Wednesday, June 04, 2008

Sex and the City, selló og Gúllas...

Já ég veit, ég er yfirborðkenndasta manneskja í heimi en án gríns...ég elska Sex and the city...þær eru bestu vinkonur mínar og þær voru sko sýndar í bíó Á ENSKU í Lübeck um helgina. Þar endaði lööööng bið. Núna bíð ég bara eftir að hún komi á dvd svo ég geti horft á hana daglega:-)

En nóg um NY gals...

Hér er steikjandi hiti sem gerir það nánast ómögulegt að hitta á nóturnar sínar því ég syndi í svita á gripbrettinu mínu. Spilaði samt í masterklass í gær Christoph Franzius sem var mjög skemmtilegt. Hann er soldið sérstakur gæji, er mjög ungur og lítur út eins og einhver fótbolltastjarna og ásamt því að vera sólósellisti í Ndr rekur hann læknastofu í Hamburg. Lærði víst læknisfræði og tónlist samtímis. Spes...

Svo eru bekkjartónleikar á morgun, ég ætla að spila Chopin sellósónötuna með litlu sætu japönsku píanóleikarastelpunni sem spilar svo fallega...og svo styttist bara svei mér þá í próf. En það verður nú vonandi ekkert hrikalegt. Þarf bara að spila á selló og píanó og það ágætis tími á milli.

En núna verður eldað Gúllas að íslenskum hætti;-)

3 comments:

Anonymous said...

YES er alveg eins og þú eða þú eins og ég - ELSKA sex and the city ætla um helgina!!!!
heyrumst knús mamma

Anonymous said...

og hvernig var svo myndin???

Guðný said...

ohhh hún er æði. Stjáni hló meira en allir í salnum og ég var með stjörnur í augunum allan tíman:-)