maður víst að drekka hveitibjór með en svona eftir nóttina voru ekkert allir í þannig stemmingu, þó sumir. Soldið sérstakur morgunmatur en rosa gott verð ég segja, var ekki með háar væntingar þar sem ég lofaði mér þegar ég flutti til þýskalands að ég myndi aldrei éta þessar ógeðslegu hvítu pylsur sem maður sér hérna. Ég vona samt enn að ég fari aldrei í krukkupylsurnar, það er einum of ógeðslegt.

En núna ÆFA SIG!!

Friday, May 23, 2008

jæja þá er það Berlín

Mín ætlar sko að skella sér til Berlínar að njóta vorsins um helgina, en til þess að þetta verði ekki bara tjill er ég búin að boða mig í sellótíma hjá fyrrverandi. (Sellókennara s.s) Eins og venjulega gistum við Stáni á hótel Elfus og Eygló á Gleiminu. Partý, eurovisionsdjam sunnudagstjill og ýmislegt fleira á dagsskrá. Er búin að eiga soldið bissí viku og mun það líklegast halda þannig áfram næstu vikur. Er að spila í einhverju Mozart projekti, sinfonie Concertante með kreizy sólistum í skólanum og svo tók kvartettinn minn að sér frumflutning á kínversku blómi :-)
Einnig styttist í klassenabend þar sem ég ætla að sullast í gegnum Chopin sónötuna mína, gengur alls ekki nógu vel...Gaman að því!

Annars er ég að reyna að skipuleggja námsskeiðsríkt sumar svo ef einhver veit um einhverja góða sellókennara á vappi má endilega láta vita:-)

Sunday, May 11, 2008

sól og sumar

Úff lífið er svo gott! Er reyndar ágætlega einmanna í augnablikinu þar sem að allir vinir mínir stungu af til að fara heim til sín eða í frí eða eitthvað um hvítasunnuna og stjáni er eitthvað að giggast í Dresden. Hefði auðvitað átt að skella mér með honum en mín ákvað að það væri víst komin tími til að æfa sig eitthvað á þetta selló sem ég er að læra á. Svo er samt 30 stiga hiti og sól og ekkert grín að einbeita sér að etýðum með það í glugganum.

Er samt sko búin að vera ýkt dugleg að vakna snemma og vera búin að æfa mig massívt fyrir hádegi (nágrönnum mínum til mikillar ánægju) til að geta eytt eftirmiðdeginum í ræktinni. Þar get ég nefnilega svitnað í svona klukkutíma og skellt mér síðan í laugina og út á þak í sólbað. Það er ekkert smá næs. Þar er útsýni yfir alla Lübeck og fullt af sólbekkjum. LÚXÚS!!!!

Á morgun stefnum við kristján reyndar á ströndina á Travemünde. Tjékka á stemmingunni þar. Fórum alderi þangað í fyrra vegna þess að sumarið kom aldrei í lübeck í fyrra. Semsagt eins gott að nýta það núna:-D