Jæja, þá er ein hljómsveitarhelgi búin. ein eftir...
Þetta voru 15 tímar samtals og þar á milli tróð ég kvartett æfingu og æfingu með meðleikara fyrir bekkjartónleikana næstu helgi! Enda æfði ég mig ekki í mínútu. Það þarf víst að gerast í vikunni...
En mér finnst nú alltaf gaman að hafa mikið af gera. Þá alveg tvöfaldast orkan mín og lífið verður svo skemmtilegt.
Ég hef líka nógan tíma til að æfa mig hérna í rólegheitunum í vikunni. Stjáninn á Íslandi og ekkert að gerast. Dramadrottningarnar hérna hinum meginn við ganginn sjá alveg til þess að mér leiðist ekki :-)
Ég er eitthvað voðalega hæper og überhamingjusöm þessa dagana. Krísur gera manni alveg gott líka. Maður kann svo vel að meta lífið eftir þær að það verður allt tíu sinnum skemmtilegra og betra en áður...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
kemuru ekki þá bara í party á föstudaginn..?
Því miður held ég að það væri frekar óskynsamlegt af mér þar sem ég þar fað spila á bekkjartónleikum á laugardaginn:-/
Já til að vita að hvað lífið er gott verður maður að upplifa "krísur" og það besta er að þær ganga yfir !
knús mamma
nú jæja
Post a Comment