Saturday, May 31, 2008

weisswürstchen

Í gær frumflutti kvartettinn minn verk á tónsmíðatónleikum í skólanum. Það var nú soldil lhí stemming yfir því en í staðin fyrir villt tónskáldapartý voru okkur fengnar fjórar gæðavínflöskur. Við héldum þá bara sjálf partý sem var bara mjög vel heppnað. Síðan var okkur sko boðið í ekta Bayrisch Weiswurstfrühstück hjá Barböru. Það eru semsagt hvítar pulsur sem maður klæðir úr skinninu og borðar ásamt skrýtnu sinnepi og nýkökuðum Brezel. Hún flutti semsagt sértaklega pylsurnar og sinnepið með sér frá slátraranum sínum í Regensburg. Svo á maður víst að drekka hveitibjór með en svona eftir nóttina voru ekkert allir í þannig stemmingu, þó sumir. Soldið sérstakur morgunmatur en rosa gott verð ég segja, var ekki með háar væntingar þar sem ég lofaði mér þegar ég flutti til þýskalands að ég myndi aldrei éta þessar ógeðslegu hvítu pylsur sem maður sér hérna. Ég vona samt enn að ég fari aldrei í krukkupylsurnar, það er einum of ógeðslegt.

En núna ÆFA SIG!!

2 comments:

Anonymous said...

Vá hljómar spennandi en ekki sérlega geðslegt en það er svo mikilvægt að mergsjúga "kúltúrinn" í því landi sem maður býr í hverju sinni. Njóttu vel og gangi þér vel að æfa þig, ekki langt þangað til við sjáumst! knús mammma

Herdís Anna said...

mmm ég dýrka weisswurst! Nammmm :)