Tuesday, January 24, 2006

klukk

Oj klukk. Vá hvað ég kem shallow út úr þessu

A.Fernt sem ég hef unnið við
1. Ræstitæknir á Hrafnistu
2. Ræstitæknir á leikskóla
3. Tónlistarkennari
4. Ritari

B.Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
1. Pretty woman
2. Annie
3. Alle tiders Nisse
4.Allar Disney myndirnar

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér finnast skemmtilegir:
1.Friends
2.Sex and the city
4.Alias
5.Bráðavaktin

(og MARGIR fleiri! Er sjónvarpsþáttarfrík, tekst að verða spennt yfir hvaða rusli sem er)

Fjórar bækur sem ég get lesið aftur og aftur
1. Flestar Alleende bækurnar
2. 600 utroligunödvendige oplysninger
3. H.C Andersen ævintýri
4. Minidisc manualinn. (skil alltaf jafn lítið)

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
1.Langabrekka 2, Kópavogur
2.Kagsaa Kollegiet, Herlev Kaupmannahöfn
3.Hlíðarhjalli 14
4.Wiesenstrasse 30, Berlín

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Calpe, Spánn
2. Nordfjell, Noregur
3. Prag
4. Valencia

Fjórar síður sem ég kíki daglega á:
1. Mína eigin til að athuga komment
2. Kristjáns Blogg
3. Helgu Blogg
4. Elfu Blogg

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
1. Vel kryddaðir kjúklingavængir. (var að slátra fimm svoleiðis)
2. Pastagumsið hans Kristjáns
3. Villibráð með waldorfsalati og ýmsu öðru góðgæti
4. Ýmsar súpur

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1. Á tónleikum eftir mörg ár og langt nám þegar ég hef vald á hljóðfærinu mínu.
2. Gl. Kongevej fjórða hæð til vinstri
3. Í sumarfríi á stað sem ég hef ekki verið á áður
4. Í heitu baði

klukka sóley og dísu ;) læt það nægja.

Monday, January 23, 2006

Kuldi

Það er kalt í Berlín. Kalt kalt kalt!!!! Erum alveg að tala vont að anda kalt sko...

En sumarfrísskipulanging er held ég langbesta meðalið við því. Og kannski eitt rauðvínsglas með sex and the city þætti kvöldsins)

Sunday, January 22, 2006

Kúkað í þvottahúsinu

Í kvöld afskrifaði ég endanlega að þvo þvott í Berlín. Hef borið mjög blendnar tilfinningar gangvart þvottahúsi hverfisins sem er nokkuð langt í burtu, dýrt og subbulegt. Í kvöld hins vegar lenti ég í því að automatinn át peninginn minn fyrir tvær af þreumur vélunum mínum. Ég hringdi í notfall nr. og var tilkynnt að þýskri hefð að ég gæti ekki annað gert en fyllt út kvörtunareyðublað sem ég fyndi í einu horninu. Ég æsti mig pent á minni príma þýsku en neyddist til að hanga í þessu skítapleisi þangað til þessi eina vél mín kláraðist. Þegar ég ætlaði að fara að setja hana í vinduna stendur róninn, sem á heima í þvottahúsinu (og fer oftast mjög lítið fyrir), upp og pissar bara fyrir framan mig. Mér ofbauð vel af þessari hegðun hans og fannst að nærvera mín ætti skilið meiri virðingu en þetta. Ákvað samt bara að láta eins og ég hefði ekkert séð og ignora nöldrið sem virtist vera að æsast aðeins en sný mér svo við....og getiði hvað, minn bara búin að leggja dagblöð á gólfið og sestur í kúk!!!!!!!!!!

Guðný hljóp heim í 12 stiga gaddi með rennandiblautan þvott og fullt af skítugum þvotti og viti menn, mistígur sig í tröppunum heima. Svo nú er ég fötluð, skítug og gjörsamlega ofboðið.
Þennan prís borgar maður fyrir að þykjast vera orðin nógu stór til að flytja að heiman!

Wednesday, January 11, 2006

Komin heim á Wiesenstrasse 30

Ósköp er nú gott að vera komin aftur á Engjagötuna mína. Jólafríið var frábært og ég þakka fjölskyldunni fyrir konunglegar móttökur. Hinsvegar þá líður mér greinilega bara alveg ferlega vel hérna í tyrkjahverfinu mínu með henni helgu minni. Ferðalög eru líka bara svo óendanlega leiðinleg, alltaf gott að komast á leiðarenda.

En núna hamast ég bara á elgar og nokkrum kammeræfingum og nýt stórborgarlífsins í nokkrar vikur í viðbót. Þarf reyndar að fara í mjög langt og stressandi ferðala í næstu viku en það verður að hafa það. Hef örugglega mjög gott af því þegar upp er staðið. Ekkert betra en smá álag;) Nei ég segi svona.

Biðst innilegrar afsökunnar á bloggleysi. Hef bara ekki verið "in the mood" skiljiði...