Eftir alltof mikið tjill í Berlín er stressið gengið í garð hérna í Lübeck. Skólinn að byrja, endurtektarpróf nálgast, hljómsveitarprojekt með endalausum æfingum því það er sko Brahms Festival og þetta SKAL verða fullkomið. Svo eru bekkjartónleikar sem ég er skyldug til að spila á þar sem ég gerði lítið af því að koma fram á síðustu önn en þar sem ég er nú ekkert með neitt of mörg verk í puttunum eftir fríið er ekkert auðvelt að finna eitthvað til að spila. Ég tilkynnti kennaranum mínum að með mikilli vinnu gæti ég kannski gert einn tvo kafla úr chopin sónötunni minni en nei þá er það ekki hægt því einn yndislegi asíski virtúósinn í bekknum ætlar að spila hana alla takkfyrir! svo ég er í ruglinu...
Ég fór líka með sellóið mitt í viðgerð í Berlín, lét alveg stytta mensuruna um 1 og 1/2 sentimeter. Það er slatti og ekkert rosalega auðveld breyting þó að þetta muni auðvelda mér lífið þó nokkuð í framtíðinni, ásamt því að auka möguleikana á að selja hljóðfærið þegar þar að kemur. Er einnig komin með franskan stól og akkustiskan strengjahaldara og bara allan pakkan. Það er semsagt bara einsog nýtt þessi elska.
Annars bara langar mig að þakka húseigendum á Gleim- og Torstrasse kærlega fyrir gistiplássið í Berlín. Höfðum það ekkert smá gott:-)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hæ elskan það er gott að heyra að þú sért að komast í gírinn, svona er jú lífið það er ekkert bar "tjill" í Berlín gaman að sjá svon "blogg" inn á milli.
knús mamma
hérna... hvað er mensura?
það er OF vandræðalegt að vita það ekki eftir næstum 13 ára sellóspil :)
Hildur selló
það er strenjalengdin. Það er að segja frá söðlinum (litla svarta stykkinu sem stoppar strengina efst uppi) og að stólnum. Veit ekkert hvað þetta heitir annað á íslensku, þetta heitir Mensur á þýsku.
Post a Comment