Bara að láta vita af mér. Svosem ekki mikið að frétta...
kíkti á mömmu og ásdísi, eða gelgjurnar tvær eins og við magnús köllum þær þessa dagana, (ekki illa meint elskurnar) í Köben um helgina. Voða Kósý, maj eldaði alveg jólamat og allan pakkan svo það var bara DK beint í æð. Yndislegt að geta spurt til vegar og fengið hjálpleg og blíðleg svör og versla í búðum þar sem er ekki urrað á mann því maður var ekki búin að telja peningin fyrirfram. Þessi sæla varði reyndar stutt því að þegar ég mætti í rútuna var þýski kúlturinn búin að finna mig og ég reifst við rútubílstjórann í korter áður en mér var hleypt um borð. Hann vildi semsagt endilega láta mig borga honum prívat og persónulega 10 evrur til að fá sellóið mitt með...ég var ekki alveg á þeim buxunum og með mína nýtilkomnu þýsku frekju tókst mér að koma mér útúr því en bara helv... leiðindi alltaf hreint. Óþolandi lið...
Annars er ég bara komin aftur til Lübeck í smá prófstress því það hefur ekki gengið neitt ýkja vel að redda meðleikara fyrir það. Var búin að spyrja endalaust a píanóleikurum en af því að nóturnar eru handskrifaðar þá var bara mjög kalt nei frá öllum. Endaði með að kennarinn minn skipaði manneskju í starfið og við æfðum í fyrsta skipti í dag (sex dögum fyrir próf), henni til mikillar ánægju.
Svo eru inntökupróf hérna í svo þrátt fyrir að manninn minn skuli vera í Berlín
er ég sko ekki einmanna því hjá mér er allt fullt af strengjaleikurum og meira að segja einn fylgifiskur sem verslar og eldar og þrífur og bara alles... Ljúft!
úff , má ekki gleyma fótboltanum sem virðist stjórna tilverunni í Þýskalandi þessa dagana. Kvartettæfingarplanið okkar alveg komið í rúst og ég veit ekki hvað og hvað. En ég er líka alveg búin að sjá það að júní verður miklu meiri partýmánuður en ella ef Þjóðverjarnir komast áfram svo ég hef líka hagsmunum að gæta í þessum málum og fylgist spennt með.
ÁFRAM ÞÝSKALAND!!!!!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hæ er bara "stolt" af því að vera kölluð "gelgja" þú verður að hafa þig alla við ef þú ætlar að eiga séns!!
Takk kærlega fyrir kommuna í Köben það var yndislegt að hitta þig
knús MAMMA
Post a Comment