Friday, June 30, 2006

Stórafmælisárið

Þetta ár er nú svolítið merkilegt, allavega svona innan fjölskyldunnar minnarr. Við Kristján, pabbi minn og ásdís systir mín eigum öll stórafmæli. 10, 20, 30, 40. Gaman af því. Hann Stjáni minn átti semsagt sinn dag í dag. Erum búin að hafa það rosalega gott, fórum rosa fínt út að borða og nutum lífsins til hins ýtrasta. Svo núna er ég heima að jafna mig á fullnægjingarbitum kvöldsins.

En ásamt því er ég líka að komast í inntökuprófsstressið. Það er semsagt miðvikudaginn 5.júlí. Hugsa fallega til mín þá gott fólk. Fékk frekar óhugnaregar tölur frá kennaranum mínum í gær. En annars var hann bara jákvæður. Vona auðvitað bara að alt smelli; ég spili vel, enginn asíusnillingur heilli kennarinn minn meira og að administration hleypi fleiri en 4 af þessum 70 sem eru að sækja um inn. Þá á ég séns:-D...:-S

Tríótónleikarnir gengu fínt og ég er strax farin að hlakka til næsta projekts. Kammermúsík er æði! Og ég elska Helgu og Bendik.

Jæja, nú hefst hitt raunverulega líf, sofa og ÆFA. Góða nótt.

Saturday, June 17, 2006

17.júní

Kæru Íslendingar, gleðilegan þjóðhátíðardag!

Berlín heldur upp á það með skýjum og smá rigningu Íslendingum til samlætis. En við Helga erum með matarboð, svaka kósý.

Friday, June 16, 2006

HITI

Það er heitt og rakt í Berlín...En við erum búnar að finna útisundlaug í hverfinu svo tanið er alveg að koma. Núna er Helga líka að dúllast við að lita á mér hárið svo ég er að verða rosa sæt;) Enda sænskt partý á morgunn, hefði kannski átt að velja ljósan lit??

Thursday, June 15, 2006

Fussball

Berlín er undirlögð. ALLT snýst um fótbolta. Var á Vortragsabend hjá bekknum í gær og það var spilað pásulaust í tvo tíma til að missa ekki af leiknum. CREIZÝ. Það er samt alveg fjör, svaka stemming náttlega...Verst að ég er víst skráð í einhvern skóla hérna:-S

Gestagangur er búin að vera gífurlegur, sófinn hefur varla losnað eina nótt síðan ég kom, en það er nú bara gaman. Er búin að njóta þess í botn að sjá Berlín með augum túristans og eiga margar ógleymanegar stundir með yndislegu fólki. Íslendingar eru bara án efa skemmtilegasta fólkið til að vera með!

Annars erróleg og æfingarmikil helgi framundan. Þarf að koma inntökuprófsprógramminu í toppstand því í næstu viku er kammertörn dauðans. Tveir tímar hjá Natöshu og svo Masterclass hjá einhverjum sellista æur einhverjum svakakvartett sem ég hafði samt aldrei heyrt um og við erum að spila :-D Loksins verð ég tekin almennilega í gegn...búin að vera hjá fiðlueikurum að níðast á helgu í tvær annir, ætli ég fái ekki að heyra það núna. Annars virðist það nú ekki skipta miklu máli hjá svona kammergrúppum á hvaða hljóðfæri þau spila þegar þau kenna. En samt soldið skarý sko með svona sellógaur. Men meget spændende...

Thursday, June 01, 2006

Flautufordómum blásið burt

Emmanuel Pahud....Bella Fíl. Þarf maður að segja meira? Var semsagt að koma heim af tónleikum. Brahms 4 gerði þá heldur ekki verri. Og gæjinn spilaði bara með í því líka þrátt fyrir brjáluð átök í Nielsen og eiginhandaráritanir í hléinu...Stjarna!

Pabbi var í heimsókn. Það var æði. Núna veit einhver í familíunni minni hvar og hvernig ég bý. Gamangaman.

Svo var keyot ÞVOTTAVÉL. Eftir að hafa stigið í pissupoll fyrir framan vinduna í ógeðslega þvottahúsinu var mér nóg boðið og pabbi og kristján keyptu, báru heim og tengdu þvottavél á rúmum klukkutíma...Það var bara ákveðið og framkvæmt í einu og ekkert verið að slóra við það. Og ef þið kæru lesendu bara vissuð hversu mikil fylling það er í lífið að hafa eignast þvottavél. Verð aldrei óhamingjusöm aftur:-) Nei ég segi svona...dramaið mun ætíð lifa;-)